Kaupin á gula vestinu ekki í nafni VR Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. desember 2018 21:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera að boða óeirðir í nafni félagsins þó svo að hann hafi hvatt til kaupa á gulum vestum, eins og þeim sem notuð hafa verið í Frakklandi. Hann vísar öllu tali um að skarkali í verkalýðshreyfingunni hafi grafið undan krónunni á bug.Gul vesti eru orðin táknmynd fyrir þau hörðu mótmæli sem sett hafa svip á franskar stórborgir síðustu helgar. Átta Frakkar hafa látið lífið í mótmælunum, auk þess sem mótmælendur hafa valdið miklu eignatjóni. Íslenskir verkalýðsforingjar hafa nú sótt innblástur í frönsku mótmælin og segjast vera farnir að panta gul vesti. En hvað þýðir það? Er verkalýðshreyfingin að boða óeirðir og skemmdarverk? „Alls ekki, alls ekki. Það er langt í frá. Það eina sem ég er að gera - og þetta er ég að gera sem persóna. Ég er ekki að gera þetta í nafni félagsins – er að kaupa mér gult vesti til að lýsa yfir vonbrigðum mínum með stjórnmálin. Þetta er kannski mín leið til að segja þjóðinni að ég er búinn að fá nóg af þessu ástandi. Ef einhverjir fleiri vilja vesti þá geta þeir haft samband við mig og það er svo fólki algjörlega frjálst hvað það gerir í kjölfarið en ég mun aldrei styðja ofbeldi,“ segir Ragnar Þór.Sjá einnig: Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almenningsGylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í yfirlýsingum verkalýðshreyfingarinnar geti að endingu bitnað á lífskjörum almennings í íslenska krónuhagkerfinu. Ragnar Þór gefur lítið fyrir áhyggjur prófessorsins. „Ég er algjörlega ósammála þessu. Ef það er skarkali að það heyrist eitthvað lífsmark frá verkalýðshreyfingunni þá verður það bara að vera þannig ef honum finnst það. Það er margt að í okkar samfélagi og ég held að orsakir veikingu krónunnar getum við ekki verið að rekja til verkalýðshreyfingarinnar eða kröfugerðarinnar því kröfugerðin sem slík er mjög ábyrg. Hún snýr að kerfisbreytingum fyrst og fremst. Kerfisbreytingum sem kosta ekki neitt og þurfa ekki að kosta neitt þannig að ég hafna þessu og vísa þessu algjörlega á bug.“ Efnahagsmál Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Raunverulegar kerfisbreytingar lykill að sátt á vinnumarkaði Formaður VR segir að það ætti að skýrast í lok vikunnar hvort samningsaðilar nái saman eða kjaraviðræðum verði vísað til ríkissáttasemjara. Launaliðurinn hafi þegar verið ræddur lítillega en ýmis mál séu í vinnslu. 11. desember 2018 07:30 Forystumenn verkalýðs- og stéttarfélaga fá sér gul vesti fyrir átök vetrarins Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafa báðir fengið sér gul vesti í anda mótmælanna í Frakklandi. Þá voru vestin seld á markaði Sósíalistaflokksins í dag sem haldinn var til styrktar bágstaddra. Flokksmenn segja að nota megi vestin í átökum vetrarins. 15. desember 2018 19:00 Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almennings Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í orðum geti að endingu komið niður á lífskjörum almennings í landinu. Hann bendir á að lífskjör á Íslandi séu almennt góð og að þegar sest er að samningaborði á vinnumarkaði verði að semja af ábyrgð. 