Innlent

Úr heilsugæslu í fjárlögin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svanhvít Jakobsdóttir kveður velferðarmálin og hellir sér í vinnu við fjárlög.
Svanhvít Jakobsdóttir kveður velferðarmálin og hellir sér í vinnu við fjárlög. Velferðarráðuneytið
Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ákveðið að skipa Svanhvíti Jakobsdóttur, núverandi forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, skrifstofustjóra yfir skrifstofu fjárlaga í félagsmálaráðuneytinu frá 1. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Svanhvít er viðskiptafræðingur að mennt. Hún hefur starfað sem forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá árinu 2008. Fyrir þann tíma var hún skrifstofustjóri fjármálaskrifstofu heilbrigðisráðuneytisins í 15 ár en hafði áður starfað um nokkurra ára skeið í ráðuneytinu sem sérfræðingur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×