Ákæra Goldman Sachs vegna spillingarmáls í Malasíu Kjartan Kjartansson skrifar 17. desember 2018 10:38 Risasnekkja sem lagt var hald á í rannsókn á spillingu í kringum fjárfestingasjóðinn 1MDB í Malasíu. Vísir/EPA Bandaríski bankinn Goldman Sachs og tveir fyrrverandi starfsmenn hans hafa verið ákærðir í tengslum við umfangsmikið spillingar- og peningaþvættismál í Malasíu. Forsvarsmenn bankans segja að ákærurnar misráðnar og að hann muni verjast þeim af krafti. Ákærurnar varða hneyksli í kringum opinberan fjárfestingasjóð sem nefnist 1MDB. Hneykslið átti þátt í að fella Najib Razak, fyrrverandi forsætisráðherra, í kosningum fyrr á þessu ári. Hann er sakaður um að hafa dregið sér um 700 milljónir dollara úr sjóðnum sem hann setti á fót. Goldman Sachs hefur verið sakaður um að taka þátt í að afla fjár í sjóðinn og er til rannsóknar í að minnsta kosti sex löndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Auk bankans sjálfs eru Tim Leissner, fyrrum stjórnarformaður bankans í Suðaustur-Asíu, og Roger Ng, framkvæmdastjóri, ákærðir í Malasíu. Einn fyrrverandi starfsmaður 1MDB hefur einnig verið ákærður. Ríkissaksóknari Malasíu segir að ákærurnar tengist þremur skuldabréfum sem dótturfélög 1MDB gáfu út sem Goldman Sachs kom í kring og skrifaði upp á. Leissner og Ng hafa einnig verið ákærðir í Bandaríkjunum vegna 1MDB. Leissner hefur játað að hafa lagt á ráðin um peningaþvætti og brot á lögum gegn mútuþægni. Tvímenningarnir voru ákærðir fyrir að hafa mútað opinberum embættismönnum til að afla 1MDB verkefni sem Goldman Sachs hagnaðist á. Bandarískir saksóknarar fullyrða að milljarðar dollara hafi horfið úr sjóðnum til að fjármagna kaup á listaverkum, fasteignum, einkaþotu og í einu tilfelli til að fjármagna Hollywood-kvikmyndina „Úlfurinn á Wall Street“. Asía Tengdar fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu handtekinn Búist er við því að Najib Razak verði ákærður vegna spillingar á morgun. 3. júlí 2018 10:28 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandaríski bankinn Goldman Sachs og tveir fyrrverandi starfsmenn hans hafa verið ákærðir í tengslum við umfangsmikið spillingar- og peningaþvættismál í Malasíu. Forsvarsmenn bankans segja að ákærurnar misráðnar og að hann muni verjast þeim af krafti. Ákærurnar varða hneyksli í kringum opinberan fjárfestingasjóð sem nefnist 1MDB. Hneykslið átti þátt í að fella Najib Razak, fyrrverandi forsætisráðherra, í kosningum fyrr á þessu ári. Hann er sakaður um að hafa dregið sér um 700 milljónir dollara úr sjóðnum sem hann setti á fót. Goldman Sachs hefur verið sakaður um að taka þátt í að afla fjár í sjóðinn og er til rannsóknar í að minnsta kosti sex löndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Auk bankans sjálfs eru Tim Leissner, fyrrum stjórnarformaður bankans í Suðaustur-Asíu, og Roger Ng, framkvæmdastjóri, ákærðir í Malasíu. Einn fyrrverandi starfsmaður 1MDB hefur einnig verið ákærður. Ríkissaksóknari Malasíu segir að ákærurnar tengist þremur skuldabréfum sem dótturfélög 1MDB gáfu út sem Goldman Sachs kom í kring og skrifaði upp á. Leissner og Ng hafa einnig verið ákærðir í Bandaríkjunum vegna 1MDB. Leissner hefur játað að hafa lagt á ráðin um peningaþvætti og brot á lögum gegn mútuþægni. Tvímenningarnir voru ákærðir fyrir að hafa mútað opinberum embættismönnum til að afla 1MDB verkefni sem Goldman Sachs hagnaðist á. Bandarískir saksóknarar fullyrða að milljarðar dollara hafi horfið úr sjóðnum til að fjármagna kaup á listaverkum, fasteignum, einkaþotu og í einu tilfelli til að fjármagna Hollywood-kvikmyndina „Úlfurinn á Wall Street“.
Asía Tengdar fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu handtekinn Búist er við því að Najib Razak verði ákærður vegna spillingar á morgun. 3. júlí 2018 10:28 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu handtekinn Búist er við því að Najib Razak verði ákærður vegna spillingar á morgun. 3. júlí 2018 10:28