Enginn frestur fyrir May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. desember 2018 06:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, þarf að hafa hraðar hendur. EPA/Andy Rain Þingið mun greiða atkvæði þann 11. desember um samkomulagið sem ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra hefur náð við ESB um útgöngu Breta. Þetta sagði í yfirlýsingu frá embætti forsætisráðherra í gær en The Times hafði greint frá því að ríkisstjórnin hefði beðið þingið um að fresta atkvæðagreiðslunni vegna áhyggja af tapi eins og útlit er fyrir að verði raunin. May leitar nú logandi ljósi að stuðningi en samkvæmt greiningu Bloomberg þarf hún að snúa um 85 þingmönnum til þess að ná samningnum í gegnum þingið. Í útvarpsviðtali við BBC í gær sagði May að það væru bara þrír möguleikar í stöðunni. „Að yfirgefa Evrópusambandið með þessum samningi, að gera það án nokkurs samnings eða að fara ekki neitt,“ sagði ráðherrann. Michel Barnier, sem leiðir samninganefnd ESB, sagði að samningurinn sem liggur fyrir væri sá besti sem Bretum stæði til boða. Þetta er í takt við fyrri yfirlýsingar hans og toppa sambandsins. Philip Hammond, fjármálaráðherra Breta, sagði svo að það væri algjör firra að halda því fram að hægt væri að semja upp á nýtt ef þingið hafnar samningnum. Framtíðarhorfur eru afar óskýrar fyrir May. Ef samningurinn er felldur á þingi má leiða líkur að því að það marki endalok valdatíðar hennar. Þá hefur forysta DUP, norðurírska smáflokksins sem ver stjórn May vantrausti, lýst því yfir að flokkurinn muni endurskoða samstarfið ef samningurinn verður samþykktur. Hvernig sem á það er litið er May sem sagt í erfiðri stöðu. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira
Þingið mun greiða atkvæði þann 11. desember um samkomulagið sem ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra hefur náð við ESB um útgöngu Breta. Þetta sagði í yfirlýsingu frá embætti forsætisráðherra í gær en The Times hafði greint frá því að ríkisstjórnin hefði beðið þingið um að fresta atkvæðagreiðslunni vegna áhyggja af tapi eins og útlit er fyrir að verði raunin. May leitar nú logandi ljósi að stuðningi en samkvæmt greiningu Bloomberg þarf hún að snúa um 85 þingmönnum til þess að ná samningnum í gegnum þingið. Í útvarpsviðtali við BBC í gær sagði May að það væru bara þrír möguleikar í stöðunni. „Að yfirgefa Evrópusambandið með þessum samningi, að gera það án nokkurs samnings eða að fara ekki neitt,“ sagði ráðherrann. Michel Barnier, sem leiðir samninganefnd ESB, sagði að samningurinn sem liggur fyrir væri sá besti sem Bretum stæði til boða. Þetta er í takt við fyrri yfirlýsingar hans og toppa sambandsins. Philip Hammond, fjármálaráðherra Breta, sagði svo að það væri algjör firra að halda því fram að hægt væri að semja upp á nýtt ef þingið hafnar samningnum. Framtíðarhorfur eru afar óskýrar fyrir May. Ef samningurinn er felldur á þingi má leiða líkur að því að það marki endalok valdatíðar hennar. Þá hefur forysta DUP, norðurírska smáflokksins sem ver stjórn May vantrausti, lýst því yfir að flokkurinn muni endurskoða samstarfið ef samningurinn verður samþykktur. Hvernig sem á það er litið er May sem sagt í erfiðri stöðu.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira
Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Ályktun var samþykkt um að ríkisstjórnin hefði lítilsvirt þingið og þingið fær meiri völd til að hafa áhrif á hvað gerist ef Brexit-samningnum verður hafnað. 5. desember 2018 10:52
Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51