Erlent

Forsætisráðherra Belgíu segir af sér

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Charles Michel forsætisráðherra Belgíu tilkynnti þinginu í dag að hann hygðist segja af sér embætti. Hann mun fara á fund konungs í kvöld og biðjast lausnar.
Charles Michel forsætisráðherra Belgíu tilkynnti þinginu í dag að hann hygðist segja af sér embætti. Hann mun fara á fund konungs í kvöld og biðjast lausnar. Vísir/ap
Charles Michel forsætisráðherra Belgíu tilkynnti þinginu í dag að hann hygðist segja af sér embætti. Hann mun fara á fund konungs í kvöld og biðjast lausnar fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar.

Michel segir af sér í kjölfar deilna við N-VA ríkisstjórnarflokkinn sem ákvað segja sig úr ríkisstjórnarsamstarfi vegna samþykktar Sameinuðu þjóðanna um flóttafólk og innflytjendur sem undirritaður var í Marokkó í síðustu viku.

Sjá nánar: Þúsundir Belga mótmæla

Eftir útspil flokksins var Michel í afar þröngri stöðu. Stjórnarandstaðan hafði boðað vantrauststillögu en í staðinn fyrir að bíða eftir atkvæðagreiðslunni sem átti að fara fram í vikunni ákvað Michel að segja af sér.

Á sunnudag mótmæltu um 5500 manns í Brussel samþykktinni af ótta við að hin alþjóðlega samþykkt myndi leiða til aukins fjölda innflytjenda í Belgíu. Það voru flæmskir hægri flokkar sem stóðu fyrir mótmælunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×