Von Trier segir „líklegt“ að hann hafi strippað fyrir framan Nicole Kidman Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2018 09:31 Lars von Trier og Nicole Kidman. vísir/getty Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier segir að það sé alveg líklegt að hann hafi strippað fyrir framan áströlsku leikkonuna Nicole Kidman þegar þau voru við tökur á kvikmynd hans Dogville fyrir um fimmtán árum síðan. Kidman hafi hins vegar verið reiðubúin að gera fleiri myndir með honum svo strippið getur ekki hafa verið það sjokkerandi fyrir hana, að sögn von Trier. Því skal þó haldið til haga að Kidman hefur ekki leikið í annarri mynd eftir von Trier nema Dogville, ef marka má IMDB. Von Trier ræðir Kidman í viðtali við breska blaðið Guardian en þar spyr blaðamaðurinn hann út í sögu sem hann hafi heyrt; að leikstjórinn hafi strippað fyrir leikkonuna. Von Trier hikar, hnussar svo og segir: „Nú, eins og með Peter þá hljómar þetta líklegt. En Nicole var tilbúinn til þess að koma og vinna aftur fyrir mig svo þetta getur ekki hafa verið svo sjokkerandi fyrir hana.“ Peter sem von Trier vísar þarna til er Peter Aalbæk Jensen, kvikmyndaframleiðandi, en hann og von Trier stofnuðu saman framleiðslufyrirtækið Zentropa.Segir að við viljum öll slá í rassa Skemmst er að minnast þess að í MeToo-byltingunni steig Björk Guðmundsdóttir fram og sagði frá kvikmyndaleikstjóra sem hefði áreitt hana kynferðislega við tökur á bíómynd sem hún lék í. Björk birti stöðuuppfærslu á Facebook og nefndi engin nöfn en lesa mátti á milli línanna að tónlistarkonan væri að vísa í von Trier. Hún lék aðalhlutverk í mynd von Trier Dancer in the Dark. Von Trier hafnaði þessum ásökunum Bjarkar og það gerði Jensen einnig en hann var framleiðandi myndarinnar. Sjálfur var Jensen svo sakaður um kynferðislega áreitni í garð starfsnema hjá Zentropa en hann var sakaður um að hafa klipið í brjóst þeirra og skipað þeim að strippa í jólagleði fyrirtækisins. Jensen baðst afsökunar en afsökunarbeiðnin var ekki upp á marga fiska þar sem hann sagði að honum þætti gaman að slá í rassa og hann væri frekar leiður yfir því að þurfa núna að hætta því. Blaðamaður Guardian spyr von Trier út í þetta í viðtalinu og segir að þessi menning yfirmanna hjá Zentropa um kynferðislegt frelsi hafi augljóslega verið misbeiting. Von Trier tekur ekki undir þau orð blaðamannsins. „Þú þekkir Peter. Hann er brjálaður. Ég er brjálaður. Zentropa er brjálað, að einhverju leyti. En þegar ég horfi á fyrirtækið þá er allt unga fólkið að skemmta sér vel,“ segir von Trier og hikar. „Ég veit ekki einu sinni hvað Peter á að hafa gert.“ Blaðamaðurinn segir honum það. „Slá í rassa.“ „Slá í rassa. Já. En það er það sem við viljum öll gera. Hann er að lifa drauminn sinn. Jú, þetta er ekki í lagi. Enginn ætti að vera neyddur til þess að gera eitthvað sem hann vill ekki. Það er mjög mikilvæg regla en ég segi kannski ekki endilega að þetta hafi verið rangt.“ Bíó og sjónvarp Eyjaálfa MeToo Norðurlönd Tengdar fréttir Lars von Trier: „Ég gerði þetta ekki“ Danski leikstjórinn Lars von Trier segir ekkert til í frásögn söngkonunnar Bjarkar um að hann hafi áreitt hana kynferðislega á tökustað myndarinnar Dancer in the Dark. 16. október 2017 09:40 Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12 Framleiðandi Dancer in the Dark hafnar ásökunum Bjarkar: „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans“ Segir Björk hafa verið erfiða á tökustað en Björk sagði sjálf Lars von Trier hafa borið upp á sig lygar og sakað hana um að vera erfiða í samstarfi eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans. 15. október 2017 23:19 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier segir að það sé alveg líklegt að hann hafi strippað fyrir framan áströlsku leikkonuna Nicole Kidman þegar þau voru við tökur á kvikmynd hans Dogville fyrir um fimmtán árum síðan. Kidman hafi