Segir þingfund hefjast á óhefðbundinn hátt Sveinn Arnarsson skrifar 3. desember 2018 06:00 Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason eru farnir í leyfi frá þingstörfum. Fréttablaðið/eyþór Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, mun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefja þingfund í dag með því að lesa stutta yfirlýsingu frá forseta vegna uppákomunnar fyrir helgi þegar upp komst um illt umtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins í garð samstarfsmanna sinna og annars nafntogaðs fólks sem hefur komið nálægt stjórnmálum hin síðari ár. Steingrímur segir fundinn ekki hefjast með hefðbundnum hætti. „Við erum að undirbúa ýmislegt og eitt af því er upphaf fundarins og menn geta velt því fyrir sér hvort það sé líklegt að hann byrji án þess að þetta á einhvern hátt komi við sögu,“ segir Steingrímur.Steingrímur J. Sigfússon tekur til máls í dag.„Þetta er upphaf fyrsta fundar eftir að þetta hefur gengið yfir. Einnig verða forsætisnefndarfundur og fundur með formönnum þingflokka svo það mun líklegast eitthvað gerast þar.“ Þingmenn sem Fréttablaðið náði tali af í gær eru á einu máli um að þingstörf verði að komast í fastar skorður nú þegar síðasti mánuður ársins er runninn upp og að minnsta kosti þrjú risastór mál enn ókláruð í þinginu, það eru fjárlög, samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar og veiðigjaldafrumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar. Þingmenn hafa sín á milli varpað fram ýmsum hugmyndum um hvernig hægt sé að koma þingmönnum Miðflokksins og Flokks fólksins í skilning um að þeir geti ekki og vilji ekki starfa með þeim og að þeir þurfi að víkja hið snarasta. Hugmyndir hafa verið uppi um að víkja úr þingsal ef þeir ætli sér að taka til máls og hvaðeina til að þrýsta á afsögn þeirra. Einn þingmaðurinn sem Fréttablaðið talaði við í gær segir það ekki koma til greina að einstaklingar, sem hafa orðið fyrir barðinu á þessum sex manna hópi, þurfi að sitja nefndarfundi, eða þá koma fyrir nefndir, þar sem þessir þingmenn eru fyrir á fleti. Ekki náðist í nokkurn þingmanna Miðflokksins við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segja þingmennina verða að víkja Stjórn Framsóknarfélags Grindavíkur fordæmir harðlega ummæli þingmanna á veitingastaðnum Klaustur og segir þau óafsakanleg. 2. desember 2018 23:12 Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27 Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, mun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefja þingfund í dag með því að lesa stutta yfirlýsingu frá forseta vegna uppákomunnar fyrir helgi þegar upp komst um illt umtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins í garð samstarfsmanna sinna og annars nafntogaðs fólks sem hefur komið nálægt stjórnmálum hin síðari ár. Steingrímur segir fundinn ekki hefjast með hefðbundnum hætti. „Við erum að undirbúa ýmislegt og eitt af því er upphaf fundarins og menn geta velt því fyrir sér hvort það sé líklegt að hann byrji án þess að þetta á einhvern hátt komi við sögu,“ segir Steingrímur.Steingrímur J. Sigfússon tekur til máls í dag.„Þetta er upphaf fyrsta fundar eftir að þetta hefur gengið yfir. Einnig verða forsætisnefndarfundur og fundur með formönnum þingflokka svo það mun líklegast eitthvað gerast þar.“ Þingmenn sem Fréttablaðið náði tali af í gær eru á einu máli um að þingstörf verði að komast í fastar skorður nú þegar síðasti mánuður ársins er runninn upp og að minnsta kosti þrjú risastór mál enn ókláruð í þinginu, það eru fjárlög, samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar og veiðigjaldafrumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar. Þingmenn hafa sín á milli varpað fram ýmsum hugmyndum um hvernig hægt sé að koma þingmönnum Miðflokksins og Flokks fólksins í skilning um að þeir geti ekki og vilji ekki starfa með þeim og að þeir þurfi að víkja hið snarasta. Hugmyndir hafa verið uppi um að víkja úr þingsal ef þeir ætli sér að taka til máls og hvaðeina til að þrýsta á afsögn þeirra. Einn þingmaðurinn sem Fréttablaðið talaði við í gær segir það ekki koma til greina að einstaklingar, sem hafa orðið fyrir barðinu á þessum sex manna hópi, þurfi að sitja nefndarfundi, eða þá koma fyrir nefndir, þar sem þessir þingmenn eru fyrir á fleti. Ekki náðist í nokkurn þingmanna Miðflokksins við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segja þingmennina verða að víkja Stjórn Framsóknarfélags Grindavíkur fordæmir harðlega ummæli þingmanna á veitingastaðnum Klaustur og segir þau óafsakanleg. 2. desember 2018 23:12 Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27 Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Sjá meira
Segja þingmennina verða að víkja Stjórn Framsóknarfélags Grindavíkur fordæmir harðlega ummæli þingmanna á veitingastaðnum Klaustur og segir þau óafsakanleg. 2. desember 2018 23:12
Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27
Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38