Leiðir aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins gætu skilið við samningaborðið Heimir Már Pétursson skrifar 18. desember 2018 12:07 Björn Snæbjörnsson er formaður Starfsgreinasambandsins (SGS). Formaður Starfsgreinasambandsins segir hvert aðildarfélag hvenær sem er geta afturkallað samningsumboð sitt til sambandsins en deildar meiningar eru milli félaganna hvort vísa beri kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara. Forsætisráðherra segir stjórnvöld aldrei hafa haft eins mikið samráð við aðila vinnumarkaðarins á undanförnum árum og nú. Formenn átján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins funduðu á föstudag þar sem tekist var á um hvort vísa ætti kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins nú þegar til ríkissáttasemjara eða staldra við um sinn í viðræðunum við atvinnurekendur. Ellefu félög vildu láta reyna frekar á viðræður án aðildar ríkissáttasemjara en sjö félög, þeirra á meðal fjölmennasta félagið Efling, vildu vísa málinu til ríkissáttasemjara. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að á samninganefndarfundi á þriðjudag hafi verið ákveðið að formenn færu með þessa ákvörðun til félaga sinna og þetta hafi síðan orðið niðurstaðan. Það eigi svo eftir að koma í ljós hvort þetta verði til þess að skilji með aðildarfélögum við samningaborðið og einhver félög afturkalli veitingu samningsumboðs til Starfsgreinasambandsins. „Það eru deildar meiningar. Það kom mjög vel fram á fundinum að menn voru ekki alveg samtaka í þessu. Þannig að auðvitað ræða menn við sín baklönd um hvað þeim finnst eðlilegt að gera,” segir Björn. Kjarasamningar renna formlega út um áramót en það gerist sjaldan að nýir samningar taki við um leið og eldri samningar renna út. „Það eru viðræður í gangi við Samtök atvinnulífsins. Við ætlum að funda næst á fimmtudaginn og svo er spurning að halda áfram strax eftir áramótin. Við formenn innan Starfsgreinasambandsins munum einnig hittast eftir áramótin og skoða stöðuna upp á nýtt,” segir Björn. Þá hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Akraness, sakað stjórnvöld um skeytingarleysi í tengslum við kjarasamninga. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vísaði þessu á bug í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Það hafi aldrei á undanförnum árum verið haft eins mikið samráð við aðila vinnumarkaðarins og undanfarið ár. Fundað verði með þessum aðilum á morgun. Margar nýlegar aðgerðir stjórnvalda eigi rætur í þessum samtölum við aðila vinnumarkaðarins. „Ég get nefnt að við hækkuðum atvinnuleysisbætur og greiðslur úr ábyrgðasjóði launa núna á vormánuðum. Sem skiptir máli þegar við sjáum fjöldauppsagnir eins og nú í vikunni. Þetta skiptir gríðarlegu máli þegar þannig áföll ber að garði. Þetta var risabaráttumál einmitt frá verkalýðshreyfingunni þótt það hafi verið í tíð fyrri forystu. Á þessu ári lögðum við niður hið margfræga kjararáð. Við erum að fara yfir í hið norræna kerfi þegar kemur að því að ákvarða laun æðstu embættismanna. Sem þýðir að laun þeirra muni hreinlega fylgja launaþróun á hinum opinbera vinnumarkaði. Það verða ekki afturvirkir úrskurðir í stökkum heldur mun þetta fylgja almennri launaþróun á opinberum markaði,” sagði Katrín. Þá væri verið að auka framlög í barnabótakerfið þannig að þeim fjölgi um 2.200 sem rétt eigi á barnabótum. Þá væri verið að lækka tryggingagjaldið sem skipti lítil og meðalstór fyrirtæki miklu máli. Kjaramál Tengdar fréttir Raunverulegar kerfisbreytingar lykill að sátt á vinnumarkaði Formaður VR segir að það ætti að skýrast í lok vikunnar hvort samningsaðilar nái saman eða kjaraviðræðum verði vísað til ríkissáttasemjara. Launaliðurinn hafi þegar verið ræddur lítillega en ýmis mál séu í vinnslu. 11. desember 2018 07:30 Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ósátt við þá niðurstöðu formannafundar Starfsgreinasambandsins frá því fyrir helgi að bíða með að vísa kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 07:00 Íhuga að vísa deilunni til ríkissáttasemjara Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ef ekki fari að sjá til sólar í kjaradeilunni komi vel til greina að vísa henni til ríkissáttasemjara. 17. desember 2018 18:34 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Sjá meira
