Taka vel í hugmyndir um upptöku veggjalda Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. desember 2018 07:00 Bæjarstjóri Árborgar telur hægt að fjármagna nýja Ölfusárbrú á 12 árum með hóflegu veggjaldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Þessar hugmyndir sem nú er verið að kynna sjáum við bara sem einu leiðina til að koma einhverri hreyfingu af stað í samgöngumálum,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, um hugmyndir um að veggjöld verði tekin upp til að flýta fyrir samgönguframkvæmdum. Bæjarstjórn Akraness samþykkti á þriðjudag einróma bókun þar sem viðhorfsbreytingu á Alþingi gagnvart slíkri fjármögnun er fagnað. „Umræðan hefur auðvitað þróast töluvert, ekki bara hér á Akranesi, heldur á Vesturlandi öllu. Ég held að Hvalfjarðargöngin séu dæmi um árangursríka framkvæmd sem sýnir að þetta er hægt. Við leggjum hins vegar áherslu á að komi til svona veggjalda, eða flýtigjalda eins og við köllum þetta, verði jafnræði tryggt.“Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓRUmhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur haft samgönguáætlun til vinnslu síðan í haust. Í byrjun vikunnar komu fram hugmyndir frá Jóni Gunnarssyni, settum formanni, um breytingartillögu þess efnis að tekin verði upp veggjöld um land allt. Samkomulag náðist í fyrrakvöld um að afgreiðslu samgönguáætlunar yrði frestað til 1. febrúar næstkomandi. Stjórnarandstöðuþingmenn höfðu gagnrýnt málsmeðferðina harkalega og þann stutta tíma sem vinna átti tillögurnar á. Þær tillögur sem liggja fyrir ganga út á að tekin verði upp veggjöld á öllum stofnleiðum til og frá höfuðborginni, í öllum jarðgöngum landsins auk gjaldtöku vegna einstaka framkvæmda. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að málið hafi enn ekki verið rætt í bæjarstjórn enda tillögurnar ekki fullkláraðar. Engin formleg afstaða liggi því fyrir. „Það kom samt fram á fundi okkar með þingmönnum Suðurkjördæmis í haust að ekki stæði til að setja veggjöld á Reykjanesbrautina. Sigurður Ingi var sjálfur á þessum fundi. Miðað við umræðuna nú virðist það hafa breyst en við höfum ekkert í hendi um þetta.“ Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, tekur undir með kollega sínum á Akranesi um að veggjöld séu góð leið til að koma nauðsynlegum samgönguframkvæmdum í gang. „Ég heyri ekki annað en að sveitarstjórnarfólk á Suðurlandi sé almennt hrifið af þessu því það eru ekki aðrar lausnir sjáanlegar.“ Hann nefnir sem dæmi framkvæmd eins og nýja Ölfusárbrú. „Það er auðvitað ljóst að það eru gríðarlega mörg mjög brýn verkefni sem þurfa að komast inn á samgönguáætlun. Miðað við fjárreiður ríkisins er það nánast ókleift að fara út í þau öll en þar er ný Ölfusárbrú eitt af þeim mikilvægustu. Mér reiknast til að það sé hægt að fjármagna þessa brú á tólf árum fyrir veggjald sem væri á bilinu 50-100 krónur á bíl. Það keyra 20 þúsund bílar á dag yfir gömlu brúna á sumrin.“ Árborg Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Samgöngur Tengdar fréttir Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30 Samkomulag náðist um að ljúka samgönguáætlun á nýju ári Samkomulag hefur náðst um að ljúka samgönguáætlun fyrir 1. febrúar 12. desember 2018 08:30 Spyr um kjark ráðherra þegar komi að upptöku veggjalda Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna að koma eigi veggjöldum inn í samgönguáætlun í miklum flýti. Ekkert liggi á og nauðsynlegt sé að ræða málið betur. 12. desember 2018 06:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Sjá meira
