Bandamenn sagðir undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu án vitundar May Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. desember 2018 19:06 Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. Vísir/AP Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. Þetta er staðhæft í breska dagblaðinu Sunday Times. David Lidington þingmaður Íhaldsflokksins er þannig sagður hafa átt viðræður við þingmenn Verkamannaflokksins um að ná saman þverpólitískri samstöðu um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá hefur Gavin Barwell starfsmannastjóri Downingstrætis látið hafa eftir sér að ný þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit væri eina leiðin í þeirri stöðu sem er komin upp vegna Brexit-sáttmála forsætisráðherrans. Síðasta sunnudag fjallaði Sunday Times um fyrirætlanir forsætisráðherrans. Hún hefði í hyggju að slá atkvæðagreiðslunni í þinginu á frest. May þvertók fyrir fullyrðingar blaðamanns en annað kom á daginn nokkrum dögum síðar þegar hún tilkynnti í þinginu að hún hygðist fresta atkvæðagreiðslunni því Brexit-sáttmálinn hefði ekki meirihluta í þinginu. Barwell og Lidington neita því að hafa tekið þátt í baktjaldamakki með Verkamannaflokknum. Barwell sagði í tísti að hann teldi það ekki vera þjóðinni fyrir bestu að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu og þá ætti hann heldur ekki í viðræðum við þingmenn Verkamannaflokksins um að blása til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Damian Hinds menntamálaráðherra í Bretlandi sagði í samtali við Sky News að það stæði ekki til að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu til að leysa Brexit-deiluna. Hann bætti við að ný þjóðaratkvæðagreiðsla myndi auka á sundrungu á meðal bresku þjóðarinnar. „Við erum þegar búin að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og nú verðum við að framfylgja vilja þjóðarinnar.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31 Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að geta ekki stjórnað Bretlandi. 10. desember 2018 18:35 Fordæmir ákall Blair eftir nýrri Brexit atkvæðagreiðslu May segir Blair grafa undan BRexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 16. desember 2018 10:04 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. Þetta er staðhæft í breska dagblaðinu Sunday Times. David Lidington þingmaður Íhaldsflokksins er þannig sagður hafa átt viðræður við þingmenn Verkamannaflokksins um að ná saman þverpólitískri samstöðu um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá hefur Gavin Barwell starfsmannastjóri Downingstrætis látið hafa eftir sér að ný þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit væri eina leiðin í þeirri stöðu sem er komin upp vegna Brexit-sáttmála forsætisráðherrans. Síðasta sunnudag fjallaði Sunday Times um fyrirætlanir forsætisráðherrans. Hún hefði í hyggju að slá atkvæðagreiðslunni í þinginu á frest. May þvertók fyrir fullyrðingar blaðamanns en annað kom á daginn nokkrum dögum síðar þegar hún tilkynnti í þinginu að hún hygðist fresta atkvæðagreiðslunni því Brexit-sáttmálinn hefði ekki meirihluta í þinginu. Barwell og Lidington neita því að hafa tekið þátt í baktjaldamakki með Verkamannaflokknum. Barwell sagði í tísti að hann teldi það ekki vera þjóðinni fyrir bestu að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu og þá ætti hann heldur ekki í viðræðum við þingmenn Verkamannaflokksins um að blása til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Damian Hinds menntamálaráðherra í Bretlandi sagði í samtali við Sky News að það stæði ekki til að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu til að leysa Brexit-deiluna. Hann bætti við að ný þjóðaratkvæðagreiðsla myndi auka á sundrungu á meðal bresku þjóðarinnar. „Við erum þegar búin að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og nú verðum við að framfylgja vilja þjóðarinnar.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31 Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að geta ekki stjórnað Bretlandi. 10. desember 2018 18:35 Fordæmir ákall Blair eftir nýrri Brexit atkvæðagreiðslu May segir Blair grafa undan BRexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 16. desember 2018 10:04 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30
May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31
Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að geta ekki stjórnað Bretlandi. 10. desember 2018 18:35
Fordæmir ákall Blair eftir nýrri Brexit atkvæðagreiðslu May segir Blair grafa undan BRexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 16. desember 2018 10:04