Kaupin á gula vestinu ekki í nafni VR Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. desember 2018 21:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera að boða óeirðir í nafni félagsins þó svo að hann hafi hvatt til kaupa á gulum vestum, eins og þeim sem notuð hafa verið í Frakklandi. Hann vísar öllu tali um að skarkali í verkalýðshreyfingunni hafi grafið undan krónunni á bug.Gul vesti eru orðin táknmynd fyrir þau hörðu mótmæli sem sett hafa svip á franskar stórborgir síðustu helgar. Átta Frakkar hafa látið lífið í mótmælunum, auk þess sem mótmælendur hafa valdið miklu eignatjóni. Íslenskir verkalýðsforingjar hafa nú sótt innblástur í frönsku mótmælin og segjast vera farnir að panta gul vesti. En hvað þýðir það? Er verkalýðshreyfingin að boða óeirðir og skemmdarverk? „Alls ekki, alls ekki. Það er langt í frá. Það eina sem ég er að gera - og þetta er ég að gera sem persóna. Ég er ekki að gera þetta í nafni félagsins – er að kaupa mér gult vesti til að lýsa yfir vonbrigðum mínum með stjórnmálin. Þetta er kannski mín leið til að segja þjóðinni að ég er búinn að fá nóg af þessu ástandi. Ef einhverjir fleiri vilja vesti þá geta þeir haft samband við mig og það er svo fólki algjörlega frjálst hvað það gerir í kjölfarið en ég mun aldrei styðja ofbeldi,“ segir Ragnar Þór.Sjá einnig: Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almenningsGylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í yfirlýsingum verkalýðshreyfingarinnar geti að endingu bitnað á lífskjörum almennings í íslenska krónuhagkerfinu. Ragnar Þór gefur lítið fyrir áhyggjur prófessorsins. „Ég er algjörlega ósammála þessu. Ef það er skarkali að það heyrist eitthvað lífsmark frá verkalýðshreyfingunni þá verður það bara að vera þannig ef honum finnst það. Það er margt að í okkar samfélagi og ég held að orsakir veikingu krónunnar getum við ekki verið að rekja til verkalýðshreyfingarinnar eða kröfugerðarinnar því kröfugerðin sem slík er mjög ábyrg. Hún snýr að kerfisbreytingum fyrst og fremst. Kerfisbreytingum sem kosta ekki neitt og þurfa ekki að kosta neitt þannig að ég hafna þessu og vísa þessu algjörlega á bug.“ Efnahagsmál Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Raunverulegar kerfisbreytingar lykill að sátt á vinnumarkaði Formaður VR segir að það ætti að skýrast í lok vikunnar hvort samningsaðilar nái saman eða kjaraviðræðum verði vísað til ríkissáttasemjara. Launaliðurinn hafi þegar verið ræddur lítillega en ýmis mál séu í vinnslu. 11. desember 2018 07:30 Forystumenn verkalýðs- og stéttarfélaga fá sér gul vesti fyrir átök vetrarins Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafa báðir fengið sér gul vesti í anda mótmælanna í Frakklandi. Þá voru vestin seld á markaði Sósíalistaflokksins í dag sem haldinn var til styrktar bágstaddra. Flokksmenn segja að nota megi vestin í átökum vetrarins. 15. desember 2018 19:00 Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almennings Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í orðum geti að endingu komið niður á lífskjörum almennings í landinu. Hann bendir á að lífskjör á Íslandi séu almennt góð og að þegar sest er að samningaborði á vinnumarkaði verði að semja af ábyrgð. 