Tölfræðin segir að Gunnar Nelson vinni með uppgjafartaki Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. desember 2018 12:00 Gunnar Nelson er einn sá allra besti í heiminum í gólfglímu. vísir/getty Gunnar Nelson snýr aftur í búrið aðfaranótt sunnudagsins í Kanada eftir tæplega eins og hálfs árs fjarveru, meðal annars vegna meiðsla. Gunnar tapaði síðast þegar að hann barðist á móti augnpotaranum Santiago Ponzinibbio í Glasgow. Andstæðingur Gunnars í Toronto um helgina er Brasilíumaðurinn Alex Oliveira sem er í þrettánda sæti á styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC, sæti fyrir ofan Gunnar sem þarf á sigri að halda í þessum bardaga. Tölfræðisíðan The Statz Zone spáir Gunnari sigri á laugardagsnóttina en þegar rýnt er í tölurnar kemur í ljós að íslenski bardagakappinn er betri. Tölurnar skila þó litlu þegar í búrið er komið.Gunnar gengur aftur í búrið aðfaranótt sunnudags eftir hálft annað ár í burtu.vísir/gettyOliveira er mun meiri rotari en Gunnar. Brassinn hefur unnnið 19 bardaga og klárað þrettán með rothöggi en aðeins fjóra með uppgjafartaki. Gunnar hefur rotað þrjá en klárað tólf með uppgjafartaki. Þegar horft er til standandi bardaga þar sem menn reyna að kýla hvorn annan kemur í ljós að Gunnar er ekkert mikið síðri en Oliveira. Brassinn landar fleiri höggum á hverri mínútu (2 á móti 1) og fær færri á sig á hverri mínútu (2,1 á móti 3,7). Gunnar er aftur á móti hittnari og landar 56,8 prósent högga sinna á meðan Oliveira hittir andstæðinginn í 53 prósent högga sinna. Þá er standandi vörn Gunnars betri en Brassans. Þegar litið er til gólfglímunnar er Gunnar töluvert betri en Oliveira og er yfir í þremur helstu tölfræðiþáttunum af fjórum. Gunnar er með mun betri nákvæmni í fellum sínum, verst fellum andstæðingsins miklu betur og klárar fleiri bardaga með uppgjafartaki. Oliveira tekur menn þó oftar niður en nær ekki að klára þá í gólfinu. Lykiltölfræðin, segir Stats Zone, vera nákvæmni högga og meðaltal uppgjafartaka en þar er Gunnar Nelson með betra skor og er honum því spáð sigri með uppgjafartaki eins og hann klárar flesta bardaga sína.mynd/stats zone MMA Tengdar fréttir Gunnar: Hefur aldrei liðið betur Gunnar Nelson segir sér aldrei hafa liðið betur en eftir að hann fór að vinna markvisst með styrktarþjálfara. Gunnar mætir aftur í búrið um helgina. 4. desember 2018 13:30 Sjáðu Gunnar Nelson leika sér á fjórhjóli og í viðtali upp í rúmi Gunnar Nelson berst í Toronto aðfaranótt sunnudags og undirbúningur er á fullu. 5. desember 2018 10:00 Bardagavikan hafin á fullu hjá Gunnari Eftir að hafa hlaðið aðeins rafhlöðurnar í sveitum Kanada er Gunnar Nelson kominn aftur til Toronto og verður nóg að gera næstu daga. 5. desember 2018 07:45 Gunnar skellti sér í sveitina og lék sér á fjórhjóli | Myndir Það styttist í bardaga Gunnars Nelson og Alex Oliveira og okkar maður gerir ýmislegt til þess að stytta sér stundirnar í Kanada. 