Innlent

Hagamelsmorð fyrir Landsrétt

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Khaled Cairo fékk 16 ár fyrir morðið.
Khaled Cairo fékk 16 ár fyrir morðið. Fréttablaðið/ERNIR
Mál Khaleds Cairo sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fyrir morðið á Sanitu Brauna fyrr á árinu er komið á dagskrá Landsréttar. Aðalmeðferð verður í málinu 8. janúar næstkomandi.

Morðið á Sanitu þótti sérstaklega hrottalegt en sannað var að Cairo hefði meðal annars barið hana ítrekað í höfuðið með þungu slökkvitæki. Var Cairo enn með slökkvitækið í höndunum þegar hann var handtekinn af lögreglu og alblóðugur í nærbuxum einum fata.

Auk 16 ára fangelsis var Cairo dæmdur í héraði til að greiða börnum og foreldrum fórnarlambs síns samtals rúmar 10 milljónir í bætur.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×