Markmiðið er matur fyrir tuttugu þúsund börn í Jemen í heilan mánuð Heimsljós kynnir 19. desember 2018 14:30 Mynd úr nýju myndbandi Rauða krossins vegna neyðarsöfnunar fyrir íbúa Jemen. Á föstudaginn lýkur neyðarsöfnun Rauða krossins vegna yfirvofandi hungursneyðar í Jemen. Að sögn Teits Skúlasonar upplýsingafulltrúa Rauða krosssins hefur söfnunin gengið vel og þegar hefur safnast fjárhæð sem dugar fyrir mat fyrir 14 þúsund börn í Jemen í heilan mánuð. Hann segir að stefnan hafi verið sett enn hærra og nú sé stefnt að því að safna mat fyrir 20 þúsund börn sem jafngildir tæplega þriðjungi barna á Íslandi undir 14 ára aldri. Í síðustu viku var samþykkt vopnahlé stríðandi fylkinga í hafnarborginni Hodeida. Vopnahlé í borginni er sérstaklega mikilvægt því stærstur hluti matar og hjálpargagna fer þar í gegn. Vopnahlé tók gildi á miðnætti síðastliðinn mánudag. „Eftir að vopnahlé tók gildi hefur dregið úr átökum á svæðinu og vonir eru bundnar við að hægt verði að koma bráðnauðsynlegum hjálpargögnum inn í landið en talið er um 20 milljónir Jemena þurfi á aðstoð að halda,“ segir Teitur. Hann nefnir að Rauði krossinn hafi ásamt öðrum hjálparsamtökum haft milligöngu um lausn Jemena sem haldið hefur verið í gíslingu vegna átakanna. Talið er að þúsundum Jemena sé haldið í gíslingu og hefur náðst samkomulag milli stríðandi fylkinga að sleppa gíslunum. „Þá tekur við brýnt starf hjálparstofnana við að sameina börn og fjölskyldur sem hafa orðið viðskila á átakasvæðum líkt og fram kemur í myndbandi Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) sem Rauði krossinn á Íslandi hefur fengið að þýða og birta,“ segir Teitur.Enn er hægt að styrkja hjálparstarf Rauða kross hreyfingarinnar í Jemen um 2900 kr. með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900. Einnig má leggja inn á reikning 0342 - 26 -12, kt. 530269-2649. Sú upphæð dugar til þess að þrjú börn í Jemen fái mat í einn mánuð.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Hjálparstarf Þróunarsamvinna Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent
Á föstudaginn lýkur neyðarsöfnun Rauða krossins vegna yfirvofandi hungursneyðar í Jemen. Að sögn Teits Skúlasonar upplýsingafulltrúa Rauða krosssins hefur söfnunin gengið vel og þegar hefur safnast fjárhæð sem dugar fyrir mat fyrir 14 þúsund börn í Jemen í heilan mánuð. Hann segir að stefnan hafi verið sett enn hærra og nú sé stefnt að því að safna mat fyrir 20 þúsund börn sem jafngildir tæplega þriðjungi barna á Íslandi undir 14 ára aldri. Í síðustu viku var samþykkt vopnahlé stríðandi fylkinga í hafnarborginni Hodeida. Vopnahlé í borginni er sérstaklega mikilvægt því stærstur hluti matar og hjálpargagna fer þar í gegn. Vopnahlé tók gildi á miðnætti síðastliðinn mánudag. „Eftir að vopnahlé tók gildi hefur dregið úr átökum á svæðinu og vonir eru bundnar við að hægt verði að koma bráðnauðsynlegum hjálpargögnum inn í landið en talið er um 20 milljónir Jemena þurfi á aðstoð að halda,“ segir Teitur. Hann nefnir að Rauði krossinn hafi ásamt öðrum hjálparsamtökum haft milligöngu um lausn Jemena sem haldið hefur verið í gíslingu vegna átakanna. Talið er að þúsundum Jemena sé haldið í gíslingu og hefur náðst samkomulag milli stríðandi fylkinga að sleppa gíslunum. „Þá tekur við brýnt starf hjálparstofnana við að sameina börn og fjölskyldur sem hafa orðið viðskila á átakasvæðum líkt og fram kemur í myndbandi Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) sem Rauði krossinn á Íslandi hefur fengið að þýða og birta,“ segir Teitur.Enn er hægt að styrkja hjálparstarf Rauða kross hreyfingarinnar í Jemen um 2900 kr. með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900. Einnig má leggja inn á reikning 0342 - 26 -12, kt. 530269-2649. Sú upphæð dugar til þess að þrjú börn í Jemen fái mat í einn mánuð.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Hjálparstarf Þróunarsamvinna Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent