Jón Dagur Þorsteinsson spilaði síðustu tuttugu mínúturnar er Vendsyssel tryggði sér sæti í átta liða úrslitum danska bikarsins í kvöld.
Vendsyssel vann 1-0 sigur á Nordsjælland á útivelli en eina mark leiksins kom á 43. mínútu er Ninos Gouriye skoraði fyrir Vendsyssel.
Vendsyssel mætir ríkjandi bikarmeisturum, Brøndby, en þau verða spiluð sjötta mars næstkomandi. Vendsyssel er á heimavelli í þeirri viðureign.
Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar í Wolfsburg gerðu óvænt 1-1 jafntefli við Turbine Potsdam í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Wolfsburg er enn á toppi deildarinnar með 31 stig eftir ellefu leiki en þýsku meistararnir höfðu unnið fyrstu tíu leikina áður en kom að leik kvöldsins.
Rúnar Alex Rúnarsson var frá vegna veikinda er Dijon vann 2-1 sigur á Guingamp á heimavelli. Með sigrinum lyftir Dijon sér upp í sextánda sætð með jafn mörg stig, þremur stigum frá fallsæti.
Fótbolti