Jón segir veggjöldin gjörbylta samgöngum á næstu 5 árum Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2018 20:00 Jón Gunnarsson er starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Stöð 2/Bjarni Einarsson. Landsmenn munu sjá gjörbyltingu í samgöngumálum á næstu fimm árum, að mati Jóns Gunnarssonar, formanns þingnefndarinnar sem leiðir upptöku veggjalda. Hann segir lægsta gjald verða á bilinu 100 til 150 krónur, en þverpólitískt samkomulag náðist í gærkvöldi um að málið yrði klárað á fyrstu vikum nýs árs. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samkvæmt samkomulagi formanna flokkanna verður samgönguáætlun lögð fram á Alþingi strax eftir jólahlé og kláruð fyrir 1. febrúar. Starfandi formanni umhverfis- og samgöngunefndar líst vel á niðurstöðuna. „Það má svo sem ekki seinna vera þannig að Vegagerðin og samgönguráðuneytið hafi skýrar línur frá þinginu. En þetta er alveg ásættanlegt,“ segir Jón og kveðst vonast til að breið sátt náist um málið.Samgönguáætlun verður áfram til meðferðar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Já, ég er bara bjartsýnn á það. Vegna þess að efnislega er mjög margir þingmenn og þingflokkar sammála um að það verði að grípa til róttækra ráðstafana í uppbyggingu vegakerfisins og eru sammála þessari leið.“ Veggjöldin yrðu lögð á stofnbrautir í nágrenni Reykjavíkur en einnig á jarðgöng. „Til að gæta jafnræðis meðal landsmanna, að það verði gjaldtaka líka út um land til að við tökum öll þátt í þessu stórverkefni sameiginlega.“ Rétt eins og var í Hvalfjarðargöngum yrði hærra gjald fyrir staka ferð, sem Jón býst við að einkum erlendir ferðamenn greiði, en þorri almennings myndi greiða lægsta gjald, á bilinu 100 til 150 krónur, sem Jón býst við að gæti endað í kringum 130-140 krónur. En það verða engin gjaldskýli. „Gjaldtakan verður rafræn þannig að hún tefur ekki umferð.“Gjaldskýli eins og við Hvalfjarðargöng verða ekki sett upp til að innheimta veggjöldin.Vísir/PjeturGagnrýnt er að í þessu felist enn hærri gjöld á bíleigendur en Jón telur þau réttlætanleg. Hann hvetur menn til að horfa ekki eingöngu á hvað þetta kosti heldur einnig hver ávinningurinn verði af því að framkvæmdir komi hratt inn. Þar skori umferðaröryggi hæst en jafnframt sparist heimilisútgjöld við það að ferðatími styttist um leið og dragi úr mengun. Með veggjöldunum er ætlunin að flýta framkvæmdum um land allt og þegar liggja fyrir meginlínur um hvaða verkefni verða valin, að sögn Jóns. „Þarna eru undir þessar stofnleiðir út frá höfuðborgarsvæðinu með fullnaðarfrágangi á Reykjanesbraut, alveg í gegnum höfuðborgina, það er að segja í gegnum Hafnarfjörð og alveg inn að Holtavegi með mislægum gatnamótum á Bústaðaveg. Og síðan Suðurlandsvegur austur að vegamótum fyrir austan Selfoss. Og upp í Borgarnes.“ Framkvæmdum í dreifbýlinu verður einnig flýtt. „Ekki síst á sveita- og tengivegum. Öxi, Dynjandisheiði, Skógarströndin, Vatnsnesvegur. Þetta eru svona vegarkaflar sem má nefna. Ég segi allavega að á næstu fimm árum, með því að fara þessa leið, munum við sjá gjörbyltingu í samgöngumálum okkar hér á landi,“ segir Jón Gunnarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hafnarfjörður Hvalfjarðargöng Tengdar fréttir Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00 Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Landsmenn munu sjá gjörbyltingu í samgöngumálum á næstu fimm árum, að mati Jóns Gunnarssonar, formanns þingnefndarinnar sem leiðir upptöku veggjalda. Hann segir lægsta gjald verða á bilinu 100 til 150 krónur, en þverpólitískt samkomulag náðist í gærkvöldi um að málið yrði klárað á fyrstu vikum nýs árs. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samkvæmt samkomulagi formanna flokkanna verður samgönguáætlun lögð fram á Alþingi strax eftir jólahlé og kláruð fyrir 1. febrúar. Starfandi formanni umhverfis- og samgöngunefndar líst vel á niðurstöðuna. „Það má svo sem ekki seinna vera þannig að Vegagerðin og samgönguráðuneytið hafi skýrar línur frá þinginu. En þetta er alveg ásættanlegt,“ segir Jón og kveðst vonast til að breið sátt náist um málið.Samgönguáætlun verður áfram til meðferðar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Já, ég er bara bjartsýnn á það. Vegna þess að efnislega er mjög margir þingmenn og þingflokkar sammála um að það verði að grípa til róttækra ráðstafana í uppbyggingu vegakerfisins og eru sammála þessari leið.“ Veggjöldin yrðu lögð á stofnbrautir í nágrenni Reykjavíkur en einnig á jarðgöng. „Til að gæta jafnræðis meðal landsmanna, að það verði gjaldtaka líka út um land til að við tökum öll þátt í þessu stórverkefni sameiginlega.“ Rétt eins og var í Hvalfjarðargöngum yrði hærra gjald fyrir staka ferð, sem Jón býst við að einkum erlendir ferðamenn greiði, en þorri almennings myndi greiða lægsta gjald, á bilinu 100 til 150 krónur, sem Jón býst við að gæti endað í kringum 130-140 krónur. En það verða engin gjaldskýli. „Gjaldtakan verður rafræn þannig að hún tefur ekki umferð.“Gjaldskýli eins og við Hvalfjarðargöng verða ekki sett upp til að innheimta veggjöldin.Vísir/PjeturGagnrýnt er að í þessu felist enn hærri gjöld á bíleigendur en Jón telur þau réttlætanleg. Hann hvetur menn til að horfa ekki eingöngu á hvað þetta kosti heldur einnig hver ávinningurinn verði af því að framkvæmdir komi hratt inn. Þar skori umferðaröryggi hæst en jafnframt sparist heimilisútgjöld við það að ferðatími styttist um leið og dragi úr mengun. Með veggjöldunum er ætlunin að flýta framkvæmdum um land allt og þegar liggja fyrir meginlínur um hvaða verkefni verða valin, að sögn Jóns. „Þarna eru undir þessar stofnleiðir út frá höfuðborgarsvæðinu með fullnaðarfrágangi á Reykjanesbraut, alveg í gegnum höfuðborgina, það er að segja í gegnum Hafnarfjörð og alveg inn að Holtavegi með mislægum gatnamótum á Bústaðaveg. Og síðan Suðurlandsvegur austur að vegamótum fyrir austan Selfoss. Og upp í Borgarnes.“ Framkvæmdum í dreifbýlinu verður einnig flýtt. „Ekki síst á sveita- og tengivegum. Öxi, Dynjandisheiði, Skógarströndin, Vatnsnesvegur. Þetta eru svona vegarkaflar sem má nefna. Ég segi allavega að á næstu fimm árum, með því að fara þessa leið, munum við sjá gjörbyltingu í samgöngumálum okkar hér á landi,“ segir Jón Gunnarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Hafnarfjörður Hvalfjarðargöng Tengdar fréttir Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00 Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00
Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00
Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45