Verðbólguvæntingar að aukast hjá stjórnendum stórfyrirtækja Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. desember 2018 08:00 Stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins búast við 4 prósenta verðbólgu næstu 12 mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Verðbólguvæntingar stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins fara vaxandi samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann. Gera þeir nú ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði fjögur prósent á næstu 12 mánuðum. Í síðustu könnun sem gerð var í september síðastliðnum bjuggust stjórnendurnir við þriggja prósenta verðbólgu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bendir á að um sé að ræða rúmlega 30 prósenta hækkun milli kannana. Kjarasamningar á almennum markaði renna út um áramót en hægt hefur þokast í viðræðum aðila. „Sú staða spilar líka væntanlega saman við þetta því óvissa er eitur í beinum atvinnulífsins,“ segir Halldór. Hafa verðbólguvæntingar stjórnenda ekki verið meiri síðan í maí 2015 sem var í aðdraganda þeirra kjarasamninga sem nú eru að renna út. Í könnuninni er mæld sérstök vísitala efnahagslífsins sem endurspeglar mun á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar. Sú vísitala lækkar töluvert milli kannanna og er nú svipuð og hún var sumarið 2014. Nú telur 31 prósent stjórnenda aðstæður góðar samanborið við 45 prósent í september og 70 prósent fyrir ári. 23 prósent telja aðstæður slæmar miðað við 12 prósent í september. Þá hafa væntingar til aðstæðna eftir sex mánuði aldrei mælst minni frá því að könnunin var fyrst gerð árið 2002. Nú telja 68 prósent stjórnenda að aðstæður versni en til samanburðar gerðu 24 prósent ráð fyrir því fyrir ári en 54 prósent í könnuninni í september. Aðeins fimm prósent stjórnenda telja að aðstæður muni batna næstu sex mánuði sem er svipað hlutfall og í september. Einnig er spurt um skort á starfsfólki og sögðust 15 prósent stjórnenda búa við slíkan skort í sínu fyrirtæki en 85 prósent stjórnenda sögðust ekki búa við skort á starfsfólki. Í fyrsta sinn frá árinu 2012 eru þeir stjórnendur fleiri sem búast við að innlend eftirspurn dragist saman á næstu sex mánuðum en þeir sem búast við vaxandi eftirspurn. Þannig býst 21 prósent stjórnenda við minni eftirspurn, 15 prósent búast við aukinni eftirspurn en 64 prósent búast við að hún haldist óbreytt. Í úrtaki könnunarinnar voru 428 fyrirtæki sem teljast stærst á landinu og er þá miðað við heildarlaunagreiðslur. Alls svöruðu stjórnendur hjá 206 fyrirtækjum eða 48 prósent af úrtakinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Verðbólguvæntingar stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins fara vaxandi samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann. Gera þeir nú ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði fjögur prósent á næstu 12 mánuðum. Í síðustu könnun sem gerð var í september síðastliðnum bjuggust stjórnendurnir við þriggja prósenta verðbólgu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bendir á að um sé að ræða rúmlega 30 prósenta hækkun milli kannana. Kjarasamningar á almennum markaði renna út um áramót en hægt hefur þokast í viðræðum aðila. „Sú staða spilar líka væntanlega saman við þetta því óvissa er eitur í beinum atvinnulífsins,“ segir Halldór. Hafa verðbólguvæntingar stjórnenda ekki verið meiri síðan í maí 2015 sem var í aðdraganda þeirra kjarasamninga sem nú eru að renna út. Í könnuninni er mæld sérstök vísitala efnahagslífsins sem endurspeglar mun á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar. Sú vísitala lækkar töluvert milli kannanna og er nú svipuð og hún var sumarið 2014. Nú telur 31 prósent stjórnenda aðstæður góðar samanborið við 45 prósent í september og 70 prósent fyrir ári. 23 prósent telja aðstæður slæmar miðað við 12 prósent í september. Þá hafa væntingar til aðstæðna eftir sex mánuði aldrei mælst minni frá því að könnunin var fyrst gerð árið 2002. Nú telja 68 prósent stjórnenda að aðstæður versni en til samanburðar gerðu 24 prósent ráð fyrir því fyrir ári en 54 prósent í könnuninni í september. Aðeins fimm prósent stjórnenda telja að aðstæður muni batna næstu sex mánuði sem er svipað hlutfall og í september. Einnig er spurt um skort á starfsfólki og sögðust 15 prósent stjórnenda búa við slíkan skort í sínu fyrirtæki en 85 prósent stjórnenda sögðust ekki búa við skort á starfsfólki. Í fyrsta sinn frá árinu 2012 eru þeir stjórnendur fleiri sem búast við að innlend eftirspurn dragist saman á næstu sex mánuðum en þeir sem búast við vaxandi eftirspurn. Þannig býst 21 prósent stjórnenda við minni eftirspurn, 15 prósent búast við aukinni eftirspurn en 64 prósent búast við að hún haldist óbreytt. Í úrtaki könnunarinnar voru 428 fyrirtæki sem teljast stærst á landinu og er þá miðað við heildarlaunagreiðslur. Alls svöruðu stjórnendur hjá 206 fyrirtækjum eða 48 prósent af úrtakinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira