Grunur um að fleiri en fimmtíu karlar hafi keypt vændi af fatlaðri konu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. desember 2018 18:30 Grunur leikur á að um eða yfir fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis þar sem unnið er að því að koma málum hennar í farveg hjá lögreglu. Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Frá því miðstöðin var stofnuð fyrir um tveimur árum hefur fjöldi fólks leitað þangað, aðallega konur, sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. „Við erum með alvarlegt mál í farvegi þar sem við kemur kynferðislegt ofbeldi á fatlaðri konu sem er í formi vændis sem við erum að undirbúa að koma í farveg hjá lögreglu,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð. Málið sé gríðarlega umfangsmikið. „Það eru margir aðilar sem hafa sótt eftir þjónustu hennar og keypt vændi af þessari konur og þetta er bara mjög alvarlegt mál.“Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð.Stöð 2Hve margir ?„Þetta er yfir nokkra mánuði og það eru í kring um fimmtíu eða sextíu manns,“ segir Ragna. Reynt sé eftir fremsta megni að hlúa vel að konunni og að tryggja öryggi hennar.Ekki í fyrsta í sinn Í Bjarkarhlíð starfi lögregla sem vinnur nú að því að koma málinu til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málið verið sent á allra næstu dögum og því ekki tímabært að segja nánar frá umfanginu. Ragna Björg segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fatlað fólk leiti til Bjarkarhlíðar. „Það hafa farið nokkuð mörg mál í gegn hjá okkur þar sem aðstæðurnar eru svona. Við köllum ekki til lögreglu nema einstaklingurinn sé tilbúin til þess og sem betur fer hefur það gerst í nokkrum málum.“Fatlað fólk útsett fyrir ofbeldi Þannig sé nokkuð algengt að fatlað fólk eða fólk með þroskaskerðingu leiti til Bjarkarhlíðar eftir að hafa verið beitt ofbeldi. „Þetta er fólk sem er útsett fyrir ofbeldi. Og ein afleiðingin sem við sjáum alvarlegasta þegar kemur að fötluðu fólki að það er þegar það hefur leitast út í vændi sem afleiðingu af því ofbeldi sem það hefur orðið fyrir.“ Ragna segir að vændiskaupendurnir komist oft í kynni við þolendur í gegn um samfélagsmiðla. „Það virðist bara því miður vera nóg af kaupendum, þeim sem eru tilbúnir að beita annað fólk ofbeldi. Það er nú bara raunveruleikinn í dag, því miður!“ Kynferðisofbeldi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Grunur leikur á að um eða yfir fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis þar sem unnið er að því að koma málum hennar í farveg hjá lögreglu. Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Frá því miðstöðin var stofnuð fyrir um tveimur árum hefur fjöldi fólks leitað þangað, aðallega konur, sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. „Við erum með alvarlegt mál í farvegi þar sem við kemur kynferðislegt ofbeldi á fatlaðri konu sem er í formi vændis sem við erum að undirbúa að koma í farveg hjá lögreglu,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð. Málið sé gríðarlega umfangsmikið. „Það eru margir aðilar sem hafa sótt eftir þjónustu hennar og keypt vændi af þessari konur og þetta er bara mjög alvarlegt mál.“Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð.Stöð 2Hve margir ?„Þetta er yfir nokkra mánuði og það eru í kring um fimmtíu eða sextíu manns,“ segir Ragna. Reynt sé eftir fremsta megni að hlúa vel að konunni og að tryggja öryggi hennar.Ekki í fyrsta í sinn Í Bjarkarhlíð starfi lögregla sem vinnur nú að því að koma málinu til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málið verið sent á allra næstu dögum og því ekki tímabært að segja nánar frá umfanginu. Ragna Björg segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fatlað fólk leiti til Bjarkarhlíðar. „Það hafa farið nokkuð mörg mál í gegn hjá okkur þar sem aðstæðurnar eru svona. Við köllum ekki til lögreglu nema einstaklingurinn sé tilbúin til þess og sem betur fer hefur það gerst í nokkrum málum.“Fatlað fólk útsett fyrir ofbeldi Þannig sé nokkuð algengt að fatlað fólk eða fólk með þroskaskerðingu leiti til Bjarkarhlíðar eftir að hafa verið beitt ofbeldi. „Þetta er fólk sem er útsett fyrir ofbeldi. Og ein afleiðingin sem við sjáum alvarlegasta þegar kemur að fötluðu fólki að það er þegar það hefur leitast út í vændi sem afleiðingu af því ofbeldi sem það hefur orðið fyrir.“ Ragna segir að vændiskaupendurnir komist oft í kynni við þolendur í gegn um samfélagsmiðla. „Það virðist bara því miður vera nóg af kaupendum, þeim sem eru tilbúnir að beita annað fólk ofbeldi. Það er nú bara raunveruleikinn í dag, því miður!“
Kynferðisofbeldi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira