Einn mesti gagnaleki sögunnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2018 07:15 Marriott rekur meðal annars hótel í Kína. Nordicphotos/AFP Upplýsingum um 500 milljónir gesta hótelfyrirtækisins Starwood hefur verið stolið úr gagnagrunni fyrirtækisins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem móðurfyrirtækið Marriott sendi til yfirvalda. Þar sagði að árásin hafi átt sér stað fyrir 10. september síðastliðinn og mögulega hefði innbrotið átt sér stað fyrir heilum fjórum árum. „Við rannsókn komst Marriott að því að einhver afritaði upplýsingar í leyfisleysi,“ sagði í yfirlýsingunni. Starwood rekur hótel undir nöfnunum W Hotels, Sheraton, Le Méridien og Four Points. Hótelrisinn Marriott keypti Starwood árið 2016 og úr varð stærsta hótelsamsteypa heims. Starwood-hlutinn starfrækir um 1.200 gististaði. Fyrirtækið hefur hafist handa við að gera gestum sem lentu í lekanum viðvart og samkvæmt Techcrunch hafa gestir í til að mynda Bandaríkjunum, Kanada og á Bretlandi verið látnir vita. Þar kemur sömuleiðis fram að vegna GDPR, nýju evrópsku persónuverndarlöggjafarinnar, gæti Starwood verið sektað um allt að fjögur prósent árlegrar veltu vegna málsins. Magn upplýsinga sem stolið var úr gagnagrunninum er gífurlegt. Í tilfellum um 327 milljóna gesta má finna til að mynda nöfn þeirra, heimilisföng, símanúmer, netföng, vegabréfsnúmer, bankaupplýsingar, fæðingardag, kyn og/eða komu- og brottfarartíma. Aukinheldur má í sumum tilfellum búast við því að dulkóðaðar kortaupplýsingar fylgi. Fyrirtækið getur hins vegar ekki útilokað að dulkóðunarlyklunum hafi einnig verið stolið. „Við hörmum þennan atburð. Marriott hefur tilkynnt þetta til yfirvalda og mun halda áfram stuðningi við rannsókn þeirra,“ sagði í tilkynningu í gær. Séu einhverjir Íslendingar á meðal þeirra sem urðu fyrir því að upplýsingum um þá var stolið mega viðkomandi búast við tölvupósti frá hótelsamsteypunni. Þá hefur einnig verið sett upp vefsíða fyrir smeyka hótelgesti, answers.kroll.com, og eru allir þeir sem gistu á hótelum Starwood beðnir um að vera vakandi fyrir mögulegri misnotkun á greiðslukortum sínum. Þá ber sömuleiðis að varast óprúttna tölvuþrjóta sem gætu sent póst í nafni fyrirtækisins. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tölvuárásir Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Sjá meira
Upplýsingum um 500 milljónir gesta hótelfyrirtækisins Starwood hefur verið stolið úr gagnagrunni fyrirtækisins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem móðurfyrirtækið Marriott sendi til yfirvalda. Þar sagði að árásin hafi átt sér stað fyrir 10. september síðastliðinn og mögulega hefði innbrotið átt sér stað fyrir heilum fjórum árum. „Við rannsókn komst Marriott að því að einhver afritaði upplýsingar í leyfisleysi,“ sagði í yfirlýsingunni. Starwood rekur hótel undir nöfnunum W Hotels, Sheraton, Le Méridien og Four Points. Hótelrisinn Marriott keypti Starwood árið 2016 og úr varð stærsta hótelsamsteypa heims. Starwood-hlutinn starfrækir um 1.200 gististaði. Fyrirtækið hefur hafist handa við að gera gestum sem lentu í lekanum viðvart og samkvæmt Techcrunch hafa gestir í til að mynda Bandaríkjunum, Kanada og á Bretlandi verið látnir vita. Þar kemur sömuleiðis fram að vegna GDPR, nýju evrópsku persónuverndarlöggjafarinnar, gæti Starwood verið sektað um allt að fjögur prósent árlegrar veltu vegna málsins. Magn upplýsinga sem stolið var úr gagnagrunninum er gífurlegt. Í tilfellum um 327 milljóna gesta má finna til að mynda nöfn þeirra, heimilisföng, símanúmer, netföng, vegabréfsnúmer, bankaupplýsingar, fæðingardag, kyn og/eða komu- og brottfarartíma. Aukinheldur má í sumum tilfellum búast við því að dulkóðaðar kortaupplýsingar fylgi. Fyrirtækið getur hins vegar ekki útilokað að dulkóðunarlyklunum hafi einnig verið stolið. „Við hörmum þennan atburð. Marriott hefur tilkynnt þetta til yfirvalda og mun halda áfram stuðningi við rannsókn þeirra,“ sagði í tilkynningu í gær. Séu einhverjir Íslendingar á meðal þeirra sem urðu fyrir því að upplýsingum um þá var stolið mega viðkomandi búast við tölvupósti frá hótelsamsteypunni. Þá hefur einnig verið sett upp vefsíða fyrir smeyka hótelgesti, answers.kroll.com, og eru allir þeir sem gistu á hótelum Starwood beðnir um að vera vakandi fyrir mögulegri misnotkun á greiðslukortum sínum. Þá ber sömuleiðis að varast óprúttna tölvuþrjóta sem gætu sent póst í nafni fyrirtækisins.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tölvuárásir Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Sjá meira