SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2018 18:45 Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. Útilokað er að kjarasamningar takist áður en gildandi samningar renna út um áramót. Aðilar bæði almenna og opinbera vinnumarkaðarins komu til þrettánda samráðsfundur þeirra með stjórnvöldum í Ráðherrabústaðnum í dag. Fyrir liggur að formenn að minnsta kosti sjö af nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins telja viðræður um nýjan kjarasamning ganga allt of hægt og vilja vísa deilunni strax til Ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur vænlegra að halda viðræðum áfram án aðkomu ríkissáttasemjara. „Ég held að það sé fullkomlega ótímabært að vísa þessari deilu til ríkissáttasemjara og ég hef gengið svo langt að segja að ég telji það óskynsamlegt á sama tíma. Við erum rétt búin að funda sjö sinnum með deiluaðilum, SGS og VR og þar erum við rétt búin að ávarpa þessa stærstu þætti í kröfugerðinni,” segir Halldór Benjamín. Nær útilokað er að kjarasamningar takist áður en gildandi samningar á almenna markaðnum renna út um áramótin en Halldór segir markmiðið að klára samningagerðina í janúar.Finnst ykkur hjá Samtökum atvinnulífsins að þið séuð að tala við forystu sem er ekki alveg sameinuð hinum megin við samningaborðið? „Ég held að við verðum bara að sjá hvernig það mun þróast núna á næstu dögum. Hins vegar breytir það því ekki að það sem er aðalatriðið í þessu er hver er gangurinn í hagkerfinu og hvað er til skiptanna í þessu samfélagi á næstu mánuðum og árum,” segir Halldór Benjamín. Verðmæti verði ekki til með kjarasamningum heldur séu þeir til að skipta verðmætum segir Halldór. Þar talar hann á svipuðum nótum og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem sagði í viðtali við Morgunblaðið að ríkisstjórnin muni endurskoða áform um skattalækkanir verði samið á óraunhæfum nótum.Var það ekki óhentug sprengja á þessum tímapunkti? „Nei eru þetta ekki bara augljós sannindi? En ég er ekkert að spá því að menn semji ekki skynsamlega. Það hljóta að vera allar líkur á því að menn leiti leiða til að ráðstafa því svigrúmi sem er til staðar. En ef menn enda með samninga sem samrýmast ekki stöðunni í hagkerfinu er það skylda stjórnvalda að bregðast við því,” segir Bjarni. Drífa Sædal forseti Alþýðusambandsins segir niðurstöðu ekki komna í skatta- og húsnæðismál sem muni ráða mestu um hvernig takist til við kjarasamninga.Yfirlýsingar fjármálaráðherra varðandi mögulegar skattalækkanir og útkomu kjarasamninga, eru þær til að auðvelda málin? „Það að hóta vinnandi fólki með svona yfirlýsingum verður ekki til að leysa deiluna, nei,” segir forseti ASÍ. Farið sé að gæta óþreyju meðal sumra forystumanna verkalýðsfélaganna sem vilji flýta samningaferlinu en málin séu alltaf í höndum samninganefnda félaganna. Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ósátt við þá niðurstöðu formannafundar Starfsgreinasambandsins frá því fyrir helgi að bíða með að vísa kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 07:00 Skýrist á næstu dögum hvort samninganefnd SGS klofnar Á formannafundi félaganna á föstudag vildu sjö félaganna vísa kjaradeilunni strax til Ríkissáttasemjara en ellefu félög vildu láta reyna lengur á viðræður við atvinnurekendur. 18. desember 2018 19:00 Úrslitafundur hjá Eflingu í kvöld varðandi samstarf verkalýðsfélaga Vilji er til þess innan nokkurra félaga innan Starfsgreinasambandsins að segja sig frá samfloti innan þess og mynda nýja sameiginlega samninganefnd með VR. 19. desember 2018 12:44 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Sjá meira
Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. Útilokað er að kjarasamningar takist áður en gildandi samningar renna út um áramót. Aðilar bæði almenna og opinbera vinnumarkaðarins komu til þrettánda samráðsfundur þeirra með stjórnvöldum í Ráðherrabústaðnum í dag. Fyrir liggur að formenn að minnsta kosti sjö af nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins telja viðræður um nýjan kjarasamning ganga allt of hægt og vilja vísa deilunni strax til Ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur vænlegra að halda viðræðum áfram án aðkomu ríkissáttasemjara. „Ég held að það sé fullkomlega ótímabært að vísa þessari deilu til ríkissáttasemjara og ég hef gengið svo langt að segja að ég telji það óskynsamlegt á sama tíma. Við erum rétt búin að funda sjö sinnum með deiluaðilum, SGS og VR og þar erum við rétt búin að ávarpa þessa stærstu þætti í kröfugerðinni,” segir Halldór Benjamín. Nær útilokað er að kjarasamningar takist áður en gildandi samningar á almenna markaðnum renna út um áramótin en Halldór segir markmiðið að klára samningagerðina í janúar.Finnst ykkur hjá Samtökum atvinnulífsins að þið séuð að tala við forystu sem er ekki alveg sameinuð hinum megin við samningaborðið? „Ég held að við verðum bara að sjá hvernig það mun þróast núna á næstu dögum. Hins vegar breytir það því ekki að það sem er aðalatriðið í þessu er hver er gangurinn í hagkerfinu og hvað er til skiptanna í þessu samfélagi á næstu mánuðum og árum,” segir Halldór Benjamín. Verðmæti verði ekki til með kjarasamningum heldur séu þeir til að skipta verðmætum segir Halldór. Þar talar hann á svipuðum nótum og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem sagði í viðtali við Morgunblaðið að ríkisstjórnin muni endurskoða áform um skattalækkanir verði samið á óraunhæfum nótum.Var það ekki óhentug sprengja á þessum tímapunkti? „Nei eru þetta ekki bara augljós sannindi? En ég er ekkert að spá því að menn semji ekki skynsamlega. Það hljóta að vera allar líkur á því að menn leiti leiða til að ráðstafa því svigrúmi sem er til staðar. En ef menn enda með samninga sem samrýmast ekki stöðunni í hagkerfinu er það skylda stjórnvalda að bregðast við því,” segir Bjarni. Drífa Sædal forseti Alþýðusambandsins segir niðurstöðu ekki komna í skatta- og húsnæðismál sem muni ráða mestu um hvernig takist til við kjarasamninga.Yfirlýsingar fjármálaráðherra varðandi mögulegar skattalækkanir og útkomu kjarasamninga, eru þær til að auðvelda málin? „Það að hóta vinnandi fólki með svona yfirlýsingum verður ekki til að leysa deiluna, nei,” segir forseti ASÍ. Farið sé að gæta óþreyju meðal sumra forystumanna verkalýðsfélaganna sem vilji flýta samningaferlinu en málin séu alltaf í höndum samninganefnda félaganna.
Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ósátt við þá niðurstöðu formannafundar Starfsgreinasambandsins frá því fyrir helgi að bíða með að vísa kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 07:00 Skýrist á næstu dögum hvort samninganefnd SGS klofnar Á formannafundi félaganna á föstudag vildu sjö félaganna vísa kjaradeilunni strax til Ríkissáttasemjara en ellefu félög vildu láta reyna lengur á viðræður við atvinnurekendur. 18. desember 2018 19:00 Úrslitafundur hjá Eflingu í kvöld varðandi samstarf verkalýðsfélaga Vilji er til þess innan nokkurra félaga innan Starfsgreinasambandsins að segja sig frá samfloti innan þess og mynda nýja sameiginlega samninganefnd með VR. 19. desember 2018 12:44 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Sjá meira
Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ósátt við þá niðurstöðu formannafundar Starfsgreinasambandsins frá því fyrir helgi að bíða með að vísa kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 07:00
Skýrist á næstu dögum hvort samninganefnd SGS klofnar Á formannafundi félaganna á föstudag vildu sjö félaganna vísa kjaradeilunni strax til Ríkissáttasemjara en ellefu félög vildu láta reyna lengur á viðræður við atvinnurekendur. 18. desember 2018 19:00
Úrslitafundur hjá Eflingu í kvöld varðandi samstarf verkalýðsfélaga Vilji er til þess innan nokkurra félaga innan Starfsgreinasambandsins að segja sig frá samfloti innan þess og mynda nýja sameiginlega samninganefnd með VR. 19. desember 2018 12:44