Flokkur fólksins fær þrjá aðstoðarmenn Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. desember 2018 07:30 Aðstoðarmenn ráðherra og þingmanna verða orðnir samtals 52 árið 2021 Vísir/Vilhelm Fjöldi aðstoðarmanna ráðherra og alþingismanna verður kominn yfir 50 eftir tvö ár. Ráðnir verða 17 nýir aðstoðarmenn fyrir þingflokka á næstu árum og hafa þingflokksformenn komist að samkomulagi um hvernig þeim verður skipt milli þingflokka. Eftir áramót verða átta nýir aðstoðarmenn ráðnir, einn fyrir hvern þingflokk. Árið 2020 bætast fimm við og fjórir árið 2021. Síðari árin tvö verður aðstoðarmönnum þingflokka skipt milli þingflokka eftir reiknireglu D’Hondt og verður miðað við stærð þingflokka að frátöldum þeim þingmönnum sem þegar hafa aðstoðarmenn, þ.e. ráðherrar og formenn. Eftir að framangreint samkomulag formanna þingflokkanna náðist rétt fyrir síðustu mánaðamót minnkaði hins vegar þingflokkur Flokks fólksins um helming og fór úr fjórum þingmönnum í tvo og hinir brottreknu þingmenn eru orðnir óháðir þingmenn. Þegar frumvarp um þessar breytingar var rætt á Alþingi í vikunni kom fram í ræðu Birgis Ármannssonar að formenn þingflokka hafi rætt málið aftur í kjölfar þessara breytinga en ákveðið að hrófla ekki við samkomulaginu að svo stöddu. Því ber svo við að hinn tveggja manna þingflokkur Flokks fólksins verður kominn með þrjá starfsmenn eftir áramót. Hinir brottreknu, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, eru hins vegar á köldum klaka og fá engan aðstoðarmann. Í máli Birgis Ármannssonar kom þó einnig fram að verði frekari breytingar á stærð þingflokka á kjörtímabilinu verði fjöldi starfsmanna þeirra einnig tekinn til endurskoðunar. Af frumvarpinu er einnig ljóst að störf aðstoðarmannanna eru í eðli sínu pólitísk. Þannig er ráðningarsamband þeirra við þingið einungis formlegt því skrifstofustjóri ræður starfsmann að fenginni tillögu þingflokks. Ekki er skylt að auglýsa störfin og ráðningin er tímabundin og miðast að hámarki við lengd kjörtímabils. Birgir Ármannsson segir að sem pólitískir starfsmenn verði þeir líklega settir í önnur og pólitískari verkefni en þingmenn leiti til starfsmanna þingsins með og þeir gefi þingmönnum ábendingar sem eru í eðli sínu ekki eingöngu faglegar heldur einnig pólitískar. Birgir segir að með þessu geti þingmenn og þingflokkar átt þess kost að bæta upp og auka þekkingu innan þingflokka sinna. Hann segir að þegar hann var í stjórnarandstöðu hafi oft verið gagnlegt að hafa einhvern að leita til. „Þetta er gott mál og þýðir að ég og aðrir þingmenn getum sinnt starfinu sem kjósendur hafa treyst okkur fyrir enn betur,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, og bætir við: „Það eru ekki allir alþingismenn lögfræðingar og hagfræðingar sem betur fer. Við viljum hafa alls konar fólk á þingi; fólk með alls konar styrkleika og úr öllum stéttum og þjóðfélagshópum. Allt þetta fólk þarf að geta sinnt starfinu sínu óháð menntun og fyrri starfsreynslu. Þess vegna er aðstoðarmannakerfið svo mikilvægt. Persónulega finnst mér að við ættum að ganga miklu lengra. Mér finnst að hver og einn þingmaður ætti að hafa sinn eigin aðstoðarmann,“ segir Jón Þór. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Úthlutun sautján aðstoðarmanna rædd Aðstoðarmönnum þingflokka mun fjölga um sautján en óvíst er í hvaða skrefum það verður gert. Þingflokkar munu áfram geta ráðið aukaaðstoð á eigin kostnað. Ekki samstaða um hvort stærri flokkar fái aðstoðarmenn fyrst eða hvort allir skuli fá jafn marga í upphafo 12. nóvember 2018 06:00 Nær hundrað milljónir árlega til þingflokka Gert ráð fyrir að stjórnmálasamtök með minnst einn kjörinn þingmann eigi rétt á 12 milljónum úr ríkissjóði á ári. Þakið á styrkjum einstaklinga til flokka verður einnig hækkað úr 400 þúsund í 550 þúsund krónur á ári. 8. desember 2018 08:29 Segir enga þörf á sautján nýjum aðstoðarmönnum Núverandi tillögur gera ráð fyrir því að sautján aðstoðarmenn deilist niður á þingflokkana í samræmi við þingstyrk þeirra. 