Fimm hundruð fengu jólabónus kjararáðs Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. desember 2018 06:00 Þjóðkjörnir fulltrúar og allir þeir fimm hundruð sem heyrðu undir kjararáð fengu veglegri desemberuppbót en flestir. Fréttablaðið/Anton Brink Allir sem kjararáð ákvarðaði laun áður en það var aflagt fengu 181 þúsund krónur í desemberuppbót um mánaðamótin. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu eru það fimm hundruð manns. Algeng desemberuppbót á hinum almenna vinnumarkaði í ár er 89 þúsund krónur. Umræða skapaðist um helgina um desemberuppbót þingmanna eftir að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, birti mynd af launaseðli sínum á Facebook og lét í kjölfarið hafa eftir sér í viðtali að hann teldi uppbótina of háa og óþarfa. Verkalýðsforingjar hafa síðan gagnrýnt „sjálftökuna“ harkalega. Það eru fleiri en þjóðkjörnir fulltrúar sem fá hærri uppbót en almúginn. Það á við um allt opinbera embættismannakerfið og alla sem tóku laun samkvæmt ákvörðun kjararáðs áður en það var lagt niður í júlí. Samkvæmt reglum kjararáðs um starfskjör fengu þeir sem tóku laun samkvæmt úrskurði þess greiddar 19 einingar í desemberuppbót samkvæmt launaflokki 136 í launatöflu kjararáðs nr. 502. Ein eining var 9.572 krónur, alls 181.868 krónur.Sjá einnig: Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Hvergi í reglunum er talað um annað en að desemberuppbótin sé eitthvað annað en það, í það minnsta hvergi minnst á að hún sé samtala orlofs- og desemberuppbóta. Í svari ráðuneytisins til Fréttablaðsins segir þó að á móti hafi gamli kjararáðshópurinn ekki fengið orlofsuppbót í júní líkt og flestir aðrir. „En desember- og orlofsuppbót flestra stéttarfélaga ríkisins er samtals 137 þúsund krónur,“ segir Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Þó tillit væri tekið til þeirrar útskýringar er jólauppbót kjararáðshópsins samt 45 þúsund krónum hærri en gengur og gerist. Að orlofsuppbót slepptri er jólabónusinn 92 þúsund krónum hærri en almennt gerist. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu gilda fyrri ákvarðanir kjararáðs þar til nýtt kerfi tekur við. Það sé fyrirhugað 1. janúar næstkomandi. Fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð. Markmiðið er að koma á fót nýju fyrirkomulagi launaákvarðana þeirra sem heyrðu undir kjararáð. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Þingmaðurinn birtir launaseðil sinn. Úrskurður kjararáðs festur í sessi. 3. desember 2018 10:56 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Allir sem kjararáð ákvarðaði laun áður en það var aflagt fengu 181 þúsund krónur í desemberuppbót um mánaðamótin. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu eru það fimm hundruð manns. Algeng desemberuppbót á hinum almenna vinnumarkaði í ár er 89 þúsund krónur. Umræða skapaðist um helgina um desemberuppbót þingmanna eftir að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, birti mynd af launaseðli sínum á Facebook og lét í kjölfarið hafa eftir sér í viðtali að hann teldi uppbótina of háa og óþarfa. Verkalýðsforingjar hafa síðan gagnrýnt „sjálftökuna“ harkalega. Það eru fleiri en þjóðkjörnir fulltrúar sem fá hærri uppbót en almúginn. Það á við um allt opinbera embættismannakerfið og alla sem tóku laun samkvæmt ákvörðun kjararáðs áður en það var lagt niður í júlí. Samkvæmt reglum kjararáðs um starfskjör fengu þeir sem tóku laun samkvæmt úrskurði þess greiddar 19 einingar í desemberuppbót samkvæmt launaflokki 136 í launatöflu kjararáðs nr. 502. Ein eining var 9.572 krónur, alls 181.868 krónur.Sjá einnig: Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Hvergi í reglunum er talað um annað en að desemberuppbótin sé eitthvað annað en það, í það minnsta hvergi minnst á að hún sé samtala orlofs- og desemberuppbóta. Í svari ráðuneytisins til Fréttablaðsins segir þó að á móti hafi gamli kjararáðshópurinn ekki fengið orlofsuppbót í júní líkt og flestir aðrir. „En desember- og orlofsuppbót flestra stéttarfélaga ríkisins er samtals 137 þúsund krónur,“ segir Elva Björk Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Þó tillit væri tekið til þeirrar útskýringar er jólauppbót kjararáðshópsins samt 45 þúsund krónum hærri en gengur og gerist. Að orlofsuppbót slepptri er jólabónusinn 92 þúsund krónum hærri en almennt gerist. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu gilda fyrri ákvarðanir kjararáðs þar til nýtt kerfi tekur við. Það sé fyrirhugað 1. janúar næstkomandi. Fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð. Markmiðið er að koma á fót nýju fyrirkomulagi launaákvarðana þeirra sem heyrðu undir kjararáð.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Þingmaðurinn birtir launaseðil sinn. Úrskurður kjararáðs festur í sessi. 3. desember 2018 10:56 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Þingmaðurinn birtir launaseðil sinn. Úrskurður kjararáðs festur í sessi. 3. desember 2018 10:56