Formaður Starfsgreinasambandsins segir hvert aðildarfélag hvenær sem er geta afturkallað samningsumboð sitt til sambandsins en deildar meiningar eru milli félaganna hvort vísa beri kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara. Forsætisráðherra segir stjórnvöld aldrei hafa haft eins mikið samráð við aðila vinnumarkaðarins á undanförnum árum og nú. Formenn átján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins funduðu á föstudag þar sem tekist var á um hvort vísa ætti kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins nú þegar til ríkissáttasemjara eða staldra við um sinn í viðræðunum við atvinnurekendur. Ellefu félög vildu láta reyna frekar á viðræður án aðildar ríkissáttasemjara en sjö félög, þeirra á meðal fjölmennasta félagið Efling, vildu vísa málinu til ríkissáttasemjara. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að á samninganefndarfundi á þriðjudag hafi verið ákveðið að formenn færu með þessa ákvörðun til félaga sinna og þetta hafi síðan orðið niðurstaðan. Það eigi svo eftir að koma í ljós hvort þetta verði til þess að skilji með aðildarfélögum við samningaborðið og einhver félög afturkalli veitingu samningsumboðs til Starfsgreinasambandsins. „Það eru deildar meiningar. Það kom mjög vel fram á fundinum að menn voru ekki alveg samtaka í þessu. Þannig að auðvitað ræða menn við sín baklönd um hvað þeim finnst eðlilegt að gera,” segir Björn. Kjarasamningar renna formlega út um áramót en það gerist sjaldan að nýir samningar taki við um leið og eldri samningar renna út. „Það eru viðræður í gangi við Samtök atvinnulífsins. Við ætlum að funda næst á fimmtudaginn og svo er spurning að halda áfram strax eftir áramótin. Við formenn innan Starfsgreinasambandsins munum einnig hittast eftir áramótin og skoða stöðuna upp á nýtt,” segir Björn. Þá hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Akraness, sakað stjórnvöld um skeytingarleysi í tengslum við kjarasamninga. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vísaði þessu á bug í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Það hafi aldrei á undanförnum árum verið haft eins mikið samráð við aðila vinnumarkaðarins og undanfarið ár. Fundað verði með þessum aðilum á morgun. Margar nýlegar aðgerðir stjórnvalda eigi rætur í þessum samtölum við aðila vinnumarkaðarins. „Ég get nefnt að við hækkuðum atvinnuleysisbætur og greiðslur úr ábyrgðasjóði launa núna á vormánuðum. Sem skiptir máli þegar við sjáum fjöldauppsagnir eins og nú í vikunni. Þetta skiptir gríðarlegu máli þegar þannig áföll ber að garði. Þetta var risabaráttumál einmitt frá verkalýðshreyfingunni þótt það hafi verið í tíð fyrri forystu. Á þessu ári lögðum við niður hið margfræga kjararáð. Við erum að fara yfir í hið norræna kerfi þegar kemur að því að ákvarða laun æðstu embættismanna. Sem þýðir að laun þeirra muni hreinlega fylgja launaþróun á hinum opinbera vinnumarkaði. Það verða ekki afturvirkir úrskurðir í stökkum heldur mun þetta fylgja almennri launaþróun á opinberum markaði,” sagði Katrín. Þá væri verið að auka framlög í barnabótakerfið þannig að þeim fjölgi um 2.200 sem rétt eigi á barnabótum. Þá væri verið að lækka tryggingagjaldið sem skipti lítil og meðalstór fyrirtæki miklu máli.
Kjaramál Tengdar fréttir Raunverulegar kerfisbreytingar lykill að sátt á vinnumarkaði Formaður VR segir að það ætti að skýrast í lok vikunnar hvort samningsaðilar nái saman eða kjaraviðræðum verði vísað til ríkissáttasemjara. Launaliðurinn hafi þegar verið ræddur lítillega en ýmis mál séu í vinnslu. 11. desember 2018 07:30 Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ósátt við þá niðurstöðu formannafundar Starfsgreinasambandsins frá því fyrir helgi að bíða með að vísa kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 07:00 Íhuga að vísa deilunni til ríkissáttasemjara Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ef ekki fari að sjá til sólar í kjaradeilunni komi vel til greina að vísa henni til ríkissáttasemjara. 17. desember 2018 18:34 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Sjá meira
Raunverulegar kerfisbreytingar lykill að sátt á vinnumarkaði Formaður VR segir að það ætti að skýrast í lok vikunnar hvort samningsaðilar nái saman eða kjaraviðræðum verði vísað til ríkissáttasemjara. Launaliðurinn hafi þegar verið ræddur lítillega en ýmis mál séu í vinnslu. 11. desember 2018 07:30
Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ósátt við þá niðurstöðu formannafundar Starfsgreinasambandsins frá því fyrir helgi að bíða með að vísa kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 07:00
Íhuga að vísa deilunni til ríkissáttasemjara Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ef ekki fari að sjá til sólar í kjaradeilunni komi vel til greina að vísa henni til ríkissáttasemjara. 17. desember 2018 18:34