Venus og máninn hátt á himni skína Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2018 11:11 Tunglið (t.h.) og Venus (t.v.) hafa fylgst að síðustu morgna og lýst upp morgunhimininn. Sævar Helgi Bragason Reikistjarnan Venus hefur sett sterkan svip á himininn þar sem hún skín skært nærri tunglinu á morgnana. Birta nágrannareikistjörnunnar er í hámarki nú í byrjun desember en hún byrjar í kjölfarið að dofna þar til hún hverfur í birtu sólarinnar í febrúar. Samsýning Venusar og tunglsins í minnkandi sigð er í hámarki dagana 2. til 4. desember að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Saman hafa þau skinið í suðaustri á morgnana við birtingu. Tunglið verður nýtt á föstudag og eftir það fer það vaxandi á kvöldhimninum. Samstaða tunglsins og Venusar endurtekur sig í byrjun janúar. Þeir sem hafa aðgang að sjónauka geta séð að Venus er einnig sigðarlaga um þessar mundir. Ólíkt tunglinu er reikistjarnan vaxandi og er um fjórðungur skífu hennar upplýstur. Fölgulur litur Venusar skýrist af brennisteini í skýjunum sem hylja reikistjörnuna.Forngrikkir kölluð Venus Evsfórus þegar hún skein á morgunhimninum en Hesperus þegar hún var kvöldstjarna. Venus verður næst sýnileg á kvöldin í lok desember á næsta ári.Sævar Helgi BragasonVenus er næsta reikistjarnan við jörðina í sólkerfinu en að jafnaði skilja um 40 milljón kílómetrar þær að. Hnettirnir eru um það bil jafnstórir, jafnmassamiklir og jafna þyngdarhröðun. Líkindi reikistjarnanna enda þar. Jörðin býður upp á kjöraðstæður fyrir fjölbreytt lífríki en Venus er helvíti líkust. Hitinn við yfirborð Venusar nálgast 500°C og lofthjúpurinn er svo þéttur að við yfirborðið er loftsþrýstingurinn níutíu sinnum meiri en við sjávarmál á jörðinni. Það jafnast á við þrýstinginn á eins kílómetra dýpi í höfum jarðar. Sovésk geimför sem lentu á Venusi á 8. áratugnum entust aðeins í nokkrar klukkustundir áður en þau voru kramin eins og gosdósir. Ástæðan fyrir því hversu ólíkar aðstæðurnar eru á þessum grannreikistjörnum er ekki hversu nær Venus er sólinni en jörðin. Þannig fær yfirborð jarðarinnar meiri orku frá sólinni en Venus vegna þess lofthjúpur Venusar er svo þykkur að hann endurvarpar 70% sólarljóss sem fellur á hann. Vísindamenn telja að aðstæður á Venusi hafi getað líkst jörðinni í fyrndinni en lofthjúpar þeirra þróuðust síðan á gerólíkan hátt. Á Venusi leiddu óðagróðurhúsaáhrif til þess að höf fljótandi vatns gufuðu upp. Koltvísýringur sem eldfjöll Venusar spúðu frá sér leystist ekki lengur upp í höfunum heldur safnaðist fyrir í lofthjúpnum og jók enn á gróðurhúsahlýnunina þar til hitinn við yfirborðið jafnaðist á við í bakaraofni.Mynd evrópska geimfarsins Venus Express af skýjum Venusar.ESA/MPS/DLR/IDA Geimurinn Venus Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Reikistjarnan Venus hefur sett sterkan svip á himininn þar sem hún skín skært nærri tunglinu á morgnana. Birta nágrannareikistjörnunnar er í hámarki nú í byrjun desember en hún byrjar í kjölfarið að dofna þar til hún hverfur í birtu sólarinnar í febrúar. Samsýning Venusar og tunglsins í minnkandi sigð er í hámarki dagana 2. til 4. desember að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Saman hafa þau skinið í suðaustri á morgnana við birtingu. Tunglið verður nýtt á föstudag og eftir það fer það vaxandi á kvöldhimninum. Samstaða tunglsins og Venusar endurtekur sig í byrjun janúar. Þeir sem hafa aðgang að sjónauka geta séð að Venus er einnig sigðarlaga um þessar mundir. Ólíkt tunglinu er reikistjarnan vaxandi og er um fjórðungur skífu hennar upplýstur. Fölgulur litur Venusar skýrist af brennisteini í skýjunum sem hylja reikistjörnuna.Forngrikkir kölluð Venus Evsfórus þegar hún skein á morgunhimninum en Hesperus þegar hún var kvöldstjarna. Venus verður næst sýnileg á kvöldin í lok desember á næsta ári.Sævar Helgi BragasonVenus er næsta reikistjarnan við jörðina í sólkerfinu en að jafnaði skilja um 40 milljón kílómetrar þær að. Hnettirnir eru um það bil jafnstórir, jafnmassamiklir og jafna þyngdarhröðun. Líkindi reikistjarnanna enda þar. Jörðin býður upp á kjöraðstæður fyrir fjölbreytt lífríki en Venus er helvíti líkust. Hitinn við yfirborð Venusar nálgast 500°C og lofthjúpurinn er svo þéttur að við yfirborðið er loftsþrýstingurinn níutíu sinnum meiri en við sjávarmál á jörðinni. Það jafnast á við þrýstinginn á eins kílómetra dýpi í höfum jarðar. Sovésk geimför sem lentu á Venusi á 8. áratugnum entust aðeins í nokkrar klukkustundir áður en þau voru kramin eins og gosdósir. Ástæðan fyrir því hversu ólíkar aðstæðurnar eru á þessum grannreikistjörnum er ekki hversu nær Venus er sólinni en jörðin. Þannig fær yfirborð jarðarinnar meiri orku frá sólinni en Venus vegna þess lofthjúpur Venusar er svo þykkur að hann endurvarpar 70% sólarljóss sem fellur á hann. Vísindamenn telja að aðstæður á Venusi hafi getað líkst jörðinni í fyrndinni en lofthjúpar þeirra þróuðust síðan á gerólíkan hátt. Á Venusi leiddu óðagróðurhúsaáhrif til þess að höf fljótandi vatns gufuðu upp. Koltvísýringur sem eldfjöll Venusar spúðu frá sér leystist ekki lengur upp í höfunum heldur safnaðist fyrir í lofthjúpnum og jók enn á gróðurhúsahlýnunina þar til hitinn við yfirborðið jafnaðist á við í bakaraofni.Mynd evrópska geimfarsins Venus Express af skýjum Venusar.ESA/MPS/DLR/IDA
Geimurinn Venus Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira