Þeir eru með meðvitund en ekki er vitað frekar um ástand þeirra. Suðurlandsvegur verður lokaður vegna vinnu á vettvangi í einhverja stund. Hjáleið um Eyrarbakkaveg og þorlákshafnarveg og eins er unnt að komast upp Biskupstungnabraut og yfir hjá Laugarási.
Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.
Fyrr í dag rákust vörubifreið og fólksbifreið á sem ekið var í sömu átt á Suðurlandsvegi undir Ingólfsfjalli. Átti umferðaróhappið sér stað klukkan 11:19 í morgun en ökumaður og farþegi voru flutt til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands en meiðsli voru talin minniháttar.