Kaupin á gula vestinu ekki í nafni VR Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. desember 2018 21:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera að boða óeirðir í nafni félagsins þó svo að hann hafi hvatt til kaupa á gulum vestum, eins og þeim sem notuð hafa verið í Frakklandi. Hann vísar öllu tali um að skarkali í verkalýðshreyfingunni hafi grafið undan krónunni á bug.Gul vesti eru orðin táknmynd fyrir þau hörðu mótmæli sem sett hafa svip á franskar stórborgir síðustu helgar. Átta Frakkar hafa látið lífið í mótmælunum, auk þess sem mótmælendur hafa valdið miklu eignatjóni. Íslenskir verkalýðsforingjar hafa nú sótt innblástur í frönsku mótmælin og segjast vera farnir að panta gul vesti. En hvað þýðir það? Er verkalýðshreyfingin að boða óeirðir og skemmdarverk? „Alls ekki, alls ekki. Það er langt í frá. Það eina sem ég er að gera - og þetta er ég að gera sem persóna. Ég er ekki að gera þetta í nafni félagsins – er að kaupa mér gult vesti til að lýsa yfir vonbrigðum mínum með stjórnmálin. Þetta er kannski mín leið til að segja þjóðinni að ég er búinn að fá nóg af þessu ástandi. Ef einhverjir fleiri vilja vesti þá geta þeir haft samband við mig og það er svo fólki algjörlega frjálst hvað það gerir í kjölfarið en ég mun aldrei styðja ofbeldi,“ segir Ragnar Þór.Sjá einnig: Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almenningsGylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í yfirlýsingum verkalýðshreyfingarinnar geti að endingu bitnað á lífskjörum almennings í íslenska krónuhagkerfinu. Ragnar Þór gefur lítið fyrir áhyggjur prófessorsins. „Ég er algjörlega ósammála þessu. Ef það er skarkali að það heyrist eitthvað lífsmark frá verkalýðshreyfingunni þá verður það bara að vera þannig ef honum finnst það. Það er margt að í okkar samfélagi og ég held að orsakir veikingu krónunnar getum við ekki verið að rekja til verkalýðshreyfingarinnar eða kröfugerðarinnar því kröfugerðin sem slík er mjög ábyrg. Hún snýr að kerfisbreytingum fyrst og fremst. Kerfisbreytingum sem kosta ekki neitt og þurfa ekki að kosta neitt þannig að ég hafna þessu og vísa þessu algjörlega á bug.“ Efnahagsmál Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Raunverulegar kerfisbreytingar lykill að sátt á vinnumarkaði Formaður VR segir að það ætti að skýrast í lok vikunnar hvort samningsaðilar nái saman eða kjaraviðræðum verði vísað til ríkissáttasemjara. Launaliðurinn hafi þegar verið ræddur lítillega en ýmis mál séu í vinnslu. 11. desember 2018 07:30 Forystumenn verkalýðs- og stéttarfélaga fá sér gul vesti fyrir átök vetrarins Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafa báðir fengið sér gul vesti í anda mótmælanna í Frakklandi. Þá voru vestin seld á markaði Sósíalistaflokksins í dag sem haldinn var til styrktar bágstaddra. Flokksmenn segja að nota megi vestin í átökum vetrarins. 15. desember 2018 19:00 Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almennings Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í orðum geti að endingu komið niður á lífskjörum almennings í landinu. Hann bendir á að lífskjör á Íslandi séu almennt góð og að þegar sest er að samningaborði á vinnumarkaði verði að semja af ábyrgð. 