16. desember 2018 13:19 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera að boða óeirðir í nafni félagsins þó svo að hann hafi hvatt til kaupa á gulum vestum, eins og þeim sem notuð hafa verið í Frakklandi. Hann vísar öllu tali um að skarkali í verkalýðshreyfingunni hafi grafið undan krónunni á bug.Gul vesti eru orðin táknmynd fyrir þau hörðu mótmæli sem sett hafa svip á franskar stórborgir síðustu helgar. Átta Frakkar hafa látið lífið í mótmælunum, auk þess sem mótmælendur hafa valdið miklu eignatjóni. Íslenskir verkalýðsforingjar hafa nú sótt innblástur í frönsku mótmælin og segjast vera farnir að panta gul vesti. En hvað þýðir það? Er verkalýðshreyfingin að boða óeirðir og skemmdarverk? „Alls ekki, alls ekki. Það er langt í frá. Það eina sem ég er að gera - og þetta er ég að gera sem persóna. Ég er ekki að gera þetta í nafni félagsins – er að kaupa mér gult vesti til að lýsa yfir vonbrigðum mínum með stjórnmálin. Þetta er kannski mín leið til að segja þjóðinni að ég er búinn að fá nóg af þessu ástandi. Ef einhverjir fleiri vilja vesti þá geta þeir haft samband við mig og það er svo fólki algjörlega frjálst hvað það gerir í kjölfarið en ég mun aldrei styðja ofbeldi,“ segir Ragnar Þór.Sjá einnig: Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almenningsGylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í yfirlýsingum verkalýðshreyfingarinnar geti að endingu bitnað á lífskjörum almennings í íslenska krónuhagkerfinu. Ragnar Þór gefur lítið fyrir áhyggjur prófessorsins. „Ég er algjörlega ósammála þessu. Ef það er skarkali að það heyrist eitthvað lífsmark frá verkalýðshreyfingunni þá verður það bara að vera þannig ef honum finnst það. Það er margt að í okkar samfélagi og ég held að orsakir veikingu krónunnar getum við ekki verið að rekja til verkalýðshreyfingarinnar eða kröfugerðarinnar því kröfugerðin sem slík er mjög ábyrg. Hún snýr að kerfisbreytingum fyrst og fremst. Kerfisbreytingum sem kosta ekki neitt og þurfa ekki að kosta neitt þannig að ég hafna þessu og vísa þessu algjörlega á bug.“
Efnahagsmál Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Raunverulegar kerfisbreytingar lykill að sátt á vinnumarkaði Formaður VR segir að það ætti að skýrast í lok vikunnar hvort samningsaðilar nái saman eða kjaraviðræðum verði vísað til ríkissáttasemjara. Launaliðurinn hafi þegar verið ræddur lítillega en ýmis mál séu í vinnslu. 11. desember 2018 07:30 Forystumenn verkalýðs- og stéttarfélaga fá sér gul vesti fyrir átök vetrarins Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafa báðir fengið sér gul vesti í anda mótmælanna í Frakklandi. Þá voru vestin seld á markaði Sósíalistaflokksins í dag sem haldinn var til styrktar bágstaddra. Flokksmenn segja að nota megi vestin í átökum vetrarins. 15. desember 2018 19:00 Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almennings Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í orðum geti að endingu komið niður á lífskjörum almennings í landinu. Hann bendir á að lífskjör á Íslandi séu almennt góð og að þegar sest er að samningaborði á vinnumarkaði verði að semja af ábyrgð. 16. desember 2018 13:19 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Sjá meira
Raunverulegar kerfisbreytingar lykill að sátt á vinnumarkaði Formaður VR segir að það ætti að skýrast í lok vikunnar hvort samningsaðilar nái saman eða kjaraviðræðum verði vísað til ríkissáttasemjara. Launaliðurinn hafi þegar verið ræddur lítillega en ýmis mál séu í vinnslu. 11. desember 2018 07:30
Forystumenn verkalýðs- og stéttarfélaga fá sér gul vesti fyrir átök vetrarins Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafa báðir fengið sér gul vesti í anda mótmælanna í Frakklandi. Þá voru vestin seld á markaði Sósíalistaflokksins í dag sem haldinn var til styrktar bágstaddra. Flokksmenn segja að nota megi vestin í átökum vetrarins. 15. desember 2018 19:00
Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almennings Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í orðum geti að endingu komið niður á lífskjörum almennings í landinu. Hann bendir á að lífskjör á Íslandi séu almennt góð og að þegar sest er að samningaborði á vinnumarkaði verði að semja af ábyrgð. 16. desember 2018 13:19