Karl Gauti: Inga sjálf haft á orði að hún hafi grenjað sig á þing Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2018 13:50 Þeir Ólafur og Karl Gauti segjar ekki hafa sagt neitt óviðurkvæmilegt en gert þau mistök að sitja undir subbulegu tali Miðflokksmanna. Vísir „Hún [Inga Sæland formaður Flokks fólksins]hefur sjálf haft á orði að hún hafi grenjað sig inn á þing.“ Þetta segir Karl Gauti Hjaltason en hann ásamt Ólafi Ísleifssyni voru í ítarlegu viðtali á Harmageddon nú í morgun. Eins og Vísir hefur þegar greint frá hafa þeir félagarnir sent forseta Alþingis bréf og tilkynnt honum að þeir ætli að sitja áfram á þingi þó þeir hafi verið reknir úr Flokki fólksins í kjölfar Klaustur-skandalsins, þá sem óháðir þingmenn. Karl Gauti var þarna að svara spurningu um óviðurkvæmileg ummæli hans sjálfs, varðandi það að Inga Sæland geti grenjað en ekki stjórnað, á hinum fræga Klaustur-fundi. Þarna er vísað til áhrifaríkrar ræðu Ingu í kosningasjónvarpi í síðustu kosningabaráttu fyrir rúmlega ári en þá klökknaði Inga þegar hún flutti áhrifamikla ræðu um stöðu fátækra á Íslandi. Er sú framganga af ýmsum talin hafa verið ákveðinn vendipunktur og jafnvel leitt til þess að Flokkur fólksins náði inn á þing. Ólafur Ísleifsson er uppbótarþingmaður í Reykjavík norður en þar féllu 2.547 atkvæði til Flokks fólksins. Karl Gauti er 8. þingmaður í Suðurkjördæmi, efsti maður á lista Flokks fólksins sem þar hreppti 2.509 atkvæði.Ólafur hélt sig við það að ekkert hafi verið haft eftir sér á hinum fræga fundi sem er meiðandi og særandi um nokkurn mann. En hann hafi gert þau mistök að sitja of lengi undir slíku en hafi farið þegar hann sá í hvað stefndi, áður en sumblinu lauk ásamt þeim Karli Gauta og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur þingmanni Miðflokksins. Hann segist til að mynda hafa verið farinn þegar talið barst af Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, sem Gunnar Bragi Sveinsson kallaði „helvítis tík“.„Við Lilja erum persónulegir vinir og það myndi enginn tala svona um hana í viðurvist minni,“ segir Ólafur Ísleifsson. Hann, ítrekaði að það sé engum sæmandi að tala með þessum hætti og ekki síður að sitja undir svona orðræðu, það hafi verið ámælisleg mistök: „Ég ítreka mína afsökunarbeiðni. Bið alla þá sem hallað var á afsökunar, alla þingmenn fyrrverandi og núverandi og ég bið þjóðina afsökunar. Þykir þetta afar miður og afar leitt. Þetta er harður skóli en ég mun sannarlega læra af þessu.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ætla að starfa saman sem óháðir þingmenn utan flokka Ólafur Ísleifsson, sem tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins eftir þingkosningar 2017, kveðst ætla að starfa áfram sem óháður þingmaður utan flokka en hann var rekinn úr Flokki fólksins ásamt Karli Gauta Hjaltasyni síðastliðinn föstudag. 3. desember 2018 10:37 Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 „Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Sjá meira
„Hún [Inga Sæland formaður Flokks fólksins]hefur sjálf haft á orði að hún hafi grenjað sig inn á þing.“ Þetta segir Karl Gauti Hjaltason en hann ásamt Ólafi Ísleifssyni voru í ítarlegu viðtali á Harmageddon nú í morgun. Eins og Vísir hefur þegar greint frá hafa þeir félagarnir sent forseta Alþingis bréf og tilkynnt honum að þeir ætli að sitja áfram á þingi þó þeir hafi verið reknir úr Flokki fólksins í kjölfar Klaustur-skandalsins, þá sem óháðir þingmenn. Karl Gauti var þarna að svara spurningu um óviðurkvæmileg ummæli hans sjálfs, varðandi það að Inga Sæland geti grenjað en ekki stjórnað, á hinum fræga Klaustur-fundi. Þarna er vísað til áhrifaríkrar ræðu Ingu í kosningasjónvarpi í síðustu kosningabaráttu fyrir rúmlega ári en þá klökknaði Inga þegar hún flutti áhrifamikla ræðu um stöðu fátækra á Íslandi. Er sú framganga af ýmsum talin hafa verið ákveðinn vendipunktur og jafnvel leitt til þess að Flokkur fólksins náði inn á þing. Ólafur Ísleifsson er uppbótarþingmaður í Reykjavík norður en þar féllu 2.547 atkvæði til Flokks fólksins. Karl Gauti er 8. þingmaður í Suðurkjördæmi, efsti maður á lista Flokks fólksins sem þar hreppti 2.509 atkvæði.Ólafur hélt sig við það að ekkert hafi verið haft eftir sér á hinum fræga fundi sem er meiðandi og særandi um nokkurn mann. En hann hafi gert þau mistök að sitja of lengi undir slíku en hafi farið þegar hann sá í hvað stefndi, áður en sumblinu lauk ásamt þeim Karli Gauta og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur þingmanni Miðflokksins. Hann segist til að mynda hafa verið farinn þegar talið barst af Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, sem Gunnar Bragi Sveinsson kallaði „helvítis tík“.„Við Lilja erum persónulegir vinir og það myndi enginn tala svona um hana í viðurvist minni,“ segir Ólafur Ísleifsson. Hann, ítrekaði að það sé engum sæmandi að tala með þessum hætti og ekki síður að sitja undir svona orðræðu, það hafi verið ámælisleg mistök: „Ég ítreka mína afsökunarbeiðni. Bið alla þá sem hallað var á afsökunar, alla þingmenn fyrrverandi og núverandi og ég bið þjóðina afsökunar. Þykir þetta afar miður og afar leitt. Þetta er harður skóli en ég mun sannarlega læra af þessu.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ætla að starfa saman sem óháðir þingmenn utan flokka Ólafur Ísleifsson, sem tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins eftir þingkosningar 2017, kveðst ætla að starfa áfram sem óháður þingmaður utan flokka en hann var rekinn úr Flokki fólksins ásamt Karli Gauta Hjaltasyni síðastliðinn föstudag. 3. desember 2018 10:37 Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 „Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Sjá meira
Ætla að starfa saman sem óháðir þingmenn utan flokka Ólafur Ísleifsson, sem tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins eftir þingkosningar 2017, kveðst ætla að starfa áfram sem óháður þingmaður utan flokka en hann var rekinn úr Flokki fólksins ásamt Karli Gauta Hjaltasyni síðastliðinn föstudag. 3. desember 2018 10:37
Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45
„Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16