Fastur á milli steins og sleggju Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. desember 2018 06:00 Staðan hjá Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hlýtur að teljast vægast sagt erfið þessa dagana. Nordicphotos/AFP Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er ekki hólpinn þrátt fyrir að hafa mætt upprunalegri kröfu mótmælendanna sem kenna sig við gul vesti fyrr í vikunni. Macron hætti við að hækka eldsneytisskatt en andstaða mótmælenda við stjórnarhætti Macrons og óánægja með ríkisstjórnina almennt lifir áfram. Breska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að rúmlega 140 hefðu verið handtekin í gær við mótmæli gegn fyrirhuguðum breytingum á skólakerfinu í Mantes-la-Jolie. Mótmælendum lenti þar saman við lögreglu. Þá komu mótmælendur einnig saman fyrir framan skóla í stórborgum á borð við Marseille og París. Gulu vestin ætla svo að safnast saman og mótmæla að minnsta kosti í höfuðborginni París á morgun. Undanfarin mótmæli hafa leyst upp í ofbeldi, til að mynda um síðustu helgi þegar hundruð voru handtekin, á annað hundrað slasaðist, brotist var inn í búðir og kveikt í tugum bíla. Forsprakkar Gulu vestanna hafa sagt atvinnuóeirðaseggi á bak við rustaháttinn og að hann endurspegli ekki anda mótmælanna. Édouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, sagði á fundi öldungadeildar þingsins í gær að viðbúnaðurinn væri mikill fyrir morgundaginn. Til dæmis yrðu 65.000 lögregluþjónar að störfum víðs vegar um landið til að tryggja öryggi. Þá segja franskir miðlar að Philippe eigi eftir að ákveða hvort brynvarðir bílar verði notaðir til þess að opna vegi ef mótmælendur loka þeim. Það hefur ekki verið gert í hálfa öld. Agnes Buzyn heilbrigðisráðherra sagði í viðtali við RTL Radio að stjórnvöld hefðu miklar áhyggjur af því að frekara ofbeldi gæti brotist út. „Sumir virðast ekki vilja leysa málið,“ sagði Buzyn aukinheldur. Þessi mótmæli eru steinninn sem vísað er til í fyrirsögninni. Sleggjan eru svo umhverfissinnar. AP-fréttaveitan fjallaði ítarlega um að óeirðirnar í París um síðustu helgi væru skýr birtingarmynd þess hversu erfitt er að berjast gegn loftslagsbreytingum með svokölluðum grænum sköttum, líkt og Macron vildi gera. „Atburðir undanfarinna daga í París fá mig til að hugsa um hvort þetta sé enn erfiðara verkefni en áður var haldið,“ hafði AP eftir umhverfishagfræðingnum Lawrence Goulder. Grænu skattarnir eru ofarlega í huga erindreka um 200 ríkja sem funda í vikunni um loftslagsmál í pólsku borginni Katowice. Þar eru margir á þeirri skoðun að brýn nauðsyn sé að hækka slíka skatta og innleiða fleiri. Macron er gagnrýndur í umfjöllun AP fyrir að taka ákvarðanir um græna skatta án þess að útskýra mikilvægi þeirra og þýðingu fyrir almenningi. Þá þykir orðspor hans sem „forseti hinna ríku“, sem popúlistar hafa reynt að klína á hann, ekki til þess fallið að fá verkafólk með honum í lið í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er ekki hólpinn þrátt fyrir að hafa mætt upprunalegri kröfu mótmælendanna sem kenna sig við gul vesti fyrr í vikunni. Macron hætti við að hækka eldsneytisskatt en andstaða mótmælenda við stjórnarhætti Macrons og óánægja með ríkisstjórnina almennt lifir áfram. Breska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að rúmlega 140 hefðu verið handtekin í gær við mótmæli gegn fyrirhuguðum breytingum á skólakerfinu í Mantes-la-Jolie. Mótmælendum lenti þar saman við lögreglu. Þá komu mótmælendur einnig saman fyrir framan skóla í stórborgum á borð við Marseille og París. Gulu vestin ætla svo að safnast saman og mótmæla að minnsta kosti í höfuðborginni París á morgun. Undanfarin mótmæli hafa leyst upp í ofbeldi, til að mynda um síðustu helgi þegar hundruð voru handtekin, á annað hundrað slasaðist, brotist var inn í búðir og kveikt í tugum bíla. Forsprakkar Gulu vestanna hafa sagt atvinnuóeirðaseggi á bak við rustaháttinn og að hann endurspegli ekki anda mótmælanna. Édouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, sagði á fundi öldungadeildar þingsins í gær að viðbúnaðurinn væri mikill fyrir morgundaginn. Til dæmis yrðu 65.000 lögregluþjónar að störfum víðs vegar um landið til að tryggja öryggi. Þá segja franskir miðlar að Philippe eigi eftir að ákveða hvort brynvarðir bílar verði notaðir til þess að opna vegi ef mótmælendur loka þeim. Það hefur ekki verið gert í hálfa öld. Agnes Buzyn heilbrigðisráðherra sagði í viðtali við RTL Radio að stjórnvöld hefðu miklar áhyggjur af því að frekara ofbeldi gæti brotist út. „Sumir virðast ekki vilja leysa málið,“ sagði Buzyn aukinheldur. Þessi mótmæli eru steinninn sem vísað er til í fyrirsögninni. Sleggjan eru svo umhverfissinnar. AP-fréttaveitan fjallaði ítarlega um að óeirðirnar í París um síðustu helgi væru skýr birtingarmynd þess hversu erfitt er að berjast gegn loftslagsbreytingum með svokölluðum grænum sköttum, líkt og Macron vildi gera. „Atburðir undanfarinna daga í París fá mig til að hugsa um hvort þetta sé enn erfiðara verkefni en áður var haldið,“ hafði AP eftir umhverfishagfræðingnum Lawrence Goulder. Grænu skattarnir eru ofarlega í huga erindreka um 200 ríkja sem funda í vikunni um loftslagsmál í pólsku borginni Katowice. Þar eru margir á þeirri skoðun að brýn nauðsyn sé að hækka slíka skatta og innleiða fleiri. Macron er gagnrýndur í umfjöllun AP fyrir að taka ákvarðanir um græna skatta án þess að útskýra mikilvægi þeirra og þýðingu fyrir almenningi. Þá þykir orðspor hans sem „forseti hinna ríku“, sem popúlistar hafa reynt að klína á hann, ekki til þess fallið að fá verkafólk með honum í lið í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00
Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18
Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55