May stillir þingmönnum upp við vegg vegna Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2018 13:56 Theresa May stendur nú ströngu við að reyna að fá eigin flokksmenn til að styðja Brexit-samning hennar. Vísir/EPA Samþykki breskir þingmenn ekki útgöngusamninginn sem Theresa May forsætisráðherra gerði við Evrópusambandið er mögulegt að ekkert verði af því að Bretar segi skilið við sambandið. May segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit sé ekki rétti leikurinn í stöðunni. Útgöngusamningurinn er nú til umræðu í breska þinginu og á endanleg atkvæðagreiðsla um hann að fara fram í næstu viku. Fjöldi þingmanna Íhaldsflokks May hefur hins vegar lýst sig andsnúinn samningnum. May hefur því varið undanförnum dögum í að reyna að sannfæra eigin þingmenn um að styðja samninginn. „Það eru þrír valkostir í boði: einn er að yfirgefa Evrópusambandið með samningi, hinir tveir eru að við förum út án samnings eða að við fáum ekkert Brexit yfir höfuð,“ segist May hafa sagt þingmönnum í dag. Sakaði hún hóp þingmanna í neðri deild þingsins um að reyna að koma í veg fyrir Brexit og efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sjálf sagðist hún ekki telja það réttu leiðina. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC veik May sér ítrekað undan því að svara hver varaáætlun ríkisstjórnar hennar væri ef þingið hafnaði samningi hennar. Meðferð samningsins í þinginu hefur gengið brösulega fyrir May. Í fyrradag samþykkti meirihluti þingmanna ályktun um að ríkisstjórn May hafði lítilsvert þingið þegar hún neitað að birta lögfræðiálit sem hún lét vinna um samninginn. Neyddist May til að birta álitið í gær. Einnig samþykktu þingmenn að gefa sjálfum sér heimild til að hafa meira um það að segja hvað gerist ef samningnum verður hafnað. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu í loks mars. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Samþykki breskir þingmenn ekki útgöngusamninginn sem Theresa May forsætisráðherra gerði við Evrópusambandið er mögulegt að ekkert verði af því að Bretar segi skilið við sambandið. May segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit sé ekki rétti leikurinn í stöðunni. Útgöngusamningurinn er nú til umræðu í breska þinginu og á endanleg atkvæðagreiðsla um hann að fara fram í næstu viku. Fjöldi þingmanna Íhaldsflokks May hefur hins vegar lýst sig andsnúinn samningnum. May hefur því varið undanförnum dögum í að reyna að sannfæra eigin þingmenn um að styðja samninginn. „Það eru þrír valkostir í boði: einn er að yfirgefa Evrópusambandið með samningi, hinir tveir eru að við förum út án samnings eða að við fáum ekkert Brexit yfir höfuð,“ segist May hafa sagt þingmönnum í dag. Sakaði hún hóp þingmanna í neðri deild þingsins um að reyna að koma í veg fyrir Brexit og efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sjálf sagðist hún ekki telja það réttu leiðina. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC veik May sér ítrekað undan því að svara hver varaáætlun ríkisstjórnar hennar væri ef þingið hafnaði samningi hennar. Meðferð samningsins í þinginu hefur gengið brösulega fyrir May. Í fyrradag samþykkti meirihluti þingmanna ályktun um að ríkisstjórn May hafði lítilsvert þingið þegar hún neitað að birta lögfræðiálit sem hún lét vinna um samninginn. Neyddist May til að birta álitið í gær. Einnig samþykktu þingmenn að gefa sjálfum sér heimild til að hafa meira um það að segja hvað gerist ef samningnum verður hafnað. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu í loks mars.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52
Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51