hins vegar verið reiðubúin að gera fleiri myndir með honum svo strippið getur ekki hafa verið það sjokkerandi fyrir hana, að sögn von Trier. Því skal þó haldið til haga að Kidman hefur ekki leikið í annarri mynd eftir von Trier nema Dogville, ef marka má IMDB. Von Trier ræðir Kidman í viðtali við breska blaðið Guardian en þar spyr blaðamaðurinn hann út í sögu sem hann hafi heyrt; að leikstjórinn hafi strippað fyrir leikkonuna. Von Trier hikar, hnussar svo og segir: „Nú, eins og með Peter þá hljómar þetta líklegt. En Nicole var tilbúinn til þess að koma og vinna aftur fyrir mig svo þetta getur ekki hafa verið svo sjokkerandi fyrir hana.“ Peter sem von Trier vísar þarna til er Peter Aalbæk Jensen, kvikmyndaframleiðandi, en hann og von Trier stofnuðu saman framleiðslufyrirtækið Zentropa.Segir að við viljum öll slá í rassa Skemmst er að minnast þess að í MeToo-byltingunni steig Björk Guðmundsdóttir fram og sagði frá kvikmyndaleikstjóra sem hefði áreitt hana kynferðislega við tökur á bíómynd sem hún lék í. Björk birti stöðuuppfærslu á Facebook og nefndi engin nöfn en lesa mátti á milli línanna að tónlistarkonan væri að vísa í von Trier. Hún lék aðalhlutverk í mynd von Trier Dancer in the Dark. Von Trier hafnaði þessum ásökunum Bjarkar og það gerði Jensen einnig en hann var framleiðandi myndarinnar. Sjálfur var Jensen svo sakaður um kynferðislega áreitni í garð starfsnema hjá Zentropa en hann var sakaður um að hafa klipið í brjóst þeirra og skipað þeim að strippa í jólagleði fyrirtækisins. Jensen baðst afsökunar en afsökunarbeiðnin var ekki upp á marga fiska þar sem hann sagði að honum þætti gaman að slá í rassa og hann væri frekar leiður yfir því að þurfa núna að hætta því. Blaðamaður Guardian spyr von Trier út í þetta í viðtalinu og segir að þessi menning yfirmanna hjá Zentropa um kynferðislegt frelsi hafi augljóslega verið misbeiting. Von Trier tekur ekki undir þau orð blaðamannsins. „Þú þekkir Peter. Hann er brjálaður. Ég er brjálaður. Zentropa er brjálað, að einhverju leyti. En þegar ég horfi á fyrirtækið þá er allt unga fólkið að skemmta sér vel,“ segir von Trier og hikar. „Ég veit ekki einu sinni hvað Peter á að hafa gert.“ Blaðamaðurinn segir honum það. „Slá í rassa.“ „Slá í rassa. Já. En það er það sem við viljum öll gera. Hann er að lifa drauminn sinn. Jú, þetta er ekki í lagi. Enginn ætti að vera neyddur til þess að gera eitthvað sem hann vill ekki. Það er mjög mikilvæg regla en ég segi kannski ekki endilega að þetta hafi verið rangt.“
Bíó og sjónvarp Eyjaálfa MeToo Norðurlönd Tengdar fréttir Lars von Trier: „Ég gerði þetta ekki“ Danski leikstjórinn Lars von Trier segir ekkert til í frásögn söngkonunnar Bjarkar um að hann hafi áreitt hana kynferðislega á tökustað myndarinnar Dancer in the Dark. 16. október 2017 09:40 Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12 Framleiðandi Dancer in the Dark hafnar ásökunum Bjarkar: „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans“ Segir Björk hafa verið erfiða á tökustað en Björk sagði sjálf Lars von Trier hafa borið upp á sig lygar og sakað hana um að vera erfiða í samstarfi eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans. 15. október 2017 23:19 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Lars von Trier: „Ég gerði þetta ekki“ Danski leikstjórinn Lars von Trier segir ekkert til í frásögn söngkonunnar Bjarkar um að hann hafi áreitt hana kynferðislega á tökustað myndarinnar Dancer in the Dark. 16. október 2017 09:40
Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12
Framleiðandi Dancer in the Dark hafnar ásökunum Bjarkar: „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans“ Segir Björk hafa verið erfiða á tökustað en Björk sagði sjálf Lars von Trier hafa borið upp á sig lygar og sakað hana um að vera erfiða í samstarfi eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans. 15. október 2017 23:19