Prestafélagið mótmælir því að laun kirkjunnar manna skuli fryst Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. desember 2018 10:37 Laun starfsmanna þjóðkirkjunnar eiga samkvæmt ákvæðinu ekki að taka breytingum fyrr en samkomulag næst við þjóðkirkjuna um breytt fyrirkomulag á framlagi ríkisins til kirkjunnar. Vísir/vilhelm Prestafélag Íslands mótmælir harðlega áætlunum um frystingu launa kirkjunnar manna sem kveðið er á um í bráðabirgðaákvæði í kjararáðsfrumvarpi. Frumvarpið er nú til skoðunar á Alþingi og fjallar um afleiðingar þess að leggja niður kjararáð. RÚV greinir frá. Í umræddu bráðabirgðaákvæði segir að laun starfsmanna þjóðkirkjunnar skuli ekki taka breytingum fyrr en samkomulag næst við þjóðkirkjuna um breytt fyrirkomulag á framlagi ríkisins til kirkjunnar. Þá gilda „almenn og önnur starfskjör“ sem fram koma í ákvörðunarorði kjararáðs frá 17. desember síðastliðnum þar til samkomulag hefur náðst.Sjá einnig: Vilja að kjararáð verði lagt niður Í yfirlýsingu sem Prestafélag Íslands sendi nefndasviði Alþingis, og RÚV birti á vef sínum, er þessu mótmælt. „Stjórn Prestafélags Íslands mótmælir harðlega þeim áætlunum að „frysta“ laun biskupa, vígslubiskupa, prófasta og presta þjóðkirkjunnar um óskilgreindan tíma. Eðlilegt er að þeir embættismenn sem hér um ræðir fái sömu meðferð og þeir aðrir sem undir kjararáð heyrðu og að laun þeirra verði endurskoðuð árlega til hækkunar eins og hjá öðrum.“ Ekkert liggi jafnframt fyrir um væntanlega endurskoðun samninga um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju. Því sé óásættanlegt að „tengja saman og skilyrða“ slíka endurskoðun samninga og launagreiðslur kirkjunnar manna. Með þessu segir Prestafélagið að vegið sé harkalega að þeirri réttarvernd sem núverandi samningar tryggja. „Stjórn PÍ krefst þess að ákvæði þessu til bráðabirgða verði breytt án tafar og að embættismenn þjóðkirkjunnar standi jafnfætis öðrum sem undir kjararáð heyrðu.“ Ekki náðist í Ninnu Sif Svavarsdóttur, formann Prestafélags Íslands, við vinnslu þessarar fréttar. Kjaramál Trúmál Tengdar fréttir Íhuga stefnu vegna afgreiðslu kjararáðs Ekki eru öll kurl komin til grafar vegna lokaákvörðunar kjararáðs. Forstöðumenn funduðu í liðinni viku og veltu upp möguleikum sínum. 13. nóvember 2018 06:00 Formaður Dómarafélagsins vonsvikinn með krónutöluna en fagnar frumvarpinu Formaður Dómarafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum með krónutöluna sem dómurum er ákveðin í frumvarpi um nýtt launafyrirkomulag embættismanna sem áður heyrðu undir kjararáð. 3. desember 2018 06:00 Fimm hundruð fengu jólabónus kjararáðs Fleiri en þjóðkjörnir fulltrúar fá veglegri jólabónus en gerist almennt á vinnumarkaði. Allir sem fengu laun ákvörðuð hjá kjararáði fengu 181 þúsund krónur. 4. desember 2018 06:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Prestafélag Íslands mótmælir harðlega áætlunum um frystingu launa kirkjunnar manna sem kveðið er á um í bráðabirgðaákvæði í kjararáðsfrumvarpi. Frumvarpið er nú til skoðunar á Alþingi og fjallar um afleiðingar þess að leggja niður kjararáð. RÚV greinir frá. Í umræddu bráðabirgðaákvæði segir að laun starfsmanna þjóðkirkjunnar skuli ekki taka breytingum fyrr en samkomulag næst við þjóðkirkjuna um breytt fyrirkomulag á framlagi ríkisins til kirkjunnar. Þá gilda „almenn og önnur starfskjör“ sem fram koma í ákvörðunarorði kjararáðs frá 17. desember síðastliðnum þar til samkomulag hefur náðst.Sjá einnig: Vilja að kjararáð verði lagt niður Í yfirlýsingu sem Prestafélag Íslands sendi nefndasviði Alþingis, og RÚV birti á vef sínum, er þessu mótmælt. „Stjórn Prestafélags Íslands mótmælir harðlega þeim áætlunum að „frysta“ laun biskupa, vígslubiskupa, prófasta og presta þjóðkirkjunnar um óskilgreindan tíma. Eðlilegt er að þeir embættismenn sem hér um ræðir fái sömu meðferð og þeir aðrir sem undir kjararáð heyrðu og að laun þeirra verði endurskoðuð árlega til hækkunar eins og hjá öðrum.“ Ekkert liggi jafnframt fyrir um væntanlega endurskoðun samninga um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju. Því sé óásættanlegt að „tengja saman og skilyrða“ slíka endurskoðun samninga og launagreiðslur kirkjunnar manna. Með þessu segir Prestafélagið að vegið sé harkalega að þeirri réttarvernd sem núverandi samningar tryggja. „Stjórn PÍ krefst þess að ákvæði þessu til bráðabirgða verði breytt án tafar og að embættismenn þjóðkirkjunnar standi jafnfætis öðrum sem undir kjararáð heyrðu.“ Ekki náðist í Ninnu Sif Svavarsdóttur, formann Prestafélags Íslands, við vinnslu þessarar fréttar.
Kjaramál Trúmál Tengdar fréttir Íhuga stefnu vegna afgreiðslu kjararáðs Ekki eru öll kurl komin til grafar vegna lokaákvörðunar kjararáðs. Forstöðumenn funduðu í liðinni viku og veltu upp möguleikum sínum. 13. nóvember 2018 06:00 Formaður Dómarafélagsins vonsvikinn með krónutöluna en fagnar frumvarpinu Formaður Dómarafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum með krónutöluna sem dómurum er ákveðin í frumvarpi um nýtt launafyrirkomulag embættismanna sem áður heyrðu undir kjararáð. 3. desember 2018 06:00 Fimm hundruð fengu jólabónus kjararáðs Fleiri en þjóðkjörnir fulltrúar fá veglegri jólabónus en gerist almennt á vinnumarkaði. Allir sem fengu laun ákvörðuð hjá kjararáði fengu 181 þúsund krónur. 4. desember 2018 06:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Íhuga stefnu vegna afgreiðslu kjararáðs Ekki eru öll kurl komin til grafar vegna lokaákvörðunar kjararáðs. Forstöðumenn funduðu í liðinni viku og veltu upp möguleikum sínum. 13. nóvember 2018 06:00
Formaður Dómarafélagsins vonsvikinn með krónutöluna en fagnar frumvarpinu Formaður Dómarafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum með krónutöluna sem dómurum er ákveðin í frumvarpi um nýtt launafyrirkomulag embættismanna sem áður heyrðu undir kjararáð. 3. desember 2018 06:00
Fimm hundruð fengu jólabónus kjararáðs Fleiri en þjóðkjörnir fulltrúar fá veglegri jólabónus en gerist almennt á vinnumarkaði. Allir sem fengu laun ákvörðuð hjá kjararáði fengu 181 þúsund krónur. 4. desember 2018 06:00