Miðflokkurinn næði ekki manni inn Jóhann Óli Eiðsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 5. desember 2018 06:00 Frá þingi eftir að fjallað var um upptökur af Klaustri. - Fréttablaðið/Anton Brink Samfylking og Sjálfstæðisflokkur mælast með um 21 prósents fylgi í nýrri könnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Miðflokkurinn mælist með 4,3 prósent og næði samkvæmt því ekki manni á þing. Könnunin var framkvæmd 3.-4. desember, það er eftir að upp komst um fyllirísraus fjögurra þingmanna Miðflokks og tveggja úr Flokki fólksins. Þá er hún sömuleiðis gerð eftir að Flokkur fólksins rak þingmennina tvo úr flokknum og tveir þingmanna Miðflokksins fóru í ótímabundið leyfi frá störfum. Samkvæmt könnuninni mælist fylgi Miðflokksins 4,3 prósent eða rúmlega þriðjungur kjörfylgis hans. Fylgi við flokkinn mælist 1,5 prósentustigum hærra á landsbyggðinni. Sé miðað við efri vikmörk mælingarinnar myndi flokkurinn fá jöfnunarþingmenn en nær hvergi kjördæmakjörnum þingmanni. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 21,4 prósent og kemur Samfylkingin næst með 20,8 prósent. Sá fyrrnefndi tapar um fjórum prósentustigum frá kosningum en sá síðarnefndi bætir við sig tæpum níu. Píratar mælast þriðji stærsti flokkur landsins með 14,4 prósent og bæta við sig fimm prósentustigum.Sjá einnig: Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Stutt er í Vinstri græn með 12,7 prósent en flokkurinn fékk tæp sautján í kosningunum. Viðreisn mælist með 9,1 prósent en fékk 6,7 í kosningum og Framsóknarflokkur mælist með 8,5 prósent, fékk 10,7 prósent í kosningunum. Flokkur fólksins mælist svo með 5,7 prósent, fékk 6,9 í kosningunum 2017. Þrjú prósent segja að þau myndu kjósa aðra flokka en þá sem eiga sæti á þingi. Séu niðurstöður könnunarinnar nýttar til að útdeila þingsætum fengju Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fimmtán menn hvor flokkur. Píratar fengju tíu, Vinstri græn átta og Viðreisn og Framsókn sex menn hvor flokkur. Flokkur fólksins væri síðastur inn með þrjá. Einnig var spurt um hvort sexmenningarnir af Klaustri ættu að segja af sér þingmennsku. Alls svöruðu játandi 90,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku. 9,1 prósent sagði nei. Sé horft til afstöðu svarenda eftir því hvaða flokk þeir sögðust ætla að kjósa má sjá að heilt yfir svaraði mikill meirihluti stuðningsmanna allra flokka utan Miðflokksins játandi. Einungis þrettán prósent þeirra sem sögðust styðja Miðflokkinn vilja að sexmenningarnir segi af sér. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins komust næst því að vera á sama máli en þeirra á meðal voru þó ekki nema 23,7 prósent sem svöruðu neitandi. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14 Miðflokksmenn á Suðurlandi lýsa yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins 4. desember 2018 13:03 Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur mælast með um 21 prósents fylgi í nýrri könnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Miðflokkurinn mælist með 4,3 prósent og næði samkvæmt því ekki manni á þing. Könnunin var framkvæmd 3.-4. desember, það er eftir að upp komst um fyllirísraus fjögurra þingmanna Miðflokks og tveggja úr Flokki fólksins. Þá er hún sömuleiðis gerð eftir að Flokkur fólksins rak þingmennina tvo úr flokknum og tveir þingmanna Miðflokksins fóru í ótímabundið leyfi frá störfum. Samkvæmt könnuninni mælist fylgi Miðflokksins 4,3 prósent eða rúmlega þriðjungur kjörfylgis hans. Fylgi við flokkinn mælist 1,5 prósentustigum hærra á landsbyggðinni. Sé miðað við efri vikmörk mælingarinnar myndi flokkurinn fá jöfnunarþingmenn en nær hvergi kjördæmakjörnum þingmanni. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 21,4 prósent og kemur Samfylkingin næst með 20,8 prósent. Sá fyrrnefndi tapar um fjórum prósentustigum frá kosningum en sá síðarnefndi bætir við sig tæpum níu. Píratar mælast þriðji stærsti flokkur landsins með 14,4 prósent og bæta við sig fimm prósentustigum.Sjá einnig: Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Stutt er í Vinstri græn með 12,7 prósent en flokkurinn fékk tæp sautján í kosningunum. Viðreisn mælist með 9,1 prósent en fékk 6,7 í kosningum og Framsóknarflokkur mælist með 8,5 prósent, fékk 10,7 prósent í kosningunum. Flokkur fólksins mælist svo með 5,7 prósent, fékk 6,9 í kosningunum 2017. Þrjú prósent segja að þau myndu kjósa aðra flokka en þá sem eiga sæti á þingi. Séu niðurstöður könnunarinnar nýttar til að útdeila þingsætum fengju Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fimmtán menn hvor flokkur. Píratar fengju tíu, Vinstri græn átta og Viðreisn og Framsókn sex menn hvor flokkur. Flokkur fólksins væri síðastur inn með þrjá. Einnig var spurt um hvort sexmenningarnir af Klaustri ættu að segja af sér þingmennsku. Alls svöruðu játandi 90,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku. 9,1 prósent sagði nei. Sé horft til afstöðu svarenda eftir því hvaða flokk þeir sögðust ætla að kjósa má sjá að heilt yfir svaraði mikill meirihluti stuðningsmanna allra flokka utan Miðflokksins játandi. Einungis þrettán prósent þeirra sem sögðust styðja Miðflokkinn vilja að sexmenningarnir segi af sér. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins komust næst því að vera á sama máli en þeirra á meðal voru þó ekki nema 23,7 prósent sem svöruðu neitandi.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14 Miðflokksmenn á Suðurlandi lýsa yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins 4. desember 2018 13:03 Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14
Miðflokksmenn á Suðurlandi lýsa yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins 4. desember 2018 13:03
Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09