4. desember 2018 09:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Gunnar Nelson snýr aftur í búrið aðfaranótt sunnudagsins í Kanada eftir tæplega eins og hálfs árs fjarveru, meðal annars vegna meiðsla. Gunnar tapaði síðast þegar að hann barðist á móti augnpotaranum Santiago Ponzinibbio í Glasgow. Andstæðingur Gunnars í Toronto um helgina er Brasilíumaðurinn Alex Oliveira sem er í þrettánda sæti á styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC, sæti fyrir ofan Gunnar sem þarf á sigri að halda í þessum bardaga. Tölfræðisíðan The Statz Zone spáir Gunnari sigri á laugardagsnóttina en þegar rýnt er í tölurnar kemur í ljós að íslenski bardagakappinn er betri. Tölurnar skila þó litlu þegar í búrið er komið.Gunnar gengur aftur í búrið aðfaranótt sunnudags eftir hálft annað ár í burtu.vísir/gettyOliveira er mun meiri rotari en Gunnar. Brassinn hefur unnnið 19 bardaga og klárað þrettán með rothöggi en aðeins fjóra með uppgjafartaki. Gunnar hefur rotað þrjá en klárað tólf með uppgjafartaki. Þegar horft er til standandi bardaga þar sem menn reyna að kýla hvorn annan kemur í ljós að Gunnar er ekkert mikið síðri en Oliveira. Brassinn landar fleiri höggum á hverri mínútu (2 á móti 1) og fær færri á sig á hverri mínútu (2,1 á móti 3,7). Gunnar er aftur á móti hittnari og landar 56,8 prósent högga sinna á meðan Oliveira hittir andstæðinginn í 53 prósent högga sinna. Þá er standandi vörn Gunnars betri en Brassans. Þegar litið er til gólfglímunnar er Gunnar töluvert betri en Oliveira og er yfir í þremur helstu tölfræðiþáttunum af fjórum. Gunnar er með mun betri nákvæmni í fellum sínum, verst fellum andstæðingsins miklu betur og klárar fleiri bardaga með uppgjafartaki. Oliveira tekur menn þó oftar niður en nær ekki að klára þá í gólfinu. Lykiltölfræðin, segir Stats Zone, vera nákvæmni högga og meðaltal uppgjafartaka en þar er Gunnar Nelson með betra skor og er honum því spáð sigri með uppgjafartaki eins og hann klárar flesta bardaga sína.mynd/stats zone
MMA Tengdar fréttir Gunnar: Hefur aldrei liðið betur Gunnar Nelson segir sér aldrei hafa liðið betur en eftir að hann fór að vinna markvisst með styrktarþjálfara. Gunnar mætir aftur í búrið um helgina. 4. desember 2018 13:30 Sjáðu Gunnar Nelson leika sér á fjórhjóli og í viðtali upp í rúmi Gunnar Nelson berst í Toronto aðfaranótt sunnudags og undirbúningur er á fullu. 5. desember 2018 10:00 Bardagavikan hafin á fullu hjá Gunnari Eftir að hafa hlaðið aðeins rafhlöðurnar í sveitum Kanada er Gunnar Nelson kominn aftur til Toronto og verður nóg að gera næstu daga. 5. desember 2018 07:45 Gunnar skellti sér í sveitina og lék sér á fjórhjóli | Myndir Það styttist í bardaga Gunnars Nelson og Alex Oliveira og okkar maður gerir ýmislegt til þess að stytta sér stundirnar í Kanada. 4. desember 2018 09:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Gunnar: Hefur aldrei liðið betur Gunnar Nelson segir sér aldrei hafa liðið betur en eftir að hann fór að vinna markvisst með styrktarþjálfara. Gunnar mætir aftur í búrið um helgina. 4. desember 2018 13:30
Sjáðu Gunnar Nelson leika sér á fjórhjóli og í viðtali upp í rúmi Gunnar Nelson berst í Toronto aðfaranótt sunnudags og undirbúningur er á fullu. 5. desember 2018 10:00
Bardagavikan hafin á fullu hjá Gunnari Eftir að hafa hlaðið aðeins rafhlöðurnar í sveitum Kanada er Gunnar Nelson kominn aftur til Toronto og verður nóg að gera næstu daga. 5. desember 2018 07:45
Gunnar skellti sér í sveitina og lék sér á fjórhjóli | Myndir Það styttist í bardaga Gunnars Nelson og Alex Oliveira og okkar maður gerir ýmislegt til þess að stytta sér stundirnar í Kanada. 4. desember 2018 09:00