Vilja auglýsingaskyldu um sendiherrastöður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. desember 2018 15:38 Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir að meint pólitísk hrossakaup með sendiherraembætti hafi tvímælalaust verið hvatinn að baki þeirri ákvörðun að leggja málið fram að nýju en Björt framtíð hefur tvívegis lagt málið fram. visir/vilhelm Nokkrir þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar hafa lagt frumvarp til laga um breytingu á skipun ráðuneytisstjóra og sendiherra. Breytingin felur í sér að skylt verði að auglýsa lausar stöður sendiherra og ráðuneytisstjóra þannig allir sem hafa áhuga á starfinu fái tækifæri til að sækja um. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir að meint pólitísk hrossakaup með sendiherraembætti hafi tvímælalaust verið hvatinn að baki þeirri ákvörðun að leggja málið fram að nýju en Björt framtíð hefur tvívegis lagt málið fram.Meint hrossakaup með sendiherraembætti Á Klaustursupptökunum svokölluðu hélt Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra því fram að árið 2014 hefði hann skipað Árna Þór Sigurðsson sendiherra til að draga athygli frá skipan Geirs H. Haarde í stöðu sendiherra í Washington. Þá kom fram á upptökunum að Gunnar Bragi hafi talið sig eiga inni að verða sjálfur skipaður sendiherra sem endurgjald fyrir skipanina. Á upptökunni mátti þá einnig heyra Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins staðfesta frásögn Gunnars Braga. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi „fylgt málinu vel eftir“.Hvorki Gunnar Bragi né Sigmundur Davíð svöruðu fundarboðum stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis boðaði til opins fundar um málið. Til stóð að ræða við Sigmund Davíð, Gunnar Braga, Bjarna og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra en hvorki Sigmundur né Gunnar Bragi svöruðu ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar. Fundinum verður því frestað þangað til eftir áramót.Annar háttur hafður á í Danmörku, Noregi og Finnlandi Flutningsmenn segja að frumvarpið sé liður í því að auka gagnsæi og aðhald í stjórnsýslunni. Hingað til hefur það tíðkast að skipunarvald sendiherra og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins sé pólitískt og í höndum utanríkisráðherra hverju sinni. Í frumvarpinu kemur fram að hjá öðrum Norðurlandaþjóðum sé annar háttur hafður á við skipun sendiherra og ráðuneytisstjóra. „Í Danmörku, Noregi, og Finnlandi tíðkast ekki að einstaklingar sem ekki starfa þegar innan utanríkisþjónustunnar séu skipaðir í störf sendiherra án þess að staðan hafi áður verið auglýst laus til umsóknar.“ Almennt séu lausar stöður sendiherra auglýstar innan utanríkisþjónustunnar þannig að starfsmenn sem hafa starfað innan utanríkisþjónustunnar um árabil gefst kostur á að sækja um starfið. „Telja verður að þau sjónarmið sem búa að baki skyldunni til að auglýsa opinber störf og birta upplýsingar um umsækjendur sé þess óskað hafi mjög mikið vægi með tilliti til vandaðrar stjórnsýslu í þágu almennings, jafnræðis og gagnsæis við meðferð opinbers valds.“ Ákvörðunarferlið verður að vera gagnsætt og hafið yfir vafa og tortryggni eins og frekast er unnt segir í frumvarpinu. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvíst hvort Sigmundur og Gunnar Bragi mæti á nefndarfund um sendiherrakapal Hvorugur þeirra hefur svarað fundarboði. 11. desember 2018 14:42 Fundur nefndar um sendiherrastöður verður opinn Fyrirhugaður fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þar sem fjallað verður um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar á Klaustur um skipanir í sendiherrastöður, verður opinn. 10. desember 2018 13:27 Svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við Vísi að opna fundinum verði frestað og reynt að hafa hann í janúar þegar þing kemur saman á ný eftir jólahlé. 12. desember 2018 09:21 Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Nokkrir þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar hafa lagt frumvarp til laga um breytingu á skipun ráðuneytisstjóra og sendiherra. Breytingin felur í sér að skylt verði að auglýsa lausar stöður sendiherra og ráðuneytisstjóra þannig allir sem hafa áhuga á starfinu fái tækifæri til að sækja um. