Ótti við kuldaskeið ástæðulaus þótt jöklarnir hafi ekki rýrnað Kristján Már Unnarsson skrifar 5. desember 2018 22:15 Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur um veðurfar á Veðurstofu Íslands. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Svalt sumar sunnanlands skýrir það hversvegna jöklar landsins rýrnuðu ekki í ár og er engin forspá um að Ísland sé að sigla inn í kuldaskeið, að mati veðurfarssérfræðings, sem telur meiri líkur á því að næsta ár verði hlýrra en þetta. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Nýjar mælingar á fjórum stærstu jöklum landsins sýna að þeir stóðu í stað og jafnvel stækkuðu frá því í fyrrahaust. Skýringin er svalt sumar sunnanlands, segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur um veðurfar á Veðurstofu Íslands. „Það var mikil úrkoma, lítið sólskin. Það er víst það sem hefur mest áhrif á jöklana okkar, það er sumarhitinn,“ segir Kristín Björg. „Það hefur náttúrlega verið einstaklega hlýtt undanfarin sumur og þessvegna hafa jöklarnir verið að minnka svona mikið hjá okkur. Svo fáum við núna eitt slakt sumar og það virðist valda því að jöklarnir standa í stað.“Frá Jökulsárlóni við sporð Breiðamerkurjökuls, einum skriðjökla Vatnajökuls.Vísir/Vilhelm.Og það að jöklarnir rýrni ekki þetta árið er engin forspá um kuldaskeið, að mati Kristínar. „Það er ekki hægt að segja það eftir eitt ár. Við þurfum að fá lengri tíma til að sjá það. Og ég myndi ekki segja það. Hitinn á heimsvísu er ennþá, hann fer ekki lækkandi. Nei, ég myndi ekki segja að við værum á leiðinni í kuldaskeið." Þótt árið sem er að líða stefni í að verða með þeim kaldari hérlendis á öldinni segir það ekkert um næsta ár á Íslandi. „Ég myndi bara segja að það væru meiri líkur á að það væri hlýrra en kaldara. Því það fer hlýnandi í heiminum og við eigum alveg að fylgja því eftir líka,“ segir veðurfarssérfræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Tengdar fréttir Jöklar Íslands rýrnuðu ekki í fyrsta sinn í aldarfjórðung Stærstu jöklar landsins stóðu í stað og jafnvel stækkuðu á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt nýjustu mælingum. Jöklasérfræðingur telur þetta geta skýrst af kaldari sjó sunnan við landið. 4. desember 2018 20:30 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Svalt sumar sunnanlands skýrir það hversvegna jöklar landsins rýrnuðu ekki í ár og er engin forspá um að Ísland sé að sigla inn í kuldaskeið, að mati veðurfarssérfræðings, sem telur meiri líkur á því að næsta ár verði hlýrra en þetta. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Nýjar mælingar á fjórum stærstu jöklum landsins sýna að þeir stóðu í stað og jafnvel stækkuðu frá því í fyrrahaust. Skýringin er svalt sumar sunnanlands, segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur um veðurfar á Veðurstofu Íslands. „Það var mikil úrkoma, lítið sólskin. Það er víst það sem hefur mest áhrif á jöklana okkar, það er sumarhitinn,“ segir Kristín Björg. „Það hefur náttúrlega verið einstaklega hlýtt undanfarin sumur og þessvegna hafa jöklarnir verið að minnka svona mikið hjá okkur. Svo fáum við núna eitt slakt sumar og það virðist valda því að jöklarnir standa í stað.“Frá Jökulsárlóni við sporð Breiðamerkurjökuls, einum skriðjökla Vatnajökuls.Vísir/Vilhelm.Og það að jöklarnir rýrni ekki þetta árið er engin forspá um kuldaskeið, að mati Kristínar. „Það er ekki hægt að segja það eftir eitt ár. Við þurfum að fá lengri tíma til að sjá það. Og ég myndi ekki segja það. Hitinn á heimsvísu er ennþá, hann fer ekki lækkandi. Nei, ég myndi ekki segja að við værum á leiðinni í kuldaskeið." Þótt árið sem er að líða stefni í að verða með þeim kaldari hérlendis á öldinni segir það ekkert um næsta ár á Íslandi. „Ég myndi bara segja að það væru meiri líkur á að það væri hlýrra en kaldara. Því það fer hlýnandi í heiminum og við eigum alveg að fylgja því eftir líka,“ segir veðurfarssérfræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Jöklar Íslands rýrnuðu ekki í fyrsta sinn í aldarfjórðung Stærstu jöklar landsins stóðu í stað og jafnvel stækkuðu á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt nýjustu mælingum. Jöklasérfræðingur telur þetta geta skýrst af kaldari sjó sunnan við landið. 4. desember 2018 20:30 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Jöklar Íslands rýrnuðu ekki í fyrsta sinn í aldarfjórðung Stærstu jöklar landsins stóðu í stað og jafnvel stækkuðu á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt nýjustu mælingum. Jöklasérfræðingur telur þetta geta skýrst af kaldari sjó sunnan við landið. 4. desember 2018 20:30