Umboðsmaður Alþingis segir Kópavogsbæ hafa brotið lög Jakob Bjarnar skrifar 13. desember 2018 14:56 Vísir hefur sagt af sérkennilegri og harðri deilu í Kópavogi, milli bæjaryfirvalda og hjónanna Guðmundar R Einarssonar og Lilju Katrínar Gunnarsdóttur. Umboðsmaður hefur nú úrskurðað hjónunum í vil. Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað í stórfurðulegu deilumáli í Kópavogi hjónunum Lilju Katrínu og Guðmundi R. Einarssyni í vil: „Það er álit mitt að það fyrirkomulag Kópavogsbæjar að greiða konu, sem það taldi maka látins starfsmanns, „laun“ í skilningi kjarasamnings en skrá þau á dánarbú mannsins og gefa út launaseðla og launamiða á nafn þess látna, hafi ekki verið í samræmi við lög,“ segir í niðurstöðu ítarlegs álits sem umboðsmaður hefur sent frá sér. Með tilliti til atvika í þessu máli beinir umboðsmaður þeim tilmælum til Kópavogsbæjar að „leitað verði leiða til að rétta hlut A hafi hann orðið fyrir tjóni vegna þessa fyrirkomulags, komi fram beiðni þess efnis frá honum. Ég beini jafnframt þeim tilmælum til Kópavogsbæjar að taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem koma fram í álitinu.“Lilja Katrín og Guðmundur. Viðbrögð bæjaryfirvalda og svör bæjarstjóra ollu þeim miklum vonbrigðum.visir/vilhelmVísir hefur fjallað ítarlega um þetta sérkennilega mál en í grófum dráttum snýst það um að Kópavogsbær greiddi fyrrverandi konu föður Guðmundar R Einarssonar dánarbætur, sem svo voru skráðar á dánarbúið sem Guðmundur hafði á sinni könnu. Krafa vegna skattaskuldar af þeirri upphæð barst Guðmundi og konu hans Lilju Katrínar Gunnarsdóttur föstudagskvöld eitt í apríl á þessu ári. Fulltrúi með ábyrgðarbréf til þeirra þar sem þau voru krafin um eina og hálfa milljón, skuld sem þeim var gert að greiða vegna dánarbús föður Guðmundar. En, því búi var lokað árið 2013 og þau höfðu aldrei séð þessar greiðslur. Þá hófst þrautarganga Guðmundur og Lilju Katrínar um kerfið sem endaði með opinberum og hörðum deilum þeirra hjóna og bæjarstjórans Ármanns Kr. Ólasonar sem taldi eðlilega að málum staðið. Hann fór í viðtal um málið á Bylgjuna og var Lilja Katrín ekki par sátt við það hvernig málflutningur bæjarstjórans var þar. En sú saga er rakin ítarlega hér. Kópavogur Sveitarstjórnarmál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Segir bæjarstjóra Kópavogs afbaka orð sín Ármann Kr. Ólafsson segir Kópavog með allt sitt á hreinu í furðulegri deilu. 12. apríl 2018 12:00 Í stórfurðulegu stríði við Kópavogsbæ Gert að greiða skatt af dánarbótum sem fyrrverandi kona hins látna fékk. 11. apríl 2018 14:44 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað í stórfurðulegu deilumáli í Kópavogi hjónunum Lilju Katrínu og Guðmundi R. Einarssyni í vil: „Það er álit mitt að það fyrirkomulag Kópavogsbæjar að greiða konu, sem það taldi maka látins starfsmanns, „laun“ í skilningi kjarasamnings en skrá þau á dánarbú mannsins og gefa út launaseðla og launamiða á nafn þess látna, hafi ekki verið í samræmi við lög,“ segir í niðurstöðu ítarlegs álits sem umboðsmaður hefur sent frá sér. Með tilliti til atvika í þessu máli beinir umboðsmaður þeim tilmælum til Kópavogsbæjar að „leitað verði leiða til að rétta hlut A hafi hann orðið fyrir tjóni vegna þessa fyrirkomulags, komi fram beiðni þess efnis frá honum. Ég beini jafnframt þeim tilmælum til Kópavogsbæjar að taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem koma fram í álitinu.“Lilja Katrín og Guðmundur. Viðbrögð bæjaryfirvalda og svör bæjarstjóra ollu þeim miklum vonbrigðum.visir/vilhelmVísir hefur fjallað ítarlega um þetta sérkennilega mál en í grófum dráttum snýst það um að Kópavogsbær greiddi fyrrverandi konu föður Guðmundar R Einarssonar dánarbætur, sem svo voru skráðar á dánarbúið sem Guðmundur hafði á sinni könnu. Krafa vegna skattaskuldar af þeirri upphæð barst Guðmundi og konu hans Lilju Katrínar Gunnarsdóttur föstudagskvöld eitt í apríl á þessu ári. Fulltrúi með ábyrgðarbréf til þeirra þar sem þau voru krafin um eina og hálfa milljón, skuld sem þeim var gert að greiða vegna dánarbús föður Guðmundar. En, því búi var lokað árið 2013 og þau höfðu aldrei séð þessar greiðslur. Þá hófst þrautarganga Guðmundur og Lilju Katrínar um kerfið sem endaði með opinberum og hörðum deilum þeirra hjóna og bæjarstjórans Ármanns Kr. Ólasonar sem taldi eðlilega að málum staðið. Hann fór í viðtal um málið á Bylgjuna og var Lilja Katrín ekki par sátt við það hvernig málflutningur bæjarstjórans var þar. En sú saga er rakin ítarlega hér.
Kópavogur Sveitarstjórnarmál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Segir bæjarstjóra Kópavogs afbaka orð sín Ármann Kr. Ólafsson segir Kópavog með allt sitt á hreinu í furðulegri deilu. 12. apríl 2018 12:00 Í stórfurðulegu stríði við Kópavogsbæ Gert að greiða skatt af dánarbótum sem fyrrverandi kona hins látna fékk. 11. apríl 2018 14:44 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Segir bæjarstjóra Kópavogs afbaka orð sín Ármann Kr. Ólafsson segir Kópavog með allt sitt á hreinu í furðulegri deilu. 12. apríl 2018 12:00
Í stórfurðulegu stríði við Kópavogsbæ Gert að greiða skatt af dánarbótum sem fyrrverandi kona hins látna fékk. 11. apríl 2018 14:44