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir að meint pólitísk hrossakaup með sendiherraembætti hafi tvímælalaust verið hvatinn að baki þeirri ákvörðun að leggja málið fram að nýju en Björt framtíð hefur tvívegis lagt málið fram.Meint hrossakaup með sendiherraembætti Á Klaustursupptökunum svokölluðu hélt Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra því fram að árið 2014 hefði hann skipað Árna Þór Sigurðsson sendiherra til að draga athygli frá skipan Geirs H. Haarde í stöðu sendiherra í Washington. Þá kom fram á upptökunum að Gunnar Bragi hafi talið sig eiga inni að verða sjálfur skipaður sendiherra sem endurgjald fyrir skipanina. Á upptökunni mátti þá einnig heyra Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins staðfesta frásögn Gunnars Braga. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi „fylgt málinu vel eftir“.Hvorki Gunnar Bragi né Sigmundur Davíð svöruðu fundarboðum stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis boðaði til opins fundar um málið. Til stóð að ræða við Sigmund Davíð, Gunnar Braga, Bjarna og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra en hvorki Sigmundur né Gunnar Bragi svöruðu ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar. Fundinum verður því frestað þangað til eftir áramót.Annar háttur hafður á í Danmörku, Noregi og Finnlandi Flutningsmenn segja að frumvarpið sé liður í því að auka gagnsæi og aðhald í stjórnsýslunni. Hingað til hefur það tíðkast að skipunarvald sendiherra og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins sé pólitískt og í höndum utanríkisráðherra hverju sinni. Í frumvarpinu kemur fram að hjá öðrum Norðurlandaþjóðum sé annar háttur hafður á við skipun sendiherra og ráðuneytisstjóra. „Í Danmörku, Noregi, og Finnlandi tíðkast ekki að einstaklingar sem ekki starfa þegar innan utanríkisþjónustunnar séu skipaðir í störf sendiherra án þess að staðan hafi áður verið auglýst laus til umsóknar.“ Almennt séu lausar stöður sendiherra auglýstar innan utanríkisþjónustunnar þannig að starfsmenn sem hafa starfað innan utanríkisþjónustunnar um árabil gefst kostur á að sækja um starfið. „Telja verður að þau sjónarmið sem búa að baki skyldunni til að auglýsa opinber störf og birta upplýsingar um umsækjendur sé þess óskað hafi mjög mikið vægi með tilliti til vandaðrar stjórnsýslu í þágu almennings, jafnræðis og gagnsæis við meðferð opinbers valds.“ Ákvörðunarferlið verður að vera gagnsætt og hafið yfir vafa og tortryggni eins og frekast er unnt segir í frumvarpinu.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvíst hvort Sigmundur og Gunnar Bragi mæti á nefndarfund um sendiherrakapal Hvorugur þeirra hefur svarað fundarboði. 11. desember 2018 14:42 Fundur nefndar um sendiherrastöður verður opinn Fyrirhugaður fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þar sem fjallað verður um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar á Klaustur um skipanir í sendiherrastöður, verður opinn. 10. desember 2018 13:27 Svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við Vísi að opna fundinum verði frestað og reynt að hafa hann í janúar þegar þing kemur saman á ný eftir jólahlé. 12. desember 2018 09:21 Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Óvíst hvort Sigmundur og Gunnar Bragi mæti á nefndarfund um sendiherrakapal Hvorugur þeirra hefur svarað fundarboði. 11. desember 2018 14:42
Fundur nefndar um sendiherrastöður verður opinn Fyrirhugaður fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þar sem fjallað verður um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar á Klaustur um skipanir í sendiherrastöður, verður opinn. 10. desember 2018 13:27
Svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við Vísi að opna fundinum verði frestað og reynt að hafa hann í janúar þegar þing kemur saman á ný eftir jólahlé. 12. desember 2018 09:21
Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15