Brennið þið vitar! Sveinur Ísheim Tummasson skrifar 3. desember 2018 07:30 Í tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan einveldið féll og lýðræðið sigraði hér á landi sendir undirritaður Færeyingur íslensku þjóðinni bestu kveðjur með eftirfarandi hugleiðingum um sögulegar staðreyndir. Elstu núlifandi Íslendingar og Færeyingar fæddust sem borgarar í sama ríki. Hér er ekki átt við danska ríkið, né norska ríkið frá 1814, heldur hið forna norska ríki Sverris konungs. Noregur og Danmörk gengu í konungssamband 1380 og seinna í tvíríkjasamband (union) í Björgvin 1450. Allt er skráð. Konungssetrið var staðsett í Danmörku, og vald konungs jókst síðan um aldir, en það breytti ekki þeirri staðreynd, að Noregur og Danmörk voru tvö ríki. Eftir ósigur danska-norska ríkisins í bandalagi með Napoleon Bonaparte varð tvíríkjakonungur að gefa frá sér Meginlands-Noreg (Continental Norway) sem stríðsskaðabætur úr norska ríkinu undir Svíakonung 1814. Frá þeim tíma, hafa verið til tvö norsk ríki sem er sambærilegt og skipting Þýskalands í tvö ríki eftir seinni heimsstyrjöldina. Í „Austur-Grænlandsmálinu,“ sem endaði með gerðardómsúrskurði í Haag 1933 (http://www.worldcourts.com/pcij/eng/decisions/1933.04.05_greenland.htm), dæmdu fremstu sérfræðingar í alþjóðalögum, að Grænland væri ekki undir nýja norska ríkinu frá 1814, né danska ríkinu, heldur undir hinum forna Noregskonungi, sem samkvæmt áðurgreindum alþjóðasamningum var (og er) einnig konungur danska ríkisins. Þar með er Margrét drottning fyrri Margrét af Danmörku, önnur af Grænlandi og Færeyjum (sambærilegt við: Queen Elisabeth II of England, I of Scotland). Úrskurðurinn í Haag 1933 staðfestir, að Ísland var enn hluti af forna norska ríkinu allt til 1918 (ásamt Grænlandi og Færeyjum). Þá gengu Íslendingar úr hinu forna norska ríki og stofnaðu nýtt ríki: Konungsríkið Ísland í þríríkjasambandi (tripple monarchy) við danska ríkið og hið forna norska ríki okkar. Íslendingar fengu þá stjórnarskrá, sem var þýðing á hinni dönsku stjórnarskrá, sem er upphaflega frá árinu 1849, en konungur var nú kominn undir íslenska stjórnarskrá (constitutional monarchy). Í fullveldissamningnum við Danmörku-Noreg hið forna frá 1918 lá réttur Íslendinga til að leysa sig undan konungsvaldi og var það þess vegna afgreiðslumál þegar Íslendingar afnámu konung 1944 og stofnuðu annað lýðveldi Norðurlanda. Finnland og Ísland eru því einu ríkin á Norðurlöndum, sem eru með nútíma stjórnarskipan, lýðveldi. Frá 1918-2018 eru Grænlendingar og Færeyingar einu þjóðirnar, sem eftir eru í hinu forna norska ríki, og þurfa enn að lúta undir sama stjórnarfar og Íslendingar fyrir 1918, konunglegri einvaldsheimastjórn (royal absolutist homerule systems), þó hafði heimastjórn Íslands sterkari stöðu gagnvart konunglegu samstjórninni í Kaupmannahöfn. Sagan um Norðmenn, sem flúðu undan norsku konungsvaldi vestur í haf fyrir um það bil 1200 árum, er stórkostleg en þversagnarkennd saga um frelsisþrá og þingræði. Þrándur í Götu var mikill þingræðissinni og barðist gegn konungs- og kirkjuvaldi í Færeyjum en hann lést árið 1035. Færeyingar gáfu sig undir norskt konungsvald á undan Grænlendingum og Íslendingum. Fót setur enginn fyrir annan, nema fallkominn sé sjálfur, 1177-1319 ríkti færeyska konungsættin yfir Noregsríki. Var það Hákon gamli, afasonur Sverris konungs og ömmusonur Ástríðar dóttur Hróa biskups, bæði frá Kirkjubö í Færeyjum, sem gerði sáttmála við þing Grænlendinga og Íslendinga 1261 og 1262 um að ganga inn í norska konungsríkið. Má geta þess að lýðræðislega kjörinn forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er afkomandi Sverris konungs, sendi ég honum og íslensku þjóðinni mínar árnaðaróskir á þessum tímamótum. Látið lýðræðisljósið lýsa upp til nágrannaþjóða Íslands!Höfundur er rithöfundur og stjórnmálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan einveldið féll og lýðræðið sigraði hér á landi sendir undirritaður Færeyingur íslensku þjóðinni bestu kveðjur með eftirfarandi hugleiðingum um sögulegar staðreyndir. Elstu núlifandi Íslendingar og Færeyingar fæddust sem borgarar í sama ríki. Hér er ekki átt við danska ríkið, né norska ríkið frá 1814, heldur hið forna norska ríki Sverris konungs. Noregur og Danmörk gengu í konungssamband 1380 og seinna í tvíríkjasamband (union) í Björgvin 1450. Allt er skráð. Konungssetrið var staðsett í Danmörku, og vald konungs jókst síðan um aldir, en það breytti ekki þeirri staðreynd, að Noregur og Danmörk voru tvö ríki. Eftir ósigur danska-norska ríkisins í bandalagi með Napoleon Bonaparte varð tvíríkjakonungur að gefa frá sér Meginlands-Noreg (Continental Norway) sem stríðsskaðabætur úr norska ríkinu undir Svíakonung 1814. Frá þeim tíma, hafa verið til tvö norsk ríki sem er sambærilegt og skipting Þýskalands í tvö ríki eftir seinni heimsstyrjöldina. Í „Austur-Grænlandsmálinu,“ sem endaði með gerðardómsúrskurði í Haag 1933 (http://www.worldcourts.com/pcij/eng/decisions/1933.04.05_greenland.htm), dæmdu fremstu sérfræðingar í alþjóðalögum, að Grænland væri ekki undir nýja norska ríkinu frá 1814, né danska ríkinu, heldur undir hinum forna Noregskonungi, sem samkvæmt áðurgreindum alþjóðasamningum var (og er) einnig konungur danska ríkisins. Þar með er Margrét drottning fyrri Margrét af Danmörku, önnur af Grænlandi og Færeyjum (sambærilegt við: Queen Elisabeth II of England, I of Scotland). Úrskurðurinn í Haag 1933 staðfestir, að Ísland var enn hluti af forna norska ríkinu allt til 1918 (ásamt Grænlandi og Færeyjum). Þá gengu Íslendingar úr hinu forna norska ríki og stofnaðu nýtt ríki: Konungsríkið Ísland í þríríkjasambandi (tripple monarchy) við danska ríkið og hið forna norska ríki okkar. Íslendingar fengu þá stjórnarskrá, sem var þýðing á hinni dönsku stjórnarskrá, sem er upphaflega frá árinu 1849, en konungur var nú kominn undir íslenska stjórnarskrá (constitutional monarchy). Í fullveldissamningnum við Danmörku-Noreg hið forna frá 1918 lá réttur Íslendinga til að leysa sig undan konungsvaldi og var það þess vegna afgreiðslumál þegar Íslendingar afnámu konung 1944 og stofnuðu annað lýðveldi Norðurlanda. Finnland og Ísland eru því einu ríkin á Norðurlöndum, sem eru með nútíma stjórnarskipan, lýðveldi. Frá 1918-2018 eru Grænlendingar og Færeyingar einu þjóðirnar, sem eftir eru í hinu forna norska ríki, og þurfa enn að lúta undir sama stjórnarfar og Íslendingar fyrir 1918, konunglegri einvaldsheimastjórn (royal absolutist homerule systems), þó hafði heimastjórn Íslands sterkari stöðu gagnvart konunglegu samstjórninni í Kaupmannahöfn. Sagan um Norðmenn, sem flúðu undan norsku konungsvaldi vestur í haf fyrir um það bil 1200 árum, er stórkostleg en þversagnarkennd saga um frelsisþrá og þingræði. Þrándur í Götu var mikill þingræðissinni og barðist gegn konungs- og kirkjuvaldi í Færeyjum en hann lést árið 1035. Færeyingar gáfu sig undir norskt konungsvald á undan Grænlendingum og Íslendingum. Fót setur enginn fyrir annan, nema fallkominn sé sjálfur, 1177-1319 ríkti færeyska konungsættin yfir Noregsríki. Var það Hákon gamli, afasonur Sverris konungs og ömmusonur Ástríðar dóttur Hróa biskups, bæði frá Kirkjubö í Færeyjum, sem gerði sáttmála við þing Grænlendinga og Íslendinga 1261 og 1262 um að ganga inn í norska konungsríkið. Má geta þess að lýðræðislega kjörinn forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er afkomandi Sverris konungs, sendi ég honum og íslensku þjóðinni mínar árnaðaróskir á þessum tímamótum. Látið lýðræðisljósið lýsa upp til nágrannaþjóða Íslands!Höfundur er rithöfundur og stjórnmálafræðingur
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun