WOW hverfur aftur til fortíðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. desember 2018 19:30 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. Snemma í morgun var 350 starfsmönnum WOW air sagt upp, þar af 111 fastráðnum og um 240 verktökum. Uppsagnirnar dreifast á allar deildir en flugliðar eru stærsti einstaki hópurinn. Fjörtíu fastráðnum flugliðum var sagt upp og tugum lausráðinna. Engum fastráðnum flugmönnum var sagt upp en samningar við fjölda verktaka verða ekki endurnýjaðir. „Augljóslega er þetta búið að vera mjög erfiður dagur og þungbær. En þetta er því miður nauðsynlegt í ljósi aðstæðna og ég væri ekki að gera þetta nema ég teldi það vera fyrir bestu fyrir WOW til lengri tíma litið," segir Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.Flugvélum verður fækkað úr tuttugu í ellefu.Vísir/VilhelmHann segir uppsagnirnar ekki beina kröfu Indigo Partners, sem ætla að fjárfesta í félaginu. Hins vegar hafi þeir talið að einfalda þyrfti reksturinn til þess að ná arðsemi á ný. Engar frekari uppsagnir eru fyrirhugaðar að sögn Skúla og var ákveðið að fara í eina stóra aðgerð til þess að höggva á hnútinn. „Ég ætla alls ekki að gera þá að blóraböggli í þessu máli. Við þurfum að bera ábyrgð á eigin rekstri," segir Skúli. Færa á flugfélagið aftur í einfaldari búning og er horft til ársins 2016 sem fyrirmyndar. Þotum verður fækkað úr tuttugu og niður í ellefu og áfangastöðum verður fækkað. Ef 2016 er notað sem fyrirmynd gætu áfangastaðirnir farið úr 37 og niður í 29. En eina sem er ljóst núna með leiðarkerfið er að breiðþotur verða teknar úr notkun og flugi til Los Angeles og Nýju Delí verður hætt. „En ég legg áherslu á ða það verða engar breytingar gerðar núna um hátíðirnar heldur ganga breytingarnar í gegn um miðjan janúar," segir Skúli. Hann segist sjálfur bera ábyrgð á stöðunni, hann hafi ætlað sér of mikið og misst sjónar á því að ná árangri sem lággjaldaflugfélag. „Við fórum að haga okkur eins og gömlu legacy-flugfélögin, því miður. Við vorum komin út um víðan völl og vorum farin að reyna gera allt fyrir alla. Það er náttúrulega mun flóknara en að hafa reksturinn einfaldan. Því miður voru þetta mikil mistök og það er þá jafnframt mikilvægt að horfast í augu við það og takast á við vandamálið. Það er það sem ég er að gera hér í dag," segir Skúli. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52 Telur Skúla hafa skamman tíma til að bjarga WOW air Sveinn Þórarinsson, hlutabréfasérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að uppsagnir WOW air í morgun hafi ekki komið á óvart. 13. desember 2018 16:00 Vonast enn til að geta dregið stóran hluta uppsagna á flugvellinum til baka Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. 13. desember 2018 13:36 Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Mikið flökt hefur verið á hlutabréfaverði flugfélagsins undanfarið. 13. desember 2018 11:34 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. Snemma í morgun var 350 starfsmönnum WOW air sagt upp, þar af 111 fastráðnum og um 240 verktökum. Uppsagnirnar dreifast á allar deildir en flugliðar eru stærsti einstaki hópurinn. Fjörtíu fastráðnum flugliðum var sagt upp og tugum lausráðinna. Engum fastráðnum flugmönnum var sagt upp en samningar við fjölda verktaka verða ekki endurnýjaðir. „Augljóslega er þetta búið að vera mjög erfiður dagur og þungbær. En þetta er því miður nauðsynlegt í ljósi aðstæðna og ég væri ekki að gera þetta nema ég teldi það vera fyrir bestu fyrir WOW til lengri tíma litið," segir Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.Flugvélum verður fækkað úr tuttugu í ellefu.Vísir/VilhelmHann segir uppsagnirnar ekki beina kröfu Indigo Partners, sem ætla að fjárfesta í félaginu. Hins vegar hafi þeir talið að einfalda þyrfti reksturinn til þess að ná arðsemi á ný. Engar frekari uppsagnir eru fyrirhugaðar að sögn Skúla og var ákveðið að fara í eina stóra aðgerð til þess að höggva á hnútinn. „Ég ætla alls ekki að gera þá að blóraböggli í þessu máli. Við þurfum að bera ábyrgð á eigin rekstri," segir Skúli. Færa á flugfélagið aftur í einfaldari búning og er horft til ársins 2016 sem fyrirmyndar. Þotum verður fækkað úr tuttugu og niður í ellefu og áfangastöðum verður fækkað. Ef 2016 er notað sem fyrirmynd gætu áfangastaðirnir farið úr 37 og niður í 29. En eina sem er ljóst núna með leiðarkerfið er að breiðþotur verða teknar úr notkun og flugi til Los Angeles og Nýju Delí verður hætt. „En ég legg áherslu á ða það verða engar breytingar gerðar núna um hátíðirnar heldur ganga breytingarnar í gegn um miðjan janúar," segir Skúli. Hann segist sjálfur bera ábyrgð á stöðunni, hann hafi ætlað sér of mikið og misst sjónar á því að ná árangri sem lággjaldaflugfélag. „Við fórum að haga okkur eins og gömlu legacy-flugfélögin, því miður. Við vorum komin út um víðan völl og vorum farin að reyna gera allt fyrir alla. Það er náttúrulega mun flóknara en að hafa reksturinn einfaldan. Því miður voru þetta mikil mistök og það er þá jafnframt mikilvægt að horfast í augu við það og takast á við vandamálið. Það er það sem ég er að gera hér í dag," segir Skúli.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52 Telur Skúla hafa skamman tíma til að bjarga WOW air Sveinn Þórarinsson, hlutabréfasérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að uppsagnir WOW air í morgun hafi ekki komið á óvart. 13. desember 2018 16:00 Vonast enn til að geta dregið stóran hluta uppsagna á flugvellinum til baka Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. 13. desember 2018 13:36 Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Mikið flökt hefur verið á hlutabréfaverði flugfélagsins undanfarið. 13. desember 2018 11:34 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09
Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52
Telur Skúla hafa skamman tíma til að bjarga WOW air Sveinn Þórarinsson, hlutabréfasérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að uppsagnir WOW air í morgun hafi ekki komið á óvart. 13. desember 2018 16:00
Vonast enn til að geta dregið stóran hluta uppsagna á flugvellinum til baka Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. 13. desember 2018 13:36
Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Mikið flökt hefur verið á hlutabréfaverði flugfélagsins undanfarið. 13. desember 2018 11:34