Innlent

Heyrir til undantekninga að reka fólk úr flokkum

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Hinar víðfrægu Klausturupptökur hafa yfirgnæft flest önnur fréttamál í liðinni viku og meðal annars varpað skugga á hundrað ára fullveldishátíðina sem haldin var í gær. Einhverjar afleiðingar hafa orðið fyrir sexmenningana sem komu fyrir á upptökunum.

Tveir þingmanna Miðflokksins fara í launalaust frí en þá hafa tveir þingmenn Flokks Fólksins, þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, verið reknir úr flokknum.

„Hjeðinn Valdimarsson rekinn úr Alþýðuflokknum“ -Morgunblaðið 11. febrúar 1938.Skjáskot af timarit.is
Þetta þykir fátítt í íslenskum stjórnmálum. Ólafur Þ Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor, nefnir um helgina dæmi af mönnum sem hafa verið reknir úr flokkum. Héðinn Valdimarsson úr Alþýðuflokknum árið 1938 og þeir Hannes og Jón Jónssynir úr Framsóknarflokknum árið 1933.

Eva H. Önnudóttir dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands hefur leitað sér upplýsinga um brottvísanir úr stjórnmálaflokkum eftir stofnun lýðveldis en eftir því sem hún kemst næst eru engin dæmi um það. Brottrekstur Ólafs og Karls Gauta á föstudaginn hljóta því að teljast nokkuð óvenjuleg pólitísk tíðindi. 

„Eftir stofnun lýðveldis held ég að það séu engin fordæmi þess efnis að fólk sé rekið úr flokki,“ segir Eva. „Það eru hinsvegar til heilmörg dæmi um það að stjórnmálamenn hafi kannski ekki stutt sinn flokk eða ríkisstjórn sem sinn flokkur á aðild að. Þannig að ef það er litið til lýðveldistímans er þetta án fordæma.“


Tengdar fréttir

Inga óttast ekki helmings fækkun í þingflokknum

Tveir þingmenn Flokks fólksins sem komu fram á Klaustursupptökunum voru reknir úr þingflokknum í dag. Þeir halda enn sæti sínu á þingi en forysta Flokks fólksins vill að þeir segi af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×