Fastur á milli steins og sleggju Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. desember 2018 06:00 Staðan hjá Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hlýtur að teljast vægast sagt erfið þessa dagana. Nordicphotos/AFP Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er ekki hólpinn þrátt fyrir að hafa mætt upprunalegri kröfu mótmælendanna sem kenna sig við gul vesti fyrr í vikunni. Macron hætti við að hækka eldsneytisskatt en andstaða mótmælenda við stjórnarhætti Macrons og óánægja með ríkisstjórnina almennt lifir áfram. Breska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að rúmlega 140 hefðu verið handtekin í gær við mótmæli gegn fyrirhuguðum breytingum á skólakerfinu í Mantes-la-Jolie. Mótmælendum lenti þar saman við lögreglu. Þá komu mótmælendur einnig saman fyrir framan skóla í stórborgum á borð við Marseille og París. Gulu vestin ætla svo að safnast saman og mótmæla að minnsta kosti í höfuðborginni París á morgun. Undanfarin mótmæli hafa leyst upp í ofbeldi, til að mynda um síðustu helgi þegar hundruð voru handtekin, á annað hundrað slasaðist, brotist var inn í búðir og kveikt í tugum bíla. Forsprakkar Gulu vestanna hafa sagt atvinnuóeirðaseggi á bak við rustaháttinn og að hann endurspegli ekki anda mótmælanna. Édouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, sagði á fundi öldungadeildar þingsins í gær að viðbúnaðurinn væri mikill fyrir morgundaginn. Til dæmis yrðu 65.000 lögregluþjónar að störfum víðs vegar um landið til að tryggja öryggi. Þá segja franskir miðlar að Philippe eigi eftir að ákveða hvort brynvarðir bílar verði notaðir til þess að opna vegi ef mótmælendur loka þeim. Það hefur ekki verið gert í hálfa öld. Agnes Buzyn heilbrigðisráðherra sagði í viðtali við RTL Radio að stjórnvöld hefðu miklar áhyggjur af því að frekara ofbeldi gæti brotist út. „Sumir virðast ekki vilja leysa málið,“ sagði Buzyn aukinheldur. Þessi mótmæli eru steinninn sem vísað er til í fyrirsögninni. Sleggjan eru svo umhverfissinnar. AP-fréttaveitan fjallaði ítarlega um að óeirðirnar í París um síðustu helgi væru skýr birtingarmynd þess hversu erfitt er að berjast gegn loftslagsbreytingum með svokölluðum grænum sköttum, líkt og Macron vildi gera. „Atburðir undanfarinna daga í París fá mig til að hugsa um hvort þetta sé enn erfiðara verkefni en áður var haldið,“ hafði AP eftir umhverfishagfræðingnum Lawrence Goulder. Grænu skattarnir eru ofarlega í huga erindreka um 200 ríkja sem funda í vikunni um loftslagsmál í pólsku borginni Katowice. Þar eru margir á þeirri skoðun að brýn nauðsyn sé að hækka slíka skatta og innleiða fleiri. Macron er gagnrýndur í umfjöllun AP fyrir að taka ákvarðanir um græna skatta án þess að útskýra mikilvægi þeirra og þýðingu fyrir almenningi. Þá þykir orðspor hans sem „forseti hinna ríku“, sem popúlistar hafa reynt að klína á hann, ekki til þess fallið að fá verkafólk með honum í lið í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er ekki hólpinn þrátt fyrir að hafa mætt upprunalegri kröfu mótmælendanna sem kenna sig við gul vesti fyrr í vikunni. Macron hætti við að hækka eldsneytisskatt en andstaða mótmælenda við stjórnarhætti Macrons og óánægja með ríkisstjórnina almennt lifir áfram. Breska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að rúmlega 140 hefðu verið handtekin í gær við mótmæli gegn fyrirhuguðum breytingum á skólakerfinu í Mantes-la-Jolie. Mótmælendum lenti þar saman við lögreglu. Þá komu mótmælendur einnig saman fyrir framan skóla í stórborgum á borð við Marseille og París. Gulu vestin ætla svo að safnast saman og mótmæla að minnsta kosti í höfuðborginni París á morgun. Undanfarin mótmæli hafa leyst upp í ofbeldi, til að mynda um síðustu helgi þegar hundruð voru handtekin, á annað hundrað slasaðist, brotist var inn í búðir og kveikt í tugum bíla. Forsprakkar Gulu vestanna hafa sagt atvinnuóeirðaseggi á bak við rustaháttinn og að hann endurspegli ekki anda mótmælanna. Édouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, sagði á fundi öldungadeildar þingsins í gær að viðbúnaðurinn væri mikill fyrir morgundaginn. Til dæmis yrðu 65.000 lögregluþjónar að störfum víðs vegar um landið til að tryggja öryggi. Þá segja franskir miðlar að Philippe eigi eftir að ákveða hvort brynvarðir bílar verði notaðir til þess að opna vegi ef mótmælendur loka þeim. Það hefur ekki verið gert í hálfa öld. Agnes Buzyn heilbrigðisráðherra sagði í viðtali við RTL Radio að stjórnvöld hefðu miklar áhyggjur af því að frekara ofbeldi gæti brotist út. „Sumir virðast ekki vilja leysa málið,“ sagði Buzyn aukinheldur. Þessi mótmæli eru steinninn sem vísað er til í fyrirsögninni. Sleggjan eru svo umhverfissinnar. AP-fréttaveitan fjallaði ítarlega um að óeirðirnar í París um síðustu helgi væru skýr birtingarmynd þess hversu erfitt er að berjast gegn loftslagsbreytingum með svokölluðum grænum sköttum, líkt og Macron vildi gera. „Atburðir undanfarinna daga í París fá mig til að hugsa um hvort þetta sé enn erfiðara verkefni en áður var haldið,“ hafði AP eftir umhverfishagfræðingnum Lawrence Goulder. Grænu skattarnir eru ofarlega í huga erindreka um 200 ríkja sem funda í vikunni um loftslagsmál í pólsku borginni Katowice. Þar eru margir á þeirri skoðun að brýn nauðsyn sé að hækka slíka skatta og innleiða fleiri. Macron er gagnrýndur í umfjöllun AP fyrir að taka ákvarðanir um græna skatta án þess að útskýra mikilvægi þeirra og þýðingu fyrir almenningi. Þá þykir orðspor hans sem „forseti hinna ríku“, sem popúlistar hafa reynt að klína á hann, ekki til þess fallið að fá verkafólk með honum í lið í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00
Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18
Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55