Erlent

Stofnuðu flokk aldraðra Dana

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Nýi flokkurinn vill bæta kjör aldraðra.
Nýi flokkurinn vill bæta kjör aldraðra. NORDICPHOTOS/GETTY
Rúmlega átta þúsund Danir hafa gerst félagar í nýstofnuðum stjórnmálaflokki, Borgernes Parti eða Flokki borgaranna. 71 árs gamall Dani, Jørgen Mikkel­sen, stofnaði flokkinn til að skapa umræður um óviðunandi aðstæður aldraðra, að því er segir á fréttavef Jyllands-Posten.

Haft er eftir Mikkelsen, sem er ráðgjafi í stéttarfélagi, að aldraðir hafi gleymst árum saman. Því þurfi að breyta. Flokkurinn muni vinna með þeim stjórnmálaflokkum sem vilja bæta kjör eftirlaunamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×