16. desember 2018 13:19 Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera að boða óeirðir í nafni félagsins þó svo að hann hafi hvatt til kaupa á gulum vestum, eins og þeim sem notuð hafa verið í Frakklandi. Hann vísar öllu tali um að skarkali í verkalýðshreyfingunni hafi grafið undan krónunni á bug.Gul vesti eru orðin táknmynd fyrir þau hörðu mótmæli sem sett hafa svip á franskar stórborgir síðustu helgar. Átta Frakkar hafa látið lífið í mótmælunum, auk þess sem mótmælendur hafa valdið miklu eignatjóni. Íslenskir verkalýðsforingjar hafa nú sótt innblástur í frönsku mótmælin og segjast vera farnir að panta gul vesti. En hvað þýðir það? Er verkalýðshreyfingin að boða óeirðir og skemmdarverk? „Alls ekki, alls ekki. Það er langt í frá. Það eina sem ég er að gera - og þetta er ég að gera sem persóna. Ég er ekki að gera þetta í nafni félagsins – er að kaupa mér gult vesti til að lýsa yfir vonbrigðum mínum með stjórnmálin. Þetta er kannski mín leið til að segja þjóðinni að ég er búinn að fá nóg af þessu ástandi. Ef einhverjir fleiri vilja vesti þá geta þeir haft samband við mig og það er svo fólki algjörlega frjálst hvað það gerir í kjölfarið en ég mun aldrei styðja ofbeldi,“ segir Ragnar Þór.Sjá einnig: Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almenningsGylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í yfirlýsingum verkalýðshreyfingarinnar geti að endingu bitnað á lífskjörum almennings í íslenska krónuhagkerfinu. Ragnar Þór gefur lítið fyrir áhyggjur prófessorsins. „Ég er algjörlega ósammála þessu. Ef það er skarkali að það heyrist eitthvað lífsmark frá verkalýðshreyfingunni þá verður það bara að vera þannig ef honum finnst það. Það er margt að í okkar samfélagi og ég held að orsakir veikingu krónunnar getum við ekki verið að rekja til verkalýðshreyfingarinnar eða kröfugerðarinnar því kröfugerðin sem slík er mjög ábyrg. Hún snýr að kerfisbreytingum fyrst og fremst. Kerfisbreytingum sem kosta ekki neitt og þurfa ekki að kosta neitt þannig að ég hafna þessu og vísa þessu algjörlega á bug.“
Efnahagsmál Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Raunverulegar kerfisbreytingar lykill að sátt á vinnumarkaði Formaður VR segir að það ætti að skýrast í lok vikunnar hvort samningsaðilar nái saman eða kjaraviðræðum verði vísað til ríkissáttasemjara. Launaliðurinn hafi þegar verið ræddur lítillega en ýmis mál séu í vinnslu. 11. desember 2018 07:30 Forystumenn verkalýðs- og stéttarfélaga fá sér gul vesti fyrir átök vetrarins Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafa báðir fengið sér gul vesti í anda mótmælanna í Frakklandi. Þá voru vestin seld á markaði Sósíalistaflokksins í dag sem haldinn var til styrktar bágstaddra. Flokksmenn segja að nota megi vestin í átökum vetrarins. 15. desember 2018 19:00 Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almennings Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í orðum geti að endingu komið niður á lífskjörum almennings í landinu. Hann bendir á að lífskjör á Íslandi séu almennt góð og að þegar sest er að samningaborði á vinnumarkaði verði að semja af ábyrgð. 16. desember 2018 13:19 Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Sjá meira
Raunverulegar kerfisbreytingar lykill að sátt á vinnumarkaði Formaður VR segir að það ætti að skýrast í lok vikunnar hvort samningsaðilar nái saman eða kjaraviðræðum verði vísað til ríkissáttasemjara. Launaliðurinn hafi þegar verið ræddur lítillega en ýmis mál séu í vinnslu. 11. desember 2018 07:30
Forystumenn verkalýðs- og stéttarfélaga fá sér gul vesti fyrir átök vetrarins Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafa báðir fengið sér gul vesti í anda mótmælanna í Frakklandi. Þá voru vestin seld á markaði Sósíalistaflokksins í dag sem haldinn var til styrktar bágstaddra. Flokksmenn segja að nota megi vestin í átökum vetrarins. 15. desember 2018 19:00
Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almennings Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í orðum geti að endingu komið niður á lífskjörum almennings í landinu. Hann bendir á að lífskjör á Íslandi séu almennt góð og að þegar sest er að samningaborði á vinnumarkaði verði að semja af ábyrgð. 16. desember 2018 13:19