Erlent

Fjórða fórnarlambið látið

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Frá jólamarkaðnum í Strassborg.
Frá jólamarkaðnum í Strassborg. Wiki Commons
Fjórða fórnarlamb skotárásarinnar á jólamarkaði í frönsku borginni Strassborg lést í gær. Frá þessu greindi saksóknaraembætti Parísar. Þá greindu franskir miðlar frá því að eitt fórnarlamb til viðbótar hefði hlotið varanlegan heilaskaða og að til viðbótar væri fernt enn á spítala.

Meintur árásarmaður, Cherif Chekatt, var skotinn til bana á fimmtudagskvöld eftir að hann skaut á lögregluþjóna í Neudorf-hverfi Strassborgar. Chekatt hafði áður verið sakfelldur fyrir ýmsa glæpi og er talinn hafa snúist til öfgaíslam á meðan hann var í fangelsi í Þýskalandi. Þá var hann einnig undir smásjá frönsku leyniþjónustunnar.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×