13. nóvember 2018 11:13 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Fjöldi aðstoðarmanna ráðherra og alþingismanna verður kominn yfir 50 eftir tvö ár. Ráðnir verða 17 nýir aðstoðarmenn fyrir þingflokka á næstu árum og hafa þingflokksformenn komist að samkomulagi um hvernig þeim verður skipt milli þingflokka. Eftir áramót verða átta nýir aðstoðarmenn ráðnir, einn fyrir hvern þingflokk. Árið 2020 bætast fimm við og fjórir árið 2021. Síðari árin tvö verður aðstoðarmönnum þingflokka skipt milli þingflokka eftir reiknireglu D’Hondt og verður miðað við stærð þingflokka að frátöldum þeim þingmönnum sem þegar hafa aðstoðarmenn, þ.e. ráðherrar og formenn. Eftir að framangreint samkomulag formanna þingflokkanna náðist rétt fyrir síðustu mánaðamót minnkaði hins vegar þingflokkur Flokks fólksins um helming og fór úr fjórum þingmönnum í tvo og hinir brottreknu þingmenn eru orðnir óháðir þingmenn. Þegar frumvarp um þessar breytingar var rætt á Alþingi í vikunni kom fram í ræðu Birgis Ármannssonar að formenn þingflokka hafi rætt málið aftur í kjölfar þessara breytinga en ákveðið að hrófla ekki við samkomulaginu að svo stöddu. Því ber svo við að hinn tveggja manna þingflokkur Flokks fólksins verður kominn með þrjá starfsmenn eftir áramót. Hinir brottreknu, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, eru hins vegar á köldum klaka og fá engan aðstoðarmann. Í máli Birgis Ármannssonar kom þó einnig fram að verði frekari breytingar á stærð þingflokka á kjörtímabilinu verði fjöldi starfsmanna þeirra einnig tekinn til endurskoðunar. Af frumvarpinu er einnig ljóst að störf aðstoðarmannanna eru í eðli sínu pólitísk. Þannig er ráðningarsamband þeirra við þingið einungis formlegt því skrifstofustjóri ræður starfsmann að fenginni tillögu þingflokks. Ekki er skylt að auglýsa störfin og ráðningin er tímabundin og miðast að hámarki við lengd kjörtímabils. Birgir Ármannsson segir að sem pólitískir starfsmenn verði þeir líklega settir í önnur og pólitískari verkefni en þingmenn leiti til starfsmanna þingsins með og þeir gefi þingmönnum ábendingar sem eru í eðli sínu ekki eingöngu faglegar heldur einnig pólitískar. Birgir segir að með þessu geti þingmenn og þingflokkar átt þess kost að bæta upp og auka þekkingu innan þingflokka sinna. Hann segir að þegar hann var í stjórnarandstöðu hafi oft verið gagnlegt að hafa einhvern að leita til. „Þetta er gott mál og þýðir að ég og aðrir þingmenn getum sinnt starfinu sem kjósendur hafa treyst okkur fyrir enn betur,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, og bætir við: „Það eru ekki allir alþingismenn lögfræðingar og hagfræðingar sem betur fer. Við viljum hafa alls konar fólk á þingi; fólk með alls konar styrkleika og úr öllum stéttum og þjóðfélagshópum. Allt þetta fólk þarf að geta sinnt starfinu sínu óháð menntun og fyrri starfsreynslu. Þess vegna er aðstoðarmannakerfið svo mikilvægt. Persónulega finnst mér að við ættum að ganga miklu lengra. Mér finnst að hver og einn þingmaður ætti að hafa sinn eigin aðstoðarmann,“ segir Jón Þór.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Úthlutun sautján aðstoðarmanna rædd Aðstoðarmönnum þingflokka mun fjölga um sautján en óvíst er í hvaða skrefum það verður gert. Þingflokkar munu áfram geta ráðið aukaaðstoð á eigin kostnað. Ekki samstaða um hvort stærri flokkar fái aðstoðarmenn fyrst eða hvort allir skuli fá jafn marga í upphafo 12. nóvember 2018 06:00 Nær hundrað milljónir árlega til þingflokka Gert ráð fyrir að stjórnmálasamtök með minnst einn kjörinn þingmann eigi rétt á 12 milljónum úr ríkissjóði á ári. Þakið á styrkjum einstaklinga til flokka verður einnig hækkað úr 400 þúsund í 550 þúsund krónur á ári. 8. desember 2018 08:29 Segir enga þörf á sautján nýjum aðstoðarmönnum Núverandi tillögur gera ráð fyrir því að sautján aðstoðarmenn deilist niður á þingflokkana í samræmi við þingstyrk þeirra. 13. nóvember 2018 11:13 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Úthlutun sautján aðstoðarmanna rædd Aðstoðarmönnum þingflokka mun fjölga um sautján en óvíst er í hvaða skrefum það verður gert. Þingflokkar munu áfram geta ráðið aukaaðstoð á eigin kostnað. Ekki samstaða um hvort stærri flokkar fái aðstoðarmenn fyrst eða hvort allir skuli fá jafn marga í upphafo 12. nóvember 2018 06:00
Nær hundrað milljónir árlega til þingflokka Gert ráð fyrir að stjórnmálasamtök með minnst einn kjörinn þingmann eigi rétt á 12 milljónum úr ríkissjóði á ári. Þakið á styrkjum einstaklinga til flokka verður einnig hækkað úr 400 þúsund í 550 þúsund krónur á ári. 8. desember 2018 08:29
Segir enga þörf á sautján nýjum aðstoðarmönnum Núverandi tillögur gera ráð fyrir því að sautján aðstoðarmenn deilist niður á þingflokkana í samræmi við þingstyrk þeirra. 13. nóvember 2018 11:13