„Þessar hugmyndir sem nú er verið að kynna sjáum við bara sem einu leiðina til að koma einhverri hreyfingu af stað í samgöngumálum,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, um hugmyndir um að veggjöld verði tekin upp til að flýta fyrir samgönguframkvæmdum. Bæjarstjórn Akraness samþykkti á þriðjudag einróma bókun þar sem viðhorfsbreytingu á Alþingi gagnvart slíkri fjármögnun er fagnað. „Umræðan hefur auðvitað þróast töluvert, ekki bara hér á Akranesi, heldur á Vesturlandi öllu. Ég held að Hvalfjarðargöngin séu dæmi um árangursríka framkvæmd sem sýnir að þetta er hægt. Við leggjum hins vegar áherslu á að komi til svona veggjalda, eða flýtigjalda eins og við köllum þetta, verði jafnræði tryggt.“Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓRUmhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur haft samgönguáætlun til vinnslu síðan í haust. Í byrjun vikunnar komu fram hugmyndir frá Jóni Gunnarssyni, settum formanni, um breytingartillögu þess efnis að tekin verði upp veggjöld um land allt. Samkomulag náðist í fyrrakvöld um að afgreiðslu samgönguáætlunar yrði frestað til 1. febrúar næstkomandi. Stjórnarandstöðuþingmenn höfðu gagnrýnt málsmeðferðina harkalega og þann stutta tíma sem vinna átti tillögurnar á. Þær tillögur sem liggja fyrir ganga út á að tekin verði upp veggjöld á öllum stofnleiðum til og frá höfuðborginni, í öllum jarðgöngum landsins auk gjaldtöku vegna einstaka framkvæmda. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að málið hafi enn ekki verið rætt í bæjarstjórn enda tillögurnar ekki fullkláraðar. Engin formleg afstaða liggi því fyrir. „Það kom samt fram á fundi okkar með þingmönnum Suðurkjördæmis í haust að ekki stæði til að setja veggjöld á Reykjanesbrautina. Sigurður Ingi var sjálfur á þessum fundi. Miðað við umræðuna nú virðist það hafa breyst en við höfum ekkert í hendi um þetta.“ Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, tekur undir með kollega sínum á Akranesi um að veggjöld séu góð leið til að koma nauðsynlegum samgönguframkvæmdum í gang. „Ég heyri ekki annað en að sveitarstjórnarfólk á Suðurlandi sé almennt hrifið af þessu því það eru ekki aðrar lausnir sjáanlegar.“ Hann nefnir sem dæmi framkvæmd eins og nýja Ölfusárbrú. „Það er auðvitað ljóst að það eru gríðarlega mörg mjög brýn verkefni sem þurfa að komast inn á samgönguáætlun. Miðað við fjárreiður ríkisins er það nánast ókleift að fara út í þau öll en þar er ný Ölfusárbrú eitt af þeim mikilvægustu. Mér reiknast til að það sé hægt að fjármagna þessa brú á tólf árum fyrir veggjald sem væri á bilinu 50-100 krónur á bíl. Það keyra 20 þúsund bílar á dag yfir gömlu brúna á sumrin.“
Árborg Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Samgöngur Tengdar fréttir Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30 Samkomulag náðist um að ljúka samgönguáætlun á nýju ári Samkomulag hefur náðst um að ljúka samgönguáætlun fyrir 1. febrúar 12. desember 2018 08:30 Spyr um kjark ráðherra þegar komi að upptöku veggjalda Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna að koma eigi veggjöldum inn í samgönguáætlun í miklum flýti. Ekkert liggi á og nauðsynlegt sé að ræða málið betur. 12. desember 2018 06:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Sjá meira
Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30
Samkomulag náðist um að ljúka samgönguáætlun á nýju ári Samkomulag hefur náðst um að ljúka samgönguáætlun fyrir 1. febrúar 12. desember 2018 08:30
Spyr um kjark ráðherra þegar komi að upptöku veggjalda Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna að koma eigi veggjöldum inn í samgönguáætlun í miklum flýti. Ekkert liggi á og nauðsynlegt sé að ræða málið betur. 12. desember 2018 06:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent