Rússneskur uppljóstrari talinn hafa látist af náttúrulegum orsökum Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2018 16:34 Perepilitsjní hafði leitað hælis í Bretlandi eftir að hafa aðstoðað saksóknara í umfangsmiklu skattsvikamáli. Vísir/EPA Dánardómstjóri í London segir að rússneskur uppljóstrari sem fannst látinn nærri heimili sínu á Englandi fyrir sex árum hafi líklega látist af náttúrulegum orsökum. Uppljóstrarinn hafði leitað hælis á Englandi eftir að hafa hjálpað til við að upplýsa um peningaþvætti rússneskra embættismanna. Alexander Perepilitsjní fannst látinn í bænum Weybridge suðvestur af London eftir að hann hafði farið út að skokka í nóvember árið 2012. Hann var 44 ára gamall. Vangaveltur voru uppi um að hann hefði verið myrtur. Hann leitaði hælis í Bretlandi árið 2009 eftir að hafa aðstoðað rannsókn í Sviss á umfangsmiklu peningaþvætti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ákveðið var að rannsaka dauða hans upp á nýtt eftir að rússnesk stjórnvöld reyndu að myrða fyrrverandi njósnara og dóttur hans með taugaeitri á Englandi í mars. Rússnesk stjórnvöld hafa neitað að hafa átt aðild að tilræðinu. Dánardómstjórinn sagði í dag að engar beinar vísbendingar væru um að Perepilitsjní hefði verið ráðinn bani. Dánarorsök hans hefði að öllum líkindum verið skyndilegar hjartsláttartruflanir. Ekkja hans sagði fyrir dómnum að hún teldi ekki að eiginmaður sinn hefði verið myrtur. Hugsanlegt var talið að leifar af sjaldgæfu og banvænu eitri hefðu fundist í maga Perepilitsjní. Dánardómstjórinn sagði að leifar af óþekktu efni hefðu fundist í maga hans en það hafi ekki tengst eitrinu. Ekki hafi hins vegar verið hægt að rannsaka það nánar þar sem lögreglumenn höfðu sturtað niður magainnihaldi líksins. Perepilitsjní lét svissneska saksóknara fá gögn um hvernig háttsettir embættismenn í Rússlandi hefðu gerst segir um hundruð milljón dollara skattsvik. Sergei Magnitskí, endurskoðandi Hermitage-fjárfestingasjóðsins, hafði ljóstrað upp um þau en var hnepptur í fangelsi fyrir. Hann barinn til ólífis í rússnesku fangelsi árið 2009. Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Dánardómstjóri í London segir að rússneskur uppljóstrari sem fannst látinn nærri heimili sínu á Englandi fyrir sex árum hafi líklega látist af náttúrulegum orsökum. Uppljóstrarinn hafði leitað hælis á Englandi eftir að hafa hjálpað til við að upplýsa um peningaþvætti rússneskra embættismanna. Alexander Perepilitsjní fannst látinn í bænum Weybridge suðvestur af London eftir að hann hafði farið út að skokka í nóvember árið 2012. Hann var 44 ára gamall. Vangaveltur voru uppi um að hann hefði verið myrtur. Hann leitaði hælis í Bretlandi árið 2009 eftir að hafa aðstoðað rannsókn í Sviss á umfangsmiklu peningaþvætti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ákveðið var að rannsaka dauða hans upp á nýtt eftir að rússnesk stjórnvöld reyndu að myrða fyrrverandi njósnara og dóttur hans með taugaeitri á Englandi í mars. Rússnesk stjórnvöld hafa neitað að hafa átt aðild að tilræðinu. Dánardómstjórinn sagði í dag að engar beinar vísbendingar væru um að Perepilitsjní hefði verið ráðinn bani. Dánarorsök hans hefði að öllum líkindum verið skyndilegar hjartsláttartruflanir. Ekkja hans sagði fyrir dómnum að hún teldi ekki að eiginmaður sinn hefði verið myrtur. Hugsanlegt var talið að leifar af sjaldgæfu og banvænu eitri hefðu fundist í maga Perepilitsjní. Dánardómstjórinn sagði að leifar af óþekktu efni hefðu fundist í maga hans en það hafi ekki tengst eitrinu. Ekki hafi hins vegar verið hægt að rannsaka það nánar þar sem lögreglumenn höfðu sturtað niður magainnihaldi líksins. Perepilitsjní lét svissneska saksóknara fá gögn um hvernig háttsettir embættismenn í Rússlandi hefðu gerst segir um hundruð milljón dollara skattsvik. Sergei Magnitskí, endurskoðandi Hermitage-fjárfestingasjóðsins, hafði ljóstrað upp um þau en var hnepptur í fangelsi fyrir. Hann barinn til ólífis í rússnesku fangelsi árið 2009.
Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira