Segir þingfund hefjast á óhefðbundinn hátt Sveinn Arnarsson skrifar 3. desember 2018 06:00 Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason eru farnir í leyfi frá þingstörfum. Fréttablaðið/eyþór Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, mun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefja þingfund í dag með því að lesa stutta yfirlýsingu frá forseta vegna uppákomunnar fyrir helgi þegar upp komst um illt umtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins í garð samstarfsmanna sinna og annars nafntogaðs fólks sem hefur komið nálægt stjórnmálum hin síðari ár. Steingrímur segir fundinn ekki hefjast með hefðbundnum hætti. „Við erum að undirbúa ýmislegt og eitt af því er upphaf fundarins og menn geta velt því fyrir sér hvort það sé líklegt að hann byrji án þess að þetta á einhvern hátt komi við sögu,“ segir Steingrímur.Steingrímur J. Sigfússon tekur til máls í dag.„Þetta er upphaf fyrsta fundar eftir að þetta hefur gengið yfir. Einnig verða forsætisnefndarfundur og fundur með formönnum þingflokka svo það mun líklegast eitthvað gerast þar.“ Þingmenn sem Fréttablaðið náði tali af í gær eru á einu máli um að þingstörf verði að komast í fastar skorður nú þegar síðasti mánuður ársins er runninn upp og að minnsta kosti þrjú risastór mál enn ókláruð í þinginu, það eru fjárlög, samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar og veiðigjaldafrumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar. Þingmenn hafa sín á milli varpað fram ýmsum hugmyndum um hvernig hægt sé að koma þingmönnum Miðflokksins og Flokks fólksins í skilning um að þeir geti ekki og vilji ekki starfa með þeim og að þeir þurfi að víkja hið snarasta. Hugmyndir hafa verið uppi um að víkja úr þingsal ef þeir ætli sér að taka til máls og hvaðeina til að þrýsta á afsögn þeirra. Einn þingmaðurinn sem Fréttablaðið talaði við í gær segir það ekki koma til greina að einstaklingar, sem hafa orðið fyrir barðinu á þessum sex manna hópi, þurfi að sitja nefndarfundi, eða þá koma fyrir nefndir, þar sem þessir þingmenn eru fyrir á fleti. Ekki náðist í nokkurn þingmanna Miðflokksins við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segja þingmennina verða að víkja Stjórn Framsóknarfélags Grindavíkur fordæmir harðlega ummæli þingmanna á veitingastaðnum Klaustur og segir þau óafsakanleg. 2. desember 2018 23:12 Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27 Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, mun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefja þingfund í dag með því að lesa stutta yfirlýsingu frá forseta vegna uppákomunnar fyrir helgi þegar upp komst um illt umtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins í garð samstarfsmanna sinna og annars nafntogaðs fólks sem hefur komið nálægt stjórnmálum hin síðari ár. Steingrímur segir fundinn ekki hefjast með hefðbundnum hætti. „Við erum að undirbúa ýmislegt og eitt af því er upphaf fundarins og menn geta velt því fyrir sér hvort það sé líklegt að hann byrji án þess að þetta á einhvern hátt komi við sögu,“ segir Steingrímur.Steingrímur J. Sigfússon tekur til máls í dag.„Þetta er upphaf fyrsta fundar eftir að þetta hefur gengið yfir. Einnig verða forsætisnefndarfundur og fundur með formönnum þingflokka svo það mun líklegast eitthvað gerast þar.“ Þingmenn sem Fréttablaðið náði tali af í gær eru á einu máli um að þingstörf verði að komast í fastar skorður nú þegar síðasti mánuður ársins er runninn upp og að minnsta kosti þrjú risastór mál enn ókláruð í þinginu, það eru fjárlög, samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar og veiðigjaldafrumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar. Þingmenn hafa sín á milli varpað fram ýmsum hugmyndum um hvernig hægt sé að koma þingmönnum Miðflokksins og Flokks fólksins í skilning um að þeir geti ekki og vilji ekki starfa með þeim og að þeir þurfi að víkja hið snarasta. Hugmyndir hafa verið uppi um að víkja úr þingsal ef þeir ætli sér að taka til máls og hvaðeina til að þrýsta á afsögn þeirra. Einn þingmaðurinn sem Fréttablaðið talaði við í gær segir það ekki koma til greina að einstaklingar, sem hafa orðið fyrir barðinu á þessum sex manna hópi, þurfi að sitja nefndarfundi, eða þá koma fyrir nefndir, þar sem þessir þingmenn eru fyrir á fleti. Ekki náðist í nokkurn þingmanna Miðflokksins við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segja þingmennina verða að víkja Stjórn Framsóknarfélags Grindavíkur fordæmir harðlega ummæli þingmanna á veitingastaðnum Klaustur og segir þau óafsakanleg. 2. desember 2018 23:12 Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27 Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Segja þingmennina verða að víkja Stjórn Framsóknarfélags Grindavíkur fordæmir harðlega ummæli þingmanna á veitingastaðnum Klaustur og segir þau óafsakanleg. 2. desember 2018 23:12
Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27
Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38