Fimm hundruð fengu jólabónus kjararáðs Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. desember 2018 06:00 Þjóðkjörnir fulltrúar og allir þeir fimm hundruð sem heyrðu undir kjararáð fengu veglegri desemberuppbót en flestir. Fréttablaðið/Anton Brink Allir sem kjararáð ákvarðaði laun áður en það var aflagt fengu 181 þúsund krónur í desemberuppbót um mánaðamótin. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu eru það fimm hundruð manns. Algeng desemberuppbót á hinum almenna vinnumarkaði í ár er 89 þúsund krónur. Umræða skapaðist um helgina um desemberuppbót þingmanna eftir að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, birti mynd af launaseðli sínum á Facebook og lét í kjölfarið hafa eftir sér í viðtali að hann teldi uppbótina of háa og óþarfa. Verkalýðsforingjar hafa síðan gagnrýnt „sjálftökuna“ harkalega. Það eru fleiri en þjóðkjörnir fulltrúar sem fá hærri uppbót en almúginn. Það á við um allt opinbera embættismannakerfið og alla sem tóku laun samkvæmt ákvörðun kjararáðs áður en það var lagt niður í júlí. Samkvæmt reglum kjararáðs um starfskjör fengu þeir sem tóku laun samkvæmt úrskurði þess greiddar 19 einingar í desemberuppbót samkvæmt launaflokki 136 í launatöflu kjararáðs nr. 502. Ein eining var 9.572 krónur, alls 181.868 krónur.Sjá einnig: Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Hvergi í reglunum er talað um annað en að desemberuppbótin sé eitthvað annað en það, í það minnsta hvergi minnst á að hún sé samtala orlofs- og desemberuppbóta. Í svari ráðuneytisins til Fréttablaðsins segir þó að á móti hafi gamli kjararáðshópurinn ekki fengið orlofsuppbót í júní líkt og flestir aðrir. „En desember- og orlofsuppbót flestra stéttarfélaga ríkisins er samtals 137 þúsund krónur,“ segir Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Þó tillit væri tekið til þeirrar útskýringar er jólauppbót kjararáðshópsins samt 45 þúsund krónum hærri en gengur og gerist. Að orlofsuppbót slepptri er jólabónusinn 92 þúsund krónum hærri en almennt gerist. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu gilda fyrri ákvarðanir kjararáðs þar til nýtt kerfi tekur við. Það sé fyrirhugað 1. janúar næstkomandi. Fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð. Markmiðið er að koma á fót nýju fyrirkomulagi launaákvarðana þeirra sem heyrðu undir kjararáð. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Þingmaðurinn birtir launaseðil sinn. Úrskurður kjararáðs festur í sessi. 3. desember 2018 10:56 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Allir sem kjararáð ákvarðaði laun áður en það var aflagt fengu 181 þúsund krónur í desemberuppbót um mánaðamótin. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu eru það fimm hundruð manns. Algeng desemberuppbót á hinum almenna vinnumarkaði í ár er 89 þúsund krónur. Umræða skapaðist um helgina um desemberuppbót þingmanna eftir að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, birti mynd af launaseðli sínum á Facebook og lét í kjölfarið hafa eftir sér í viðtali að hann teldi uppbótina of háa og óþarfa. Verkalýðsforingjar hafa síðan gagnrýnt „sjálftökuna“ harkalega. Það eru fleiri en þjóðkjörnir fulltrúar sem fá hærri uppbót en almúginn. Það á við um allt opinbera embættismannakerfið og alla sem tóku laun samkvæmt ákvörðun kjararáðs áður en það var lagt niður í júlí. Samkvæmt reglum kjararáðs um starfskjör fengu þeir sem tóku laun samkvæmt úrskurði þess greiddar 19 einingar í desemberuppbót samkvæmt launaflokki 136 í launatöflu kjararáðs nr. 502. Ein eining var 9.572 krónur, alls 181.868 krónur.Sjá einnig: Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Hvergi í reglunum er talað um annað en að desemberuppbótin sé eitthvað annað en það, í það minnsta hvergi minnst á að hún sé samtala orlofs- og desemberuppbóta. Í svari ráðuneytisins til Fréttablaðsins segir þó að á móti hafi gamli kjararáðshópurinn ekki fengið orlofsuppbót í júní líkt og flestir aðrir. „En desember- og orlofsuppbót flestra stéttarfélaga ríkisins er samtals 137 þúsund krónur,“ segir Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Þó tillit væri tekið til þeirrar útskýringar er jólauppbót kjararáðshópsins samt 45 þúsund krónum hærri en gengur og gerist. Að orlofsuppbót slepptri er jólabónusinn 92 þúsund krónum hærri en almennt gerist. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu gilda fyrri ákvarðanir kjararáðs þar til nýtt kerfi tekur við. Það sé fyrirhugað 1. janúar næstkomandi. Fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð. Markmiðið er að koma á fót nýju fyrirkomulagi launaákvarðana þeirra sem heyrðu undir kjararáð.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Þingmaðurinn birtir launaseðil sinn. Úrskurður kjararáðs festur í sessi. 3. desember 2018 10:56 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Þingmaðurinn birtir launaseðil sinn. Úrskurður kjararáðs festur í sessi. 3. desember 2018 10:56