Segja „undir engum kringumstæðum“ hægt að réttlæta notkun á starfsheiti í óleyfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. desember 2018 23:52 Ætla má að tilefni tilkynningarinnar sé æviágripsskráning Önnu Kolbrúnar Árnadóttur þingmanns Miðflokksins á vef Alþingis. Vísir/vilhelm Bandalag háskólamanna, BHM, segir að bera líti það alvarlegum augum þegar einstaklingur notar starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar í óleyfi. Undir engum kringumstæðum sé hægt að réttlæta slíkt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu sem send var út í dag. Ætla má að tilefnið sé æviágripsskráning Önnu Kolbrúnar Árnadóttur þingmanns Miðflokksins á vef Alþingis en hún var um tíma skráð sem þroskaþjálfi á vefnum. Skráningunni var breytt eftir að Þroskaþjálfafélag Íslands sendi frá sér tilkynningu þess efnis að Anna Kolbrún hefði aldrei hlotið starfsleyfi sem þroskaþjálfi.Sjá einnig: Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Í tilkynningu BHM er áréttað að löggildar heilbrigðisstéttir séu 33 talsins. „Rétt til að nota starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar hefur eingöngu sá eða sú sem til þess hefur hlotið nauðsynlega menntun og þjálfun auk starfsleyfis frá Embætti landlæknis. Einstaklingur sem ekki hefur slíkt starfsleyfi má ekki veita sjúklingi meðferð sem fellur undir starfssvið löggiltrar heilbrigðisstéttar né veita faglega ráðgjöf,“ segir í tilkynningunni. Þá geti öryggi og velferð skjólstæðinga verið í húfi þegar starfsheitin eru annars vegar. „Þegar einstaklingur notar starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar án þess að hafa tilskilda menntun og starfsleyfi, þá ber að líta það alvarlegum augum. Undir engum kringumstæðum er hægt að réttlæta slíkt enda geta öryggi og velferð sjúklinga eða skjólstæðinga verið í húfi. Það er skylda hagsmunaaðila og annarra að tilkynna slík brot á lögum um heilbrigðisstarfsmenn til Embættis landlæknis.“ Þá kemur Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis eftirfarandi á framfæri við Þroskaþjálfafélag Íslands í dag eftir að hann tjáði sig um skráningu Önnu Kolbrúnar á Alþingi í gær. Hann áréttar að í orðum sínum á Alþingi hafi ekki falist nein viðurkenning á notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu.Þau ummæli sneru eingöngu að því sem skráningu á vef Alþingis viðkemur. Ástæða þótti til að leiðrétta að Anna Kolbrún hefði það best verður séð réttilega tilgreint menntun sína og er þar hvergi talað um nám í þroskaþjálfafræðum. Einnig að AKÁ er ekki ábyrg fyrir misskilningi um að hún hafi ritstýrt fagtímariti í stað hins sem rétt er að hún sat í ritstjórn slíks. Hins vegar tilgreindi þingmaðurinn að hún hefði starfað sem þroskaþjálfi, eins og ég tók fram í gær og fyrir liggur að það starfsheiti hefur hún áður notað opinberlega og fyrir löngu síðan. Það var því fært inn á vefinn í góðri túr. Í mínum orðum fólst engin viðurkennig á því, að afstaða til þess hvort, sú notkun starfsheitisins væri réttmæt enda annarra að kveða upp úr um slíkt. Þaðan af síður vil ég á nokkurn hátt gera lítið úr mikilvægi menntunar þroskaþjálfa og lögverndun starfsheitis þeirra. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00 Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44 Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. 4. desember 2018 12:26 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Sjá meira
Bandalag háskólamanna, BHM, segir að bera líti það alvarlegum augum þegar einstaklingur notar starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar í óleyfi. Undir engum kringumstæðum sé hægt að réttlæta slíkt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu sem send var út í dag. Ætla má að tilefnið sé æviágripsskráning Önnu Kolbrúnar Árnadóttur þingmanns Miðflokksins á vef Alþingis en hún var um tíma skráð sem þroskaþjálfi á vefnum. Skráningunni var breytt eftir að Þroskaþjálfafélag Íslands sendi frá sér tilkynningu þess efnis að Anna Kolbrún hefði aldrei hlotið starfsleyfi sem þroskaþjálfi.Sjá einnig: Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Í tilkynningu BHM er áréttað að löggildar heilbrigðisstéttir séu 33 talsins. „Rétt til að nota starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar hefur eingöngu sá eða sú sem til þess hefur hlotið nauðsynlega menntun og þjálfun auk starfsleyfis frá Embætti landlæknis. Einstaklingur sem ekki hefur slíkt starfsleyfi má ekki veita sjúklingi meðferð sem fellur undir starfssvið löggiltrar heilbrigðisstéttar né veita faglega ráðgjöf,“ segir í tilkynningunni. Þá geti öryggi og velferð skjólstæðinga verið í húfi þegar starfsheitin eru annars vegar. „Þegar einstaklingur notar starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar án þess að hafa tilskilda menntun og starfsleyfi, þá ber að líta það alvarlegum augum. Undir engum kringumstæðum er hægt að réttlæta slíkt enda geta öryggi og velferð sjúklinga eða skjólstæðinga verið í húfi. Það er skylda hagsmunaaðila og annarra að tilkynna slík brot á lögum um heilbrigðisstarfsmenn til Embættis landlæknis.“ Þá kemur Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis eftirfarandi á framfæri við Þroskaþjálfafélag Íslands í dag eftir að hann tjáði sig um skráningu Önnu Kolbrúnar á Alþingi í gær. Hann áréttar að í orðum sínum á Alþingi hafi ekki falist nein viðurkenning á notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu.Þau ummæli sneru eingöngu að því sem skráningu á vef Alþingis viðkemur. Ástæða þótti til að leiðrétta að Anna Kolbrún hefði það best verður séð réttilega tilgreint menntun sína og er þar hvergi talað um nám í þroskaþjálfafræðum. Einnig að AKÁ er ekki ábyrg fyrir misskilningi um að hún hafi ritstýrt fagtímariti í stað hins sem rétt er að hún sat í ritstjórn slíks. Hins vegar tilgreindi þingmaðurinn að hún hefði starfað sem þroskaþjálfi, eins og ég tók fram í gær og fyrir liggur að það starfsheiti hefur hún áður notað opinberlega og fyrir löngu síðan. Það var því fært inn á vefinn í góðri túr. Í mínum orðum fólst engin viðurkennig á því, að afstaða til þess hvort, sú notkun starfsheitisins væri réttmæt enda annarra að kveða upp úr um slíkt. Þaðan af síður vil ég á nokkurn hátt gera lítið úr mikilvægi menntunar þroskaþjálfa og lögverndun starfsheitis þeirra.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00 Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44 Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. 4. desember 2018 12:26 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Sjá meira
Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00
Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50
Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44
Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. 4. desember 2018 12:26