Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. desember 2018 10:44 Helgi Bernódusson er skrifstofustjóri Alþingis. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. Starfsmenn gera ekki kröfur um að þingmenn skili inn gögnum sem sýni fram á að þeir hafi lokið þeirri menntun sem þeir segjast hafa gert. Ekki stendur til að breyta þessu, að sögn Helga Bernódussonar skrifstofustjóra Alþingis. „Við erum náttúrulega ekki vinnuveitendur. Við bara tökum þær upplýsingar sem við fáum frá þingmönnum. Við förum ekki í neina rannsóknarvinnu um það. Ef við sjáum augljósar villur þá leiðréttum við þær eða höfum samband við þingmann og spyrjumst nánar fyrir ef okkur finnst ástæða til þess. En við gerum það ekki að sjálfsdáðum eða stöndum í mikilli rannsóknarvinnu. Þetta er meira og minna á þeirra eigin ábyrgð,“ segir Helgi í samtali við Vísi.Anna Kolbrún Árnadóttir, starfandi þingflokksformaður Miðflokksins, á leiðinni á fund þingflokksformanna í gær.Vísir/VilhelmStendur til að breyta þessu eitthvað? „Við gerum það ekki eftir þetta samtal og við erum ekkert eins og ég segi að elta þetta.“ Skrifstofa Alþingis ritstýrir og samræmir heildarsvip æviágripa, en lengra nær það ekki. „Við höfum ekki sest niður til að rannsaka eitt eða neitt og bregðumst yfirleitt ekkert við beinlínis ábendingum úti í bæ. Við beinum því þá bara til þingmannanna sjálfra.“ Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripinu var breytt í gær.Vinstra megin má sjá æviágripið eins og það leit út þann 17. júni síðastliðinn. Hægra megin má sjá ævigágripið eins og það er í dag. Búið er að taka orðið þroskaþjálfi út á tveimur stöðum. Hægt er að draga stikuna fram og til baka til að bera saman útgáfurnar. „Ég veit ekkert um þetta mál formlega. Ég hef heyrt einhverja sögu um þetta en ég veit ekki hvort þetta er satt eða rétt eða rangt. Þetta eru upplýsingar þingmannsins sem hann veitir um sig,“ segir Helgi. „Ef við sjáum eitthvað sem okkur finnst skrítið þá spyrjum við þingmennina en við erum ekkert að eltast við þetta að öðru leyti það verður bara að beinast að þingmönnunum sjálfum.“Þannig að þið treystið því að þingmenn segi satt og rétt frá í þessu ágripi? „Já við verðum að gera það og eins og ég segi ef það er eitthvað sérstakt þá kannski spyrjum við þá og leitum skýringa á upplýsingum.“ Ekki náðist í Önnu Kolbrúnu við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira
Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. Starfsmenn gera ekki kröfur um að þingmenn skili inn gögnum sem sýni fram á að þeir hafi lokið þeirri menntun sem þeir segjast hafa gert. Ekki stendur til að breyta þessu, að sögn Helga Bernódussonar skrifstofustjóra Alþingis. „Við erum náttúrulega ekki vinnuveitendur. Við bara tökum þær upplýsingar sem við fáum frá þingmönnum. Við förum ekki í neina rannsóknarvinnu um það. Ef við sjáum augljósar villur þá leiðréttum við þær eða höfum samband við þingmann og spyrjumst nánar fyrir ef okkur finnst ástæða til þess. En við gerum það ekki að sjálfsdáðum eða stöndum í mikilli rannsóknarvinnu. Þetta er meira og minna á þeirra eigin ábyrgð,“ segir Helgi í samtali við Vísi.Anna Kolbrún Árnadóttir, starfandi þingflokksformaður Miðflokksins, á leiðinni á fund þingflokksformanna í gær.Vísir/VilhelmStendur til að breyta þessu eitthvað? „Við gerum það ekki eftir þetta samtal og við erum ekkert eins og ég segi að elta þetta.“ Skrifstofa Alþingis ritstýrir og samræmir heildarsvip æviágripa, en lengra nær það ekki. „Við höfum ekki sest niður til að rannsaka eitt eða neitt og bregðumst yfirleitt ekkert við beinlínis ábendingum úti í bæ. Við beinum því þá bara til þingmannanna sjálfra.“ Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripinu var breytt í gær.Vinstra megin má sjá æviágripið eins og það leit út þann 17. júni síðastliðinn. Hægra megin má sjá ævigágripið eins og það er í dag. Búið er að taka orðið þroskaþjálfi út á tveimur stöðum. Hægt er að draga stikuna fram og til baka til að bera saman útgáfurnar. „Ég veit ekkert um þetta mál formlega. Ég hef heyrt einhverja sögu um þetta en ég veit ekki hvort þetta er satt eða rétt eða rangt. Þetta eru upplýsingar þingmannsins sem hann veitir um sig,“ segir Helgi. „Ef við sjáum eitthvað sem okkur finnst skrítið þá spyrjum við þingmennina en við erum ekkert að eltast við þetta að öðru leyti það verður bara að beinast að þingmönnunum sjálfum.“Þannig að þið treystið því að þingmenn segi satt og rétt frá í þessu ágripi? „Já við verðum að gera það og eins og ég segi ef það er eitthvað sérstakt þá kannski spyrjum við þá og leitum skýringa á upplýsingum.“ Ekki náðist í Önnu Kolbrúnu við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira
Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50