Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2018 15:18 Umfangsmikil mótmæli og óeirðir áttu sér stað í borgum Frakklands um síðustu helgi. Í París er talið að lætin hafi ekki verið meiri frá 1968. AP/Michel Euler Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helginaog hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. Ráðherrar Emmanuel Macron hafa reynt að draga úr spennu með því að breyta orðræðu sinni og lofa því að hlusta á mótmælendur. Þá hafði sérstökum sköttum á eldsneyti verið frestað. Nú hefur verið alfarið hætt við skattana.Samkvæmt Reuters segir franskur embættismaður að ríkisstjórnin hafi heimildir fyrir því að einhverjir ætli sér að ferðast til Parísar um helgina með því markmið að taka þátt í mótmælunum, valda skemmum og jafnvel myrða.Umfangsmikil mótmæli og óeirðir áttu sér stað í borgum Frakklands um síðustu helgi. Í París er talið að lætin hafi ekki verið meiri frá 1968. Kveikt var í bílum, verslanir og kaffihús voru rænd og byggingar skemmdar. Fjöldi fólks slasaðist og voru hundruð handtekin. Ríkisstjórn Macron hefur gert greinarmun á friðsömum mótmælendum annars vegar og skemmdarvörgum og þjófum hins vegar, sem ríkisstjórnin segir að hafi notað sér friðsama mótmælendur. Með því markmiði að koma í veg fyrir frekari mótmæli sagði Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, í dag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að hætta alfarið við aukna skatta á eldsneyti. Áður hafði þeim eingöngu verið frestað í hálft ár. Þá sagði Bruno Le Maire, fjármálaráðherra, að hann væri tilbúinn til að leggja fram tillögur að skattalækkunum og hann vildi að bónusar verkamanna yrðu ekki skattskyldir. Samhliða því yrði þó að draga úr kostnaði ríkisins. Þá sagði Le Maire einnig að ef Evrópusambandið kæmist ekki að niðurstöðu varðandi skattlagningu tæknifyrirtækja eins og Google og Facebook, myndi ríkisstjórnin skattleggja þessi fyrirtæki einhliða. Varðandi undirbúning í parís hefur verið ákveðið að fresta nokkrum fótboltaleikjum og verðu Louvre safninu og öðrum mögulega lokað. Þá stendur til að hafa minnst 65 þúsund lögregluþjóna í viðbragðsstöðu víðsvegar um Frakkland. Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helginaog hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. Ráðherrar Emmanuel Macron hafa reynt að draga úr spennu með því að breyta orðræðu sinni og lofa því að hlusta á mótmælendur. Þá hafði sérstökum sköttum á eldsneyti verið frestað. Nú hefur verið alfarið hætt við skattana.Samkvæmt Reuters segir franskur embættismaður að ríkisstjórnin hafi heimildir fyrir því að einhverjir ætli sér að ferðast til Parísar um helgina með því markmið að taka þátt í mótmælunum, valda skemmum og jafnvel myrða.Umfangsmikil mótmæli og óeirðir áttu sér stað í borgum Frakklands um síðustu helgi. Í París er talið að lætin hafi ekki verið meiri frá 1968. Kveikt var í bílum, verslanir og kaffihús voru rænd og byggingar skemmdar. Fjöldi fólks slasaðist og voru hundruð handtekin. Ríkisstjórn Macron hefur gert greinarmun á friðsömum mótmælendum annars vegar og skemmdarvörgum og þjófum hins vegar, sem ríkisstjórnin segir að hafi notað sér friðsama mótmælendur. Með því markmiði að koma í veg fyrir frekari mótmæli sagði Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, í dag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að hætta alfarið við aukna skatta á eldsneyti. Áður hafði þeim eingöngu verið frestað í hálft ár. Þá sagði Bruno Le Maire, fjármálaráðherra, að hann væri tilbúinn til að leggja fram tillögur að skattalækkunum og hann vildi að bónusar verkamanna yrðu ekki skattskyldir. Samhliða því yrði þó að draga úr kostnaði ríkisins. Þá sagði Le Maire einnig að ef Evrópusambandið kæmist ekki að niðurstöðu varðandi skattlagningu tæknifyrirtækja eins og Google og Facebook, myndi ríkisstjórnin skattleggja þessi fyrirtæki einhliða. Varðandi undirbúning í parís hefur verið ákveðið að fresta nokkrum fótboltaleikjum og verðu Louvre safninu og öðrum mögulega lokað. Þá stendur til að hafa minnst 65 þúsund lögregluþjóna í viðbragðsstöðu víðsvegar um Frakkland.
Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00
Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00
Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55