Innlent

Reykjanesbær leitar álits ráðuneytis vegna íbúakosningar

Sighvatur Jónsson skrifar
Reykjanesbær hefur sent erindi til sveitarstjórnarráðuneytisins vegna mögulegrar íbúakosningar um kísilver í Helguvík.

Um 3.000 undirskriftir hafa safnast en íbúar vilja kjósa um endurræsingu kísilvers í Helguvík og hvort reist verði nýtt kísilver í sveitarfélaginu.

Bæjaryfirvöld leita nú álits hjá ráðuneytinu um framkvæmd hugsanlegrar kosningar. Þrátt fyrir að 20% bæjarbúa geti knúið hana fram er ekki þar með sagt að af henni verði.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir í samtali við fréttastofu að sveitarstjórn leiti álits ráðuneytisins áður en lengra er haldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×