Áttu erindi í hraðbankann? Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 4. desember 2018 07:00 Víða er opið í fordyri bankanna svo að fólk geti hanterað hraðbankann þar í næði. Þangað fer ég stundum að taka út túkalla. En nú þegar ólífuuppskerutíminn er genginn í garð, hér í Alcalá í suðurhéruðum Spánar, koma þau líka að annars konar notum. Nú halda þar til farandverkamenn frá Afríku. Þeir fletja út pappakassa á gólfinu og sofa þar ofaná með teppahrúgu yfir sér. Árla dags fjölmenna þeir svo við rútustöðina en þangað koma jarðeigendur á jeppunum sínum og kippa þeim uppí. Enn er næturfrostið ekki farið að næða um en það er á næsta leiti. Þá verður nóttin vitaskuld nöpur í hraðbankanum og ófýsilegt að halda útá frosinn akurinn. Allt eru þetta ungir menn og margir hverjir óskiljanlega brosmildir. Einn þeirra sagði mér frá Ódysseifsför sinni þegar hann fór frá Senegal með fríðum hópi á slöngubát til Kanaríeyja. Var hann sjö daga á leiðinni og allar vistir og eldsneyti nánast uppurið þegar náðist í land. Enginn lést á leiðinni sem má teljast mikið lán sem margir hafa farið á mis við á leið sinni yfir Miðjarðarhafið síðustu mánuðina einsog allir vita. Hann segist vera búinn að greiða fyrir farið svo ég veit að það tók sinn tíma en ekki veit ég hvernig þær greiðslur fóru fram og hvaða glæpamaður fékk þær á endanum. Ekki veit ég heldur hvað ræður því að hér eru farandverkamennirnir frá löndum sunnan Sahara en í næsta þorpi koma þeir nánast allir frá Rúmeníu. Ekki veit ég heldur hvert þessir „bankabúar“ fara þegar uppskeru lýkur hér. En það versta af öllu er að í raun skil ég ekki hvað veldur því að erindi okkar í hraðbankann eru svona ólík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Víða er opið í fordyri bankanna svo að fólk geti hanterað hraðbankann þar í næði. Þangað fer ég stundum að taka út túkalla. En nú þegar ólífuuppskerutíminn er genginn í garð, hér í Alcalá í suðurhéruðum Spánar, koma þau líka að annars konar notum. Nú halda þar til farandverkamenn frá Afríku. Þeir fletja út pappakassa á gólfinu og sofa þar ofaná með teppahrúgu yfir sér. Árla dags fjölmenna þeir svo við rútustöðina en þangað koma jarðeigendur á jeppunum sínum og kippa þeim uppí. Enn er næturfrostið ekki farið að næða um en það er á næsta leiti. Þá verður nóttin vitaskuld nöpur í hraðbankanum og ófýsilegt að halda útá frosinn akurinn. Allt eru þetta ungir menn og margir hverjir óskiljanlega brosmildir. Einn þeirra sagði mér frá Ódysseifsför sinni þegar hann fór frá Senegal með fríðum hópi á slöngubát til Kanaríeyja. Var hann sjö daga á leiðinni og allar vistir og eldsneyti nánast uppurið þegar náðist í land. Enginn lést á leiðinni sem má teljast mikið lán sem margir hafa farið á mis við á leið sinni yfir Miðjarðarhafið síðustu mánuðina einsog allir vita. Hann segist vera búinn að greiða fyrir farið svo ég veit að það tók sinn tíma en ekki veit ég hvernig þær greiðslur fóru fram og hvaða glæpamaður fékk þær á endanum. Ekki veit ég heldur hvað ræður því að hér eru farandverkamennirnir frá löndum sunnan Sahara en í næsta þorpi koma þeir nánast allir frá Rúmeníu. Ekki veit ég heldur hvert þessir „bankabúar“ fara þegar uppskeru lýkur hér. En það versta af öllu er að í raun skil ég ekki hvað veldur því að erindi okkar í hraðbankann eru svona ólík.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar