Vilja vissu fyrir bindandi íbúakosningu um kísilver Sighvatur Jónsson skrifar 16. desember 2018 12:00 Hátt í 3.000 manns hafa skrifað undir áskorun til bæjaryfirvalda um íbúakosningu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Formaður anstæðinga stóriðju í Helguvík segist vilja fá vissu fyrir því að bindandi íbúakosning um kísilver fari fram í Reykjanesbæ. Skriflegri undirskriftarsöfnun verður haldið áfram til áramóta eftir að rafrænu ferli lauk. Hátt í 3.000 manns hafa skrifað undir áskorun til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um að efnt verði til bindandi íbúakosningar um framtíð stóriðju í Helguvík. Er þar bæði vísað til hugsanlegrar endurræsingar kísilversins í Helguvík og hvort önnur verksmiðja á vegum Thorsil verði reist í bæjarfélaginu.Undirskriftum safnað áfram Það þarf 2.700 undirskriftir til að ná 20% íbúa markinu sem gerir sveitarfélaginu skylt að bregðast við. Einar Már Atlason, formaður andstæðinga stóriðju í Helguvík, segir að verið sé að fara yfir undirskriftirnar. Hann hefur ekki áhyggjur af því hvort tilskyldum fjölda undirskrifta verði náð þar sem áfram verði safnað skriflegum undirskriftum til áramóta. „Ég var í Sporthúsinu og safnaði 100 undirskriftum á einum og hálfum tíma. Það gengur vel, fólk finnur skyldu sína til þess að taka þátt í þessu með okkur.“Ekki nóg að halda Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, sagði í samtali við RÚV í gær að óháð fjölda undirskrifta sé vilji bæjarins að leita álits íbúa varðandi framtíð Helguvíkur. Hann sagðist halda að íbúakosning fari fram. „Já, halda er orð sem ég tek með varúð. Það er ekki nóg að halda, við þurfum að fá vissu fyrir því að íbúar ráði þessu,“ segir Einar Már í samtali við fréttastofu. United Silicon Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Formaður anstæðinga stóriðju í Helguvík segist vilja fá vissu fyrir því að bindandi íbúakosning um kísilver fari fram í Reykjanesbæ. Skriflegri undirskriftarsöfnun verður haldið áfram til áramóta eftir að rafrænu ferli lauk. Hátt í 3.000 manns hafa skrifað undir áskorun til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um að efnt verði til bindandi íbúakosningar um framtíð stóriðju í Helguvík. Er þar bæði vísað til hugsanlegrar endurræsingar kísilversins í Helguvík og hvort önnur verksmiðja á vegum Thorsil verði reist í bæjarfélaginu.Undirskriftum safnað áfram Það þarf 2.700 undirskriftir til að ná 20% íbúa markinu sem gerir sveitarfélaginu skylt að bregðast við. Einar Már Atlason, formaður andstæðinga stóriðju í Helguvík, segir að verið sé að fara yfir undirskriftirnar. Hann hefur ekki áhyggjur af því hvort tilskyldum fjölda undirskrifta verði náð þar sem áfram verði safnað skriflegum undirskriftum til áramóta. „Ég var í Sporthúsinu og safnaði 100 undirskriftum á einum og hálfum tíma. Það gengur vel, fólk finnur skyldu sína til þess að taka þátt í þessu með okkur.“Ekki nóg að halda Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, sagði í samtali við RÚV í gær að óháð fjölda undirskrifta sé vilji bæjarins að leita álits íbúa varðandi framtíð Helguvíkur. Hann sagðist halda að íbúakosning fari fram. „Já, halda er orð sem ég tek með varúð. Það er ekki nóg að halda, við þurfum að fá vissu fyrir því að íbúar ráði þessu,“ segir Einar Már í samtali við fréttastofu.
United Silicon Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira