Brotist var inn í íbúðarhús í Borgarnesi um klukkan 18 í dag og þaðan stolið meðal annars skartgripum. Lögreglan á Vesturlandi segir innbrotið líkjast mörgum öðrum sem hafa átt sér stað á undanförnum mánuðum víða á landinu.
Biður lögreglan fólk um að vera á varðbergi gagnvart mannaferðum og hringja í 112 ef það verður vart við eitthvað .