16. desember 2018 13:19 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera að boða óeirðir í nafni félagsins þó svo að hann hafi hvatt til kaupa á gulum vestum, eins og þeim sem notuð hafa verið í Frakklandi. Hann vísar öllu tali um að skarkali í verkalýðshreyfingunni hafi grafið undan krónunni á bug.Gul vesti eru orðin táknmynd fyrir þau hörðu mótmæli sem sett hafa svip á franskar stórborgir síðustu helgar. Átta Frakkar hafa látið lífið í mótmælunum, auk þess sem mótmælendur hafa valdið miklu eignatjóni. Íslenskir verkalýðsforingjar hafa nú sótt innblástur í frönsku mótmælin og segjast vera farnir að panta gul vesti. En hvað þýðir það? Er verkalýðshreyfingin að boða óeirðir og skemmdarverk? „Alls ekki, alls ekki. Það er langt í frá. Það eina sem ég er að gera - og þetta er ég að gera sem persóna. Ég er ekki að gera þetta í nafni félagsins – er að kaupa mér gult vesti til að lýsa yfir vonbrigðum mínum með stjórnmálin. Þetta er kannski mín leið til að segja þjóðinni að ég er búinn að fá nóg af þessu ástandi. Ef einhverjir fleiri vilja vesti þá geta þeir haft samband við mig og það er svo fólki algjörlega frjálst hvað það gerir í kjölfarið en ég mun aldrei styðja ofbeldi,“ segir Ragnar Þór.Sjá einnig: Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almenningsGylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í yfirlýsingum verkalýðshreyfingarinnar geti að endingu bitnað á lífskjörum almennings í íslenska krónuhagkerfinu. Ragnar Þór gefur lítið fyrir áhyggjur prófessorsins. „Ég er algjörlega ósammála þessu. Ef það er skarkali að það heyrist eitthvað lífsmark frá verkalýðshreyfingunni þá verður það bara að vera þannig ef honum finnst það. Það er margt að í okkar samfélagi og ég held að orsakir veikingu krónunnar getum við ekki verið að rekja til verkalýðshreyfingarinnar eða kröfugerðarinnar því kröfugerðin sem slík er mjög ábyrg. Hún snýr að kerfisbreytingum fyrst og fremst. Kerfisbreytingum sem kosta ekki neitt og þurfa ekki að kosta neitt þannig að ég hafna þessu og vísa þessu algjörlega á bug.“
Efnahagsmál Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Raunverulegar kerfisbreytingar lykill að sátt á vinnumarkaði Formaður VR segir að það ætti að skýrast í lok vikunnar hvort samningsaðilar nái saman eða kjaraviðræðum verði vísað til ríkissáttasemjara. Launaliðurinn hafi þegar verið ræddur lítillega en ýmis mál séu í vinnslu. 11. desember 2018 07:30 Forystumenn verkalýðs- og stéttarfélaga fá sér gul vesti fyrir átök vetrarins Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafa báðir fengið sér gul vesti í anda mótmælanna í Frakklandi. Þá voru vestin seld á markaði Sósíalistaflokksins í dag sem haldinn var til styrktar bágstaddra. Flokksmenn segja að nota megi vestin í átökum vetrarins. 15. desember 2018 19:00 Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almennings Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í orðum geti að endingu komið niður á lífskjörum almennings í landinu. Hann bendir á að lífskjör á Íslandi séu almennt góð og að þegar sest er að samningaborði á vinnumarkaði verði að semja af ábyrgð. 16. desember 2018 13:19 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Raunverulegar kerfisbreytingar lykill að sátt á vinnumarkaði Formaður VR segir að það ætti að skýrast í lok vikunnar hvort samningsaðilar nái saman eða kjaraviðræðum verði vísað til ríkissáttasemjara. Launaliðurinn hafi þegar verið ræddur lítillega en ýmis mál séu í vinnslu. 11. desember 2018 07:30
Forystumenn verkalýðs- og stéttarfélaga fá sér gul vesti fyrir átök vetrarins Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafa báðir fengið sér gul vesti í anda mótmælanna í Frakklandi. Þá voru vestin seld á markaði Sósíalistaflokksins í dag sem haldinn var til styrktar bágstaddra. Flokksmenn segja að nota megi vestin í átökum vetrarins. 15. desember 2018 19:00
Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almennings Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í orðum geti að endingu komið niður á lífskjörum almennings í landinu. Hann bendir á að lífskjör á Íslandi séu almennt góð og að þegar sest er að samningaborði á vinnumarkaði verði að semja af ábyrgð. 16. desember 2018 13:19