Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2018 13:54 Þó að Attenborough sé kominn á tíræðisaldur lætur hann enn til sín taka til að verja lífríki jarðar. Vísir/EPA Loftslagsbreytingar af völdum manna munu leiða til hruns siðmenningar og náttúru grípi menn ekki hratt til aðgerða. David Attenborough, náttúrufræðingurinn heimsfrægi, lýsti loftslagsbreytingum sem mestu ógn mannkynsins í árþúsundir þegar hann ávarpaði loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í dag. Attenborough var valinn til að tala máli íbúa jarðar við fulltrúa tæplega tvö hundruð ríkja sem sækja fundinn í Katowice. Fundinum er ætlað að ákveða reglur um hvernig ríkin ætla að ná og mæla markmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. „Um þessar mundir stöndum við frammi fyrir manngerðum hörmungum á heimsvísu, mestu ógn okkar í þúsundir ára: loftslagsbreytingum,“ sagði Attenborough. „Ef við grípum ekki til aðgerða er hrun siðmenningar okkar og útrýming stórs hluta náttúruheimsins í sjónmáli.“ Krafði enski náttúrufræðingurinn og heimildarmyndargerðarmaðurinn leiðtoga heims um aðgerðir og forystu. Framtíð siðmenningarinnar og náttúrunnar væri í þeirra höndum, að því er segir í frétt The Guardian. Höfundar skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í síðustu viku komust að þeirri niðurstöðu að ríki heims væri víðsfjarri því að draga úr losun nægilega til að hægt verði að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5-2°C eins og Parísarsamkomulagið kveður á um. Draga þurfi fimmfalt meira úr losun til að hægt verði að ná 1,5°C markmiðinu. Miðað við núverandi losun stefnir hnattræn hlýnun í að minnsta kosti 3°C fyrir lok aldarinnar og jafnvel meira. Þess konar hlýnunar fylgja verri hitabylgjur, þurrkar, úrhelli og veðuröfgar sem geta leitt til uppskerubrests og efnahagslegs og samfélagslegs óstöðugleika. Við þær aðstæður ógnaði hækkun yfirborðs sjávar um metra eða meira fyrir lok aldarinnar samfélögum hundruð milljóna manna á strandsvæðum jarðar.Sir David Attenborough says that we're facing a man-made disaster on a global scale. https://t.co/mnv5BLTo72 Via @ReutersTV #COP24 pic.twitter.com/pz3Pxz9Q1e— Reuters Top News (@Reuters) December 3, 2018 Evrópa Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Hefja loftslagsfund með öflugan meðbyr frá G20 Fulltrúar tæplega 200 landa söfnuðust saman í pólsku borginni Katowice í gær við upphaf árlegrar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. 3. desember 2018 06:15 Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 2018 fjórða heitasta árið World Meteorological Organization, sem er stofnun innan Sameinuðu þjóðanna, segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða til að sporna gegn hlýnun jarðarinnar. 29. nóvember 2018 12:06 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Loftslagsbreytingar af völdum manna munu leiða til hruns siðmenningar og náttúru grípi menn ekki hratt til aðgerða. David Attenborough, náttúrufræðingurinn heimsfrægi, lýsti loftslagsbreytingum sem mestu ógn mannkynsins í árþúsundir þegar hann ávarpaði loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í dag. Attenborough var valinn til að tala máli íbúa jarðar við fulltrúa tæplega tvö hundruð ríkja sem sækja fundinn í Katowice. Fundinum er ætlað að ákveða reglur um hvernig ríkin ætla að ná og mæla markmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. „Um þessar mundir stöndum við frammi fyrir manngerðum hörmungum á heimsvísu, mestu ógn okkar í þúsundir ára: loftslagsbreytingum,“ sagði Attenborough. „Ef við grípum ekki til aðgerða er hrun siðmenningar okkar og útrýming stórs hluta náttúruheimsins í sjónmáli.“ Krafði enski náttúrufræðingurinn og heimildarmyndargerðarmaðurinn leiðtoga heims um aðgerðir og forystu. Framtíð siðmenningarinnar og náttúrunnar væri í þeirra höndum, að því er segir í frétt The Guardian. Höfundar skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í síðustu viku komust að þeirri niðurstöðu að ríki heims væri víðsfjarri því að draga úr losun nægilega til að hægt verði að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5-2°C eins og Parísarsamkomulagið kveður á um. Draga þurfi fimmfalt meira úr losun til að hægt verði að ná 1,5°C markmiðinu. Miðað við núverandi losun stefnir hnattræn hlýnun í að minnsta kosti 3°C fyrir lok aldarinnar og jafnvel meira. Þess konar hlýnunar fylgja verri hitabylgjur, þurrkar, úrhelli og veðuröfgar sem geta leitt til uppskerubrests og efnahagslegs og samfélagslegs óstöðugleika. Við þær aðstæður ógnaði hækkun yfirborðs sjávar um metra eða meira fyrir lok aldarinnar samfélögum hundruð milljóna manna á strandsvæðum jarðar.Sir David Attenborough says that we're facing a man-made disaster on a global scale. https://t.co/mnv5BLTo72 Via @ReutersTV #COP24 pic.twitter.com/pz3Pxz9Q1e— Reuters Top News (@Reuters) December 3, 2018
Evrópa Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Hefja loftslagsfund með öflugan meðbyr frá G20 Fulltrúar tæplega 200 landa söfnuðust saman í pólsku borginni Katowice í gær við upphaf árlegrar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. 3. desember 2018 06:15 Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 2018 fjórða heitasta árið World Meteorological Organization, sem er stofnun innan Sameinuðu þjóðanna, segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða til að sporna gegn hlýnun jarðarinnar. 29. nóvember 2018 12:06 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Hefja loftslagsfund með öflugan meðbyr frá G20 Fulltrúar tæplega 200 landa söfnuðust saman í pólsku borginni Katowice í gær við upphaf árlegrar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. 3. desember 2018 06:15
Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05
Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34
Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34
2018 fjórða heitasta árið World Meteorological Organization, sem er stofnun innan Sameinuðu þjóðanna, segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða til að sporna gegn hlýnun jarðarinnar. 29. nóvember 2018 12:06