Erlent

Morðið á Marenu og Louisu skilgreint sem hryðjuverk

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Frá vettvangi í grennd við Imlil í Atlasfjöllunum.
Frá vettvangi í grennd við Imlil í Atlasfjöllunum. AP/Marrakechalaan
Yfirvöld í Marokkó segja að morðið tveimur norrænum konum á þrítugsaldri, þeim Marenu Ueland og Louisu Vesterager Jespersen, beri öll merki þess að vera hryðjuverk.

Fjórir eru grunaðir um aðild að morðinu og eru þrír í haldi lögreglu.

„Miðað við upplýsingarnar sem lögreglan hefur um hina grunuðu er ekki hægt að útiloka að þeir tilheyri íslömskum öfgahópi,“ segir heimildarmaður AFP fréttaveitunnar.

Lík Marenar og Louisu fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun en svæðið er vinsæll ferðamannastaður um hundrað kílómetra sunnan af Marrakech. Þær stunduðu báðar nám við Háskólann í Þelamörk í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó.

Vegfarandi gekk fram á lík þeirra en þær höfðu búið sér næturstað við göngustíg á fjallinu Toubkal. Áverkar eftir eggvopn fundust m.a. á hálsi þeirra en norskir fjölmiðlar greina frá því að þær hafi verið myrtar á hrottalegan hátt.

Utanríkisráðuneyti Noregs hefur breytt leiðbeiningum fyrir Norðmenn sem ferðast til Marokkó eftir morðið. Í klausu um öryggi er fólki nú ráðlagt að vera ekki eitt á ferð á fjallasvæðum.


Tengdar fréttir

Myrtar á bak­poka­ferða­lagi um Marokkó

Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun.

Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi

Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×