Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis afgreiddi í vikunni tillögu um að ríkissjóður fái heimild til að lána Íslandspósti einn og hálfan milljarð til að mæta fjárhagsvanda fyrirtækisins. Á lánið að vera háð því að fyrirtækið standi við fjárhagslega endurskipulagningu og haldi þingheimi upplýstum um framgang mála, að því er kom fram á vef RÚV í vikunni.
„En á meðan fátækasta fólk á Íslandi þarf enn um hríð að bíða eftir réttlæti af hálfu þessarar ríkisstjórnar finna menn 1.500 milljónir sem á að hella, við 3. umræðu fjárlaga, í Íslandspóst ohf. án nokkurrar athugunar eða nokkurrar kröfu um að gerð verði úttekt á þessum rekstri. Það er engin krafa um það, það á bara að afhenda þessar 1.500 milljónir úr ríkissjóði,“ sagði Þorsteinn í ræðu á Alþingi í dag.
Sagðist hann hafa áhyggjur af því að ákvörðun um lánveitinguna væri tekin „gagnrýnislaust“ á sama tíma og Íslandspóstur væri sakað um að hafa brotið gegn sátt á milli Íslandspóst og Samkeppniseftirlitsins varðandi rekstur dótturfélagsins ePósts.
„Þetta er svo galið, herra forseti,“ sagði Þorsteinn um hina fyrirhugðu lánveitingu.