Íhuga að vísa deilunni til ríkissáttasemjara Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2018 18:34 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Egill Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ef ekki farist að sjá til sólar í kjaradeilunni komi vel til greina að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Þannig væru viðræðurnar komnar í fastmótað ferli en ljóst sé að einungis nokkrir dagar séu þar til samningar renna út. Samninganefndir munu funda á morgun og næstu skref gætu verið ákveðin á miðvikudaginn. Ragnar segir enga uppgjöf felast í því að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Þá er þetta í rauninni að fara á næsta stig í formlegum ferlum sem samningaferlið þarf að fara í gegn, til þess að geta hugsanlega myndað ákveðin þrýsting á stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins svo þau fari að taka þetta meira alvarlegra en mér finnst þau vera að gera,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hann segir það hafa legið lengi fyrir að samningar renni út um áramótin og kröfugerð launþega hafi sömuleiðis legið fyrir í rúma tvo mánuði. „Ef þessu verður vísað til ríkissáttasemjara munum við að sjálfsögðu leggja allt í sölurnar að ná saman þar. Það liggur alveg fyrir. Það er enginn uppgjafartónn í okkur með að vísa þessu þangað. Við ætlum að reyna hvað við getum að leysa málið þar, komi til þess. Við erum að skoða þetta. Þetta er auðvitað ekkert sem ég ræð einn.“ Í samtali við Ríkisútvarpið fyrr í dag sagði Ragnar Þór að hugur væri í fólki varðandi það að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Ragnar segir ljóst að tafir muni kosta félagsmenn gríðarlegar upphæðir ef samningar tefjast. „Ef það er vísvitandi verið að tefja ferlana sem við þurfum að vinna í, þá kostar það okkar félagsmenn gríðarlegar upphæðir í kjarabótum,“ segir Ragnar. Kjaramál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ef ekki farist að sjá til sólar í kjaradeilunni komi vel til greina að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Þannig væru viðræðurnar komnar í fastmótað ferli en ljóst sé að einungis nokkrir dagar séu þar til samningar renna út. Samninganefndir munu funda á morgun og næstu skref gætu verið ákveðin á miðvikudaginn. Ragnar segir enga uppgjöf felast í því að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Þá er þetta í rauninni að fara á næsta stig í formlegum ferlum sem samningaferlið þarf að fara í gegn, til þess að geta hugsanlega myndað ákveðin þrýsting á stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins svo þau fari að taka þetta meira alvarlegra en mér finnst þau vera að gera,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hann segir það hafa legið lengi fyrir að samningar renni út um áramótin og kröfugerð launþega hafi sömuleiðis legið fyrir í rúma tvo mánuði. „Ef þessu verður vísað til ríkissáttasemjara munum við að sjálfsögðu leggja allt í sölurnar að ná saman þar. Það liggur alveg fyrir. Það er enginn uppgjafartónn í okkur með að vísa þessu þangað. Við ætlum að reyna hvað við getum að leysa málið þar, komi til þess. Við erum að skoða þetta. Þetta er auðvitað ekkert sem ég ræð einn.“ Í samtali við Ríkisútvarpið fyrr í dag sagði Ragnar Þór að hugur væri í fólki varðandi það að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Ragnar segir ljóst að tafir muni kosta félagsmenn gríðarlegar upphæðir ef samningar tefjast. „Ef það er vísvitandi verið að tefja ferlana sem við þurfum að vinna í, þá kostar það okkar félagsmenn gríðarlegar upphæðir í kjarabótum,“ segir Ragnar.